Aukning ferðamanna til Íslands utan háannatíma er gleðiefni, en að þjónusta þá á hinum hefðbundnu stöðum eins við Geysi, Gullfoss og víðar, virðist ekki borga sig. Þeir sem eru með verslunar og veitingarekstur á þessum stöðum, hljóta að vera dómbærastir á það hvað raunhæft er að gera á veturna. Þeir sem hvað fjálglegast tala um hina miklu möguleika okkar ferðamannaiðnaði, tala oft af þekkingarleysi um hvernig þjónustu þarf að inna af hendi svo vel sé og hvað hún kostar.
Markaðssetning okkar í ferðamennsku á veturna á ekki að vera í því að skoða staði eins og Gullfoss og Geysi, heldur frekar í menningar og skemmtanalífi, skíðaferðum og e.t.v. jöklaferðum, sem þó er ekki raunhæft yfir háveturinn. Sumir vilja "selja" snjóinn, kuldan og myrkrið og benda á Lappland, þar sem vel hefur tekist til við að markaðssetja slíkt þar. Vandamálið við Ísland er hins vegar það, að ekki er hægt að ganga að þessu vísu hér, nema myrkrinu, það klikkar ekki. En fólk sem bókar far til Íslands með einhverjum fyrirvara, gæti orðið fyrir verulegum vonbrigðum ef það vill snjó og kulda.
Aðgengi við Geysi ábótavant? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
Athugasemdir
Mér finnst þú sýna mikið þekkingarleysi á þessum málum.
Lengi hefur verið ágreiningur um hver beri ábyrgð á Geysissvæðinu hver vísar á annan endahefur Geysisvæðið gengið kaupum og sölum. Kannski gott dæmi um einkavæðinguna þegar enginn vill taka á sig skyldur.
Orðið ferðamannaiðnaður er eins og e-ð sem snýr að framleiðslu eins og áliðnaði. Þetta orð er merkingarleysa enda er ekki unnt að framleiða ferðamenn nema ef vera skyldi ef það væri hugsað t.d. eins og tindáta. Þessi starfsemi nefnist ferðaþjónusta og hefur það hugtaklengi verið notað.
Réttara væri að ræða um fjölgun ferðamanna fremur en aukingu þeirra.
Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en hefur þurft að sæta afarkostum vegna velvildar stjórnvalda fyrir stóriðjunni á undanförnum árum. Allt bendir til að á næstu árum verði meiri arðsemi af fjallagrasatínslu en áliðnaði alla vega á Austfjörðum. Við þessu var lengi varað en illa hlustað.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2009 kl. 16:13
Takk fyrir leiðréttinguna á skilgreiningu á "ferðamannaiðnaðinum", en þetta er auðvitað aukaatriði hjá þér og bara orðhengilsháttur. Í erlendum málum er talað um "travel industry".
-
Þið vinstrimenn reynið í örvæntingu ykkar að réttlæta barnalegan málflutninginn í tilraunum til að fá illa upplýst fólk til fylgilags við öfgakennda og út úr kú umhverfisvernd, með því að segja þvert ofan í staðreyndir að álverið á Reyðarfirði hafi verið mistök. "Allt bendir til að á næstu árum verði meiri arðsemi af fjallagrasatínslu en áliðnaði alla vega á Austfjörðum. Við þessu var lengi varað en illa hlustað".
-
Það er ekkert nema sorglegt að fullorðið fólk láti svona bull út úr sér. Ef þú þekkir til hér eystra, bæði fyrir og eftir framkvæmdirnar, þá ertu beinlínis óheiðarlegur, en ég ætla að gefa mér það að þú þekkir ekkert til hér.
-
En þetta með "ferðamannaiðnaðinn" , þá er það lausn vinstrimanna að hið opinbera sjái um þjónustu við staðina í stað þess að þeir haldi henni sjálfir uppi. Útgjöld, styrkir o.þ.u.l. eru ykkar ær og kýr.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2009 kl. 17:09
Gunnar: flettu upp á orðinu industry. Þar koma fram ýmsar merkingar, iðnaður er aðeins ein merkingin.
Að ræða um barnalegan málflutning okkar vinstri manna finnst mér vera hjákátlegt. Þið Austfirðingar hafið setið uppi með stjórnmálamenn sem einblíndu um of á aðeins eina tegund atvinnusköpunar, tengdri eyðingu á ýmsum stórkostlegum möguleikum. En það mátti ekki bíða, það var ekið beint af augum út í bjartsýnina að þetta GÆTI lukkast. Nú má ekki ræða lengur við Landsvirkjun um bætur til handa landeigendum.
Af hverju voru jarðirnar við Lagarfljót ekki markaðssettar rétt eins og jarðirnar í SKorradal? Með því að opna íbúum í Evrópu möguleika á að kaupa eða leigja spildur, hefði verið unnt að leggja mun traustari grunn að ýmiskonar þjónustu sem og almennri ferðaþjónustu. Nú er þetta fjarlægari möguleiki, því miður.
Mér finnst það vera mikil málefnafátækt að núa mér um nasir að vera óheiðarlegur eins og þú virðist hafa háttinn á þegar einhver kemur með rök sem þú átt í erfiðleikum með að andmæla. Kárahnjúkavirkun var því miður örlagarík mistök. Allir voru varaðir við en þeir sem réðu ferðinni, vildu ei hlusta.
Kv.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2009 kl. 17:23
Varaðir við hverju? Að þetta væri stórkostlegt tækifæri fyrir íbúa á Mið-Austurlandi til þess að búa áfram á svæðinu? Að búa við betra þjónustustig? Að fyrir hendi séu orðnar hagkvæmari rekstrareiningar í allri opinberri þjónustu á svæðinu? Að fallvatnið sé nýtt á nóttu sem degi, allan ársins hring og skapi gjaldeyri til þjóðarbúsins? Að þetta skapi 400 störf í hátækniiðnaði, þar af fyrir 100 háskólamenntaða einstaklinga á svæðinu? Að þetta skapi önnur 700 störf, víðsvegar um landið, þó mest á Mið-Austurlandi? Að íbúðarverð á svæðinu náði loksins í það að verða raunvirði og losaði fólk úr átthagafjötrum og gaf þvó kost á að breyta til og flytja annað? Gaf nýmenntuðu umgu fólki kost á aðbúa á landsbyggðinni og nýta menntun sína? Gaf brottfluttum af svæðinu tækifæri til að snúa til baka og nýta menntun sína í sinni heimabyggð?
-
Var það þetta sem þið vöruðuð við?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2009 kl. 17:32
Það er helvíti kalt til að týna fjallagrös núna...
Hafliði Hinriksson, 11.3.2009 kl. 20:00
Hvað eru margar íbúðir óseldar á Austurlandi ?
Daus (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:30
Ég hef nú ekki tölu á því, en þær eru alltof margar bæði á Reyðarfirði og á Egilsstöðum, því miður
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2009 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.