Ég fékk þennan póst í dag og ég held að þetta sé einhver flökkusaga. Pósturinn var svona:
Vegna þvílíks óhugs þá varð ég að koma þessu á framfæri til ykkar sem kaupið nammi í nammibörum...
Þannig er mál með vexti að maður einn sem verður ekki nafngreyndur hér fór með börn sín 2 í nammiland í Hagkaup verslun einni. Þau stóðu í hópnum með öllu hinu fólkinu sem var að troða sælgæti í poka.Þau fylltu einn poka af nammi og fóru með heim. Þegar heim var komið sturtaði maðurinn namminu í stóra skál, en um leið og hann gerði það sá hann eitthvað furðulegt......Þegar hann fór að skoða betur í skálina sá hann hreyfingu á namminu og rótaði í því og sá þá litla maðka í namminu!!! Þessir maðkar sem voru/er kallaður "Njálgur" í okkar máli.
Þannig að allir sem við koma nammibarnum allt frá litlum slef börnum og upp í fullorðið fólk, sama hvort þau snerti ekki nammið (það eru samt ekki allir sem nota skóflurnar) Þá eru þeir sem eru með njálg og oftast börn, klóra sér í rassinn og fara svo með hendurnar beint ofan í dallana til að fá sér nammi.Við ættum því að hugsa okkur um áður en við verslum í svona börum. Þú veist aldrei hver hefur verið þarna á undan þér og sama hvort þú trúir því eða ekki þá eru ekki allir jafn snyrtilegir og þú. Sumir þvo sér aldrei t.d. eftir klósettferðir og þá er bara að hugsa hvað er sá einstaklingur búinn að vera að meðhöndla með höndunum???Ég vona að þú hugsir þig vel um.
Endilega láttu alla vita sem þér þykir vænt um og ekki hika við það. Maðurinn sem í þessu lenti fór með pokann aftur í verslun Hagkaups þar sem honum var mútað með peningum til þess að þegja yfir þessu..,.En hver segir ekki öllum sínum nánustu frá þessu til þess að þeir lendi ekki í því sama.Það var gert fyrir mig og þess vegna geri ég þetta fyrir þig og þú hugsar um þína.
Bestu kveðjurNAMMILAND!!!!
Engin kvörtun um maðka í nammibar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Auj bara aujbara ullabjakk.
Offari, 12.3.2009 kl. 13:43
Hvað er verið að kvarta - njálgurinn var örugglega það hollasta sem var í þessari skál!
Texi Everto, 12.3.2009 kl. 14:14
Hvort sem fólk hefur séð orma í sælgætisskálinni eða ekki, þá er allavega mjög ólíklegt að um njálg sé að ræða. Egg njálgsins geta sest á hendur og undir neglur en þau klekjast ekki út í sælgætisbarnum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 14:22
Fyrir utan það að þeir lifa ekki utan líkamans....
Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 14:25
Nú byrjar neðanjarðarstríð "Haturshóps Hagkaupa og Bónuss".
Það er svo auðvelt og ódýrt að koma með svona nafnlausar dylgjur.
Þar að auki hafa þær Eva "norn" Hauksdóttir (formaður hatursfélagsins) og Rakel Guðmundsdóttir rétt fyrir sér, Njálgur lifir ekki utan líkamans, heldur aðeins í neðsta hluta meltingarfæranna (görnunum).
Þetta er hreinn atvinnurógur.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 12.3.2009 kl. 14:40
Já, sammála ykkur. Illar hvatir á bak við þessa gróusögu, held ég
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.