Pólitísku dagarnir taldir?

c_documents_and_settings_gisli_my_documents_my_pictures_ihald_is_myndir_isgÉg spái því að ISG dragi sig út úr pólitík. Kyndillinn sem hún tók úr hendi Össurar Skarphéðinnssonar er varla nema grútartýra í dag. Kannski er framboð Jóns Baldvins einhver teikn um fráfall hennar úr pólitík.

Stjarna ISG skein skært á borgarstjóraárum hennar en hringlandahátturinn varðandi landsmálapólitíkina skaðaði hana mikið og hún hefur ekki borið barr sitt síðan sem stjórnmálamaður. Landsmálin eru ekki hennar tebolli.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kynnir áform sín síðar í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Án þess að ég þekki neitt til þá geri ég ráð fyrir að þú hafir rétt fyrir þér.

Kosningar verða hér eftir tvo mánuði. Ætli ISG að vera með í þeim þá þarf hún að koma inn í þá baráttu að fullu innan nokkurra daga. Prófkjör í Samfylkingunni í aðdraganda þeirra geta ekki beðið og samstarfsmenn hennar verða að fá svör hvort hún hafi heilsu til að standa í forystu í flokknum í prófkjöri, kosningum, samningum um myndun ríkisstjórnar og hugsanlega taka sæti í næstu ríkisstjórn sem ráðherra.

Þetta er bara þannig pakki að okkur fullfrískum köllunum mundi þykja nóg um.

Eftir þrjá heilauppskurði á fjórum mánuðum get ég ekki ímyndað mér annað en læknar hennar og fjölskylda leggi að henni að taka það rólega næstu misserin og ná heilsu. Takist það þá er henni í lófa lagið að snúa sér aftur að pólitík og koma inn að fjórum árum liðnum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér Friðrik, nema ég held hún eigi ekki afturkvæmt í formanninn

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 18:24

3 Smámynd: Offari

Er ekki hægt að gera hana að seðlabankastjóra?  Ingibjörg stóð sig vel sem borgarstjóri og mér fannst hún koma sterk rétt eftir bankahrunið. Veikindi hennar eiga eflaust einhvern þátt í að ekki tókst henni að halda flokknum saman. En mér þótti misnotkun hennar á óstandinu til að reyna að þvinga Sjálfstæðisflokkinn í ESB aðild vera ógeðfeldar.

Offari, 25.2.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hún var aldrei borgarstjóri nema að nafninu til. Frekar blaðafulltrúi. Alfreð var hinn sanni borgarstjóri og réði og stjórnaði R-listanum.

Víðir Benediktsson, 25.2.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjööög ógeðfeldar, svo ekki sé meira sagt, Offari.

Já, Víðir, það er sennilega meiri sannleikur í þessu hjá þér en margur vill viðurkenna. Karlinn er ótrúlega útsmoginn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband