Geir H. Haarde, formaður Sjáfstæðisflokksins, heiðraði Reyðfirðinga með nærveru sinni í morgun. Hann hélt fund á Fjarðahóteli kl. 10 í morgun og átti hann mjög gott spjall við fundarmenn. Inga Jóna, eiginkona hans var með í för og var þetta nokkurskonar kveðjufundur þeirra hjóna, en þau eru á yfirferð um landið þessa dagana.
Hér er Geir á fundinum í morgun, ásamt Guðmundi Skarphéðinnssyni, formanni kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð-Austur kjördæmi.
Þess má geta að Sigmundur Ernir Rúnarsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í kjördæminu, mætti í "Samma-kaffi" í söluskála Olís á Reyðarfirði, snemma í morgun. Hann mun vera á kosningaferðalagi hér eystra vegna framboðs síns. Við áttu skemmtilegt spjall við kauða, en ég er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því fyrirfram, að í "Samma-kaffi" er hann mættur í eitt almesta íhaldsbæli kjördæmisins, a.m.k. á Austfjörðum . Í góðvild okkar sögðum við honum þó frá því, eftir klukkutíma spjall.
Hann var á leið í álverið til að kynna sig og sín sjónarmið. Vonandi fannst honum tíma sínum ekki kastað á glæ hjá okkur íhaldsskörfunum . Nei... ég held ekki, þetta var örugglega fróðlegt fyrir hann og örugglega minni tímaeyðsla en víða annarsstaðar. Eitt get ég fullyrt eftir spjallið við hann.... VG er ekki hátt skrifað hjá honum.
Hér var ekki hörð frjálshyggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.3.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
Athugasemdir
( Eitt get ég fullyrt eftir spjallið við hann.... VG er ekki hátt skrifað hjá honum.)
Þarftu ekki að gera betur grein fyrir þessari niðurstöðu Gunnar ?
hilmar jónsson, 3.3.2009 kl. 18:38
Aftur missti ég af atburðum sjálfstæðisflokksins. Eru þessir fundir ekkert auglýstir? fá bara flokksbundir boðskort? Ég hefði viljað fá að þakka Geir fyrir störf sín.
Offari, 3.3.2009 kl. 19:30
Hilmar! þetta þarfnast ekki greinargerðar. Á kosningabaráttumáli þýðir það að GHH hefi mestar áhyggjur af vexti VG.
Hlédís, 3.3.2009 kl. 20:28
Offari, undurinn með Geir var ekki auglýstur sérstaklega held ég, nema þeir sem eru á póstlista hjá flokknum fengu tölvupóst. Annars eru allir velkomnir held ég, a.m.k. er ekki krafist flokksskírteinis við innganginn
-
Hlédís, Geir nefndi ekki áhyggjur af vexti VG. Hann lýsti hinsvegar, ásamt mörgu öðru, afglöpum Gylfa Magnússonar, núverandi viðskiptaráðherra í upphafi bankahrunsins, þar sem einstaklingur tapaði aleigu sinni vegna orða hans. Ég mun e.t.v. blogga um það síðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 00:53
Hilmar, Sigmundur Ernir hefur svipaða afstöðu til VG og þeir sem þola þá síst, m.a. vegna öfgafullrar afstöðu þeirra til umhverfismála og andstöðu við stóriðju.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.