Geir H. Haarde, formaður Sjáfstæðisflokksins, heiðraði Reyðfirðinga með nærveru sinni í morgun. Hann hélt fund á Fjarðahóteli kl. 10 í morgun og átti hann mjög gott spjall við fundarmenn. Inga Jóna, eiginkona hans var með í för og var þetta nokkurskonar kveðjufundur þeirra hjóna, en þau eru á yfirferð um landið þessa dagana.
Hér er Geir á fundinum í morgun, ásamt Guðmundi Skarphéðinnssyni, formanni kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð-Austur kjördæmi.
Þess má geta að Sigmundur Ernir Rúnarsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í kjördæminu, mætti í "Samma-kaffi" í söluskála Olís á Reyðarfirði, snemma í morgun. Hann mun vera á kosningaferðalagi hér eystra vegna framboðs síns. Við áttu skemmtilegt spjall við kauða, en ég er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því fyrirfram, að í "Samma-kaffi" er hann mættur í eitt almesta íhaldsbæli kjördæmisins, a.m.k. á Austfjörðum . Í góðvild okkar sögðum við honum þó frá því, eftir klukkutíma spjall.
Hann var á leið í álverið til að kynna sig og sín sjónarmið. Vonandi fannst honum tíma sínum ekki kastað á glæ hjá okkur íhaldsskörfunum . Nei... ég held ekki, þetta var örugglega fróðlegt fyrir hann og örugglega minni tímaeyðsla en víða annarsstaðar.
Eitt get ég fullyrt eftir spjallið við hann.... VG er ekki hátt skrifað hjá honum.
![]() |
Hér var ekki hörð frjálshyggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.3.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 946720
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Opin fyrir inngöngu
- Staða íslenskunnar: Tími til aðgerða er runninn upp!
- Meðan íslenskir ráðamenn þegja ...
- Ómetanlegur fréttaflutningur.
- Evrópusambandið læknar öll sár
- HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ FRÉTTA AF ÞESSU "FÆRANLEGA" SJÚKRAHÚSI, SEM VAR "GEFIÐ" TIL ÚKRAÍNU????
- Allt kyrrt á austurvígstöðvunum?
- Kristrún, Þorgerður og Inga eru allar sekar um glæpsamlegt aðgerðarleysi.
- Herratíska : FENDI í haust og vetur 2025 26
- Spuni vegna Ásthildar Lóu
Athugasemdir
( Eitt get ég fullyrt eftir spjallið við hann.... VG er ekki hátt skrifað hjá honum.)
Þarftu ekki að gera betur grein fyrir þessari niðurstöðu Gunnar ?
hilmar jónsson, 3.3.2009 kl. 18:38
Aftur missti ég af atburðum sjálfstæðisflokksins. Eru þessir fundir ekkert auglýstir? fá bara flokksbundir boðskort? Ég hefði viljað fá að þakka Geir fyrir störf sín.
Offari, 3.3.2009 kl. 19:30
Hilmar! þetta þarfnast ekki greinargerðar. Á kosningabaráttumáli þýðir það að GHH hefi mestar áhyggjur af vexti VG.
Hlédís, 3.3.2009 kl. 20:28
Offari, undurinn með Geir var ekki auglýstur sérstaklega held ég, nema þeir sem eru á póstlista hjá flokknum fengu tölvupóst. Annars eru allir velkomnir held ég, a.m.k. er ekki krafist flokksskírteinis við innganginn
-
Hlédís, Geir nefndi ekki áhyggjur af vexti VG. Hann lýsti hinsvegar, ásamt mörgu öðru, afglöpum Gylfa Magnússonar, núverandi viðskiptaráðherra í upphafi bankahrunsins, þar sem einstaklingur tapaði aleigu sinni vegna orða hans. Ég mun e.t.v. blogga um það síðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 00:53
Hilmar, Sigmundur Ernir hefur svipaða afstöðu til VG og þeir sem þola þá síst, m.a. vegna öfgafullrar afstöðu þeirra til umhverfismála og andstöðu við stóriðju.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.