Á árunum 1982 -84 var ég leigubílstjóri á Steindóri og keyrði mennina tvo sem dóu í slippnum, oft á þeim árum. Mennirnir voru í mjög mikilli eiturlyfjaneyslu á þeim tíma og ég man að fréttin um lát þeirra kom mér og kollegum mínum ekki á óvart og enginn efaðist svo ég viti til um að þeir hefðu tekið sitt egið líf. Vinnubrögð lögreglunnar eru hins vegar ámælisverð og að rannsóknargögnum um málið hafi verið haldið frá aðstandendum mannanna er óskiljanlegt.
Svo virðist sem margir gangi út frá því sem vísu að dauði mannanna hafi borið að með öðrum hætti en sjálfsvígi og telja jafnvel að lögreglan hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Ég skil ekki hvernig fólk getur komist að síkri niðurstöðu. En einhver handvömm hefur greinilega átt sér stað við rannsókn málsins og það réttlætir að sjálfsögðu að málið sé skoðað á ný. En það er einkennilegt að gefa sér það fyrirfram að niðurstaða úr rannsókn nú, verði önnur en úr þeirri fyrri.
Það verður athyglisvert að fylgjast með framvindu málsins og ég vona að aðstandendur mannanna verður sáttir að þeirri vinnu lokinni. Það er ástæða til að hrósa fólkinu fyrir að gefast ekki upp allan þennan tíma og það er skömm að því að fólkið skuli hafa þurft að þjást vegna málsins. Nógur er harmleikurinn samt.
Andlátið skoðað aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946001
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Svona lítur áhöfnin út á nýju " RÍKIS-SKÚTUNNI"; hvort sem að fólk sé með eða á móti þessarri ríkisststjórn:
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
Athugasemdir
Ég veit lítið um þetta mál og ætla því ekki að fullyrða um hvað gerðist. Það sem ég hef þó lesið er að það var breitt yfir þá eða bílinn. Það gerir dauður maður ekki. Þar fyrir utan, ef þeir voru í bullandi neyslu, er ekki líklegt að þetta hafi verið uppgjör? Þeir hafi skuldað dílernum og hann misst þolinmæðina?
Sjáum hvað löggan finnur út úr þessu.
Villi Asgeirsson, 14.3.2009 kl. 20:28
Jú, það er alveg möguleiki
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.