Í okkar litla þjóðfélagi eru allskyns tengsl óhjákvæmileg. Nú er svo komið að ef einhver hefur átt hlutabréf, sérstaklega í bönkunum og er jafnframt innvinklaður í stjórnmál af einhverju tagi, þá vakna umsvifalaust grunsemdir um spillingu. Sennilega er oftast ekki um neitt slíkt að ræða en þrátt fyrir það er óheppilegt að fólk í framboði til Alþingis lendi í slíkri umræðu.
Í DV.is í morgun var frétt með fyrirsögninni "Tryggvi fékk 300 milljóna kúlulán " og Tryggvi Þór Herbertsson staðfesti fréttina. Tryggvi útskýrir síðan málið á nýrri bloggsíðu sinni, sjá HÉR . Einnig er viðtal við Tryggva í Síðdegisútvarpi Rásar 2 eftir fréttir kl. 16.00 og hægt er að heyra á vefnum.
Hver og einn verður að gera upp við sig hvort hann trúir og treystir þeim sem eru í framboði. Þegar ég las fréttina fyrst þá hafði ég ekki heyrt neinar útskýringar á málunum frá Tryggva og ég játa það að mér þótti þetta slæm frétt þar sem ég hafði hugsað mér að styðja hann til 2. sætis í prófkjöri flokksins, en eftir lestur á bloggi hans og viðtalið á Rás 2, þá get ég ekki annað séð en að maðurinn sé traustsins verður. Hann er með hreint borð í dag og það hlýtur að vera aðalatriðið. En þá vaknar e.t.v. önnur spurning hjá sumu fólki, en hún snýst um vina og ættartengsl.
Hversu langt getur tortryggnin gengið? Eru kannski allir málsmetandi menn vanhæfir í íslenskri pólitík? Mér finnst það frekar langsótt.
Heimasíða Tryggva er hér: http://www.tryggvithor.is/Gagnrýnir fámenna rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.3.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
Athugasemdir
Með hreint borð hver segir það? er þetta ekki akkúrat það sem er málið
menn fá lán en þurfa svo ekki að borga til baka
þetta er ég ekki að kaupa
Guðmundur Fr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.