Milli kl. 8 og 9 á morgnanna, hafa nokkrir Sjálfstæðismenn hist reglulega í nokkur ár yfir kaffibolla í söluskála Olís hér á Reyðarfirði. Það má eiginlega segja þetta sé heiti potturinn okkar. Þarna verða oft hressilegar umræður og fólk úr öðrum flokkum er einnig fastir gestir, enda allir velkomnir. Þessi menningarlega samkoma hefur verið kölluð "Sammakaffi", í höfuð umboðsmanns Olís hérna, Samúels Sigurðssonar, sem er góður og gegn Sálfstæðismaður. Fasti kjarninn sem mætir er 5-10 manns en í morgun kom gestur sem ekki hefur áður verið í kaffinu, nefnilega Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrv. ráðgjafi Geirs H. Haarde í efnahagsmálum.
Tryggvi býður sig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæmi okkar, Norð-Austurkjördæmi. Þegar ég sá það á Mbl.is um daginn að Tryggvi Þór biði sig fram, velti ég vöngum yfir meintum samastarfsörðugleikum hans við Geir Haarde, því eins og margir vita slitnaði upp úr samstarfi þeirra skömmu fyrir stjórnarslitin. Ég taldi að kjósendur Sjálfstæðisflokksins þyrftu að vera upplýstir um ágreining formanns flokksins og Tryggva, en fréttir af því hafa verið nokkuð mísvísandi, allt frá því að um eitt mál hafi verið að ræða og upp í víðtækan skoðanaágreining.
Tryggvi upplýsti okkur um það að samband hans við Geir væri með ágætum og þeir hittust og/eða hefðu samband reglulega. Stjórnarherrarnir leita að sjálfsögðu álits margra sérfræðinga á málum og Tryggva fannst sem sjónarmið hans hlytu ekki nægjanlegan hljómgrunn hjá Forsætisráðherra og fannst því réttast að samstarfi þeirra hvað þetta varðaði lyki, enda varð svo með fullri sátt beggja aðila.
Tryggvi Þór kemur mjög vel fyrir, svona auglitis til auglitis. Hann hefur þægilega nærveru og virkar mjög alþýðlegur og talar skýrt og einfalt mál. Hann er svona "strákurinn í næsta húsi", og auðvelt virðist að nálgast hann en er ekki persónulega fjarlægur eins og títt er um suma stjórnmálamenn. Maður fær það á tilfinninguna að hægt sé að tala við Tryggva um hvað sem er. Tryggvi er Norðfirðingur og ólst þar upp til 18 ára aldurs og eiginkona hans er Eskifirðingur.
Eftir þessi stuttu kynni við hann í morgun, óx hann mikið í áliti hjá mér og ég gæti vel hugsað mér að styðja hann til 2. sætis á lista okkar Sjálfstæðismanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.2.2009 (breytt kl. 10:57) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 946010
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Ég hef hingað til verið lítið hrifinn af Tryggva en það má vel stafa af þekkingarleysi á manninum. Ég vissi ekkert af þessum morgunfundum ykkar það má vel vera að ég kíki á ykkur þótt trú mín á íhaldið hafi minnkað í kreppuni hef ég ekkert fundið neitt annað í staðin til að trúa á.
Offari, 26.2.2009 kl. 11:06
Sjálfur mæti ég ekki oft, reyndar sárasjaldan, en þetta getur verið mjög gaman. Já, ég segi nú eiginlega sama um Tryggva, eða var svona hvorki/né gagnvart honum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 15:44
Mér finnst alltaf fyndið þegar að menn sem búa ekki á stöðunum bjóða sig fram frá þeim stöðum
Einar Bragi Bragason., 27.2.2009 kl. 11:04
Við Austfirðingarnir eigum að flykkja okkur um Jens Garðar í annað sætið
Guðmundur Fr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:03
Býður Jens sig fram í 2. sætið? Var ekki búinn að heyra um neitt ákveðið sæti sem hann sæktist eftir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 14:40
Það má nú ekki merkja þetta kaffi Sjálfstæðismönnum... Þarna eru allra flokka kvikindi á flestum dögum, þó svo að í upphafi hafi þetta verið einræður þeirra Hrútavina Samma og Ásmundar...
en tryggvi kom ágætlega fyrir, því er ég sammála, og ég hef nú alltaf haft svolítið álit á honum í gegnum tíðina.
En svona til að upplýsa ykkur þá býður Jens sig fram í fjórða sæti...
Eiður Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 00:18
Nokkuð til í þessu hjá þér, Eiður, en Sammi er auðvitað Sjálfstæðismaður. Það er gama að þessu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.