Skoðanakönnun fyrst?

steingrimurj"...vill ekki svara því hvort þeir greiði atkvæði gegn honum" (samningnum)

Samfylkingin athugar skoðanakannanir áður en hún tekur afstöðu til mála. Því skyldi VG ekki gera það líka? Það eru jú kosningar handan við hornið.


mbl.is Steingrímur á móti Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst eðlilegt að stjórnmálaflokkar  fari eftir skoðanakönnunum um umdeild mál þegar afstaða er tekin. Það er alltaf gott að vita hvað vinnuveitendur vilja áður en ákvörðun er tekin.

Offari, 6.3.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það á að heita að stjórnmálaflokkar hafi stefnu og markmið. Það er óábyrgt að hlaupa frá slíku í miðju kafi. Almenningsálitið sveiflast stundum til vegna einnar fréttar eða upplýsingar sem kannski eru ekki alveg á rökum reistar. -

VG hefur þá stefnu að vera á móti stóriðju og virkjunum. Atkvæði þeirra á Alþingi um þau mál hljóta að verða í samræmi við það ef þeir eru heiðarlegir. Annað er populismi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Offari

Þú verður að viðurkenna að aðstæður hafa breyst síðan þessir menn voru kosnir á þing. Því hafa stóriðjuandstæðingar ekki lengur efni á að hafna stóriðjum þegar ljóst er að sigla þarf skútuni upp úr lægðini.

Því tel ég ekkert óeðlilegt að VG gefi eftir vegna óstandsins. Það er ekki bara almennigsálitið sem sveiflast heldur líka heimsástandið. Ég tel að þeir flokkar sem geta aðlagast þessu óstandi séu betur færir um að stjórna en þeir sem eru stýfir í trúni þrátt fyrir að ljóst er að sú stefna virkar ekki.

Offari, 6.3.2009 kl. 14:29

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steingrímur segir reyndar að afstaða sín og síns flokks hafi ekki breyst og að þeir sé á móti Helguvík. Þetta er bara spurning hvort flokkurin ÞORI að greiða atkvæði gegn þessu svona rétt fyrir kosningar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Offari

Þú sást hvernig hann spilaði sig útúr hvalveiðini. Maðurinn er óvitlaus og kann allveg að kenna öðrum um ef hann þarf að taka ákvarðanir á móti sinni stefnu.

Offari, 6.3.2009 kl. 15:19

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er rétt, en þetta er stærra og heitara mál held ég

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband