Hver er að nota hvern?

Vinstrimenn eru æfir yfir því að framsókn samþykkir ekki allt möglunarlaust sem frá þeim kemur. Bjuggust þeir virkilega við því? Ætluðu VG og Samfylkingin að fara sínu fram óáreitt, þessar vikur fram að kosningum?

Sumir hrópa og kalla í vandlætingu sinni og segja að framsóknarmenn haldi ríkisstjórninni í einhverjum heljargreipum. Þessi ríkisstjórn ER minnihlutastjórn og hún mun sitja fram í apríllok. Þessi ríkisstjórn á ekki að taka umdeildar ákvarðanir á þessum tíma, hennar hlutverk er að halda í horfinu fram að kosningum. Að loknum kosningum verður VG eða Samfylkingin í stjórnarandstöðu, eða báðir flokkarnir.....eins og venjulega.


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Þú ert semsagt fullkomlega sáttur við hrunið þjóðfélag? Ert þú enn í vinnu? Ert þú að missa húsnæðið? Gott að vita hverjir grafa hausinn í sandinn. Á ekki bara að hafa sama ástandið, bara Íhaldið og fylgifiskar haldi völdum? HVAÐ ER AÐ?

Davíð Löve., 23.2.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: ÖSSI

Kæri Davíð...hvað eru núverandi stjórnvöld að gera til að hjálpa þeim sem þannig er um eins og þú lýsir?

Ef núverandi stjórnvöld halda það að allt leysist við það eitt að Davíð víki úr Seðlabankanum þá er það mikill misskilningur. Það sem mun gerast er að heilög Jóhanna mun þá bara skipa annan mann sem er í hennar flokki og þá mun pólitíkin endanlega ráða ríkjum í bankanum og ekki tel ég það vera til bóta...

Því miður virðumst við vera í töluvert verri stöðu eftir að Samfylking og VG tóku við.

ÖSSI, 23.2.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Heyr heyr, Gunnar. Þetta er nákvæmlega mín skoðun, ég hef bloggað um nákvæmlega sama efni og kallaði yfir mig heilmikla gagnrýni og reiði frá vinstrisinnuðum bloggurum. Gott að hitta á fólk sem sér í gegnum þessa minnihlutastjórn og skilur hlutverk hennar. Ég mun lesa þig aftur !!

Sammála þér líka, Össi!

Lilja G. Bolladóttir, 23.2.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Davíð, ég þekki engan sem er sáttur við ástandið, en ég þekki mjög marga sem treysta ekki vinstriflokkunum til að leiða þjóðina á betri veg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 18:27

5 identicon

Já sæll, Gunnar.

Yfir hverjum fjáranum ertu að blogga alltaf?

Ertu núna brjálaður yfir því að NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN kvarti yfir því að minnihlutastjórn standi í vegi fyrir breytingum í seðlabanka.

Þvílikur hroki í þér að skrifa "Bjuggust þeir virkilega við því".

Lilja, heldurðu að allir sem gagnrýna séu "vinnstri sinnaðir"?

Í minni fjölskyldu eru 90% sjálfstæðismenn en ég er með sjálfstæða hugsun og er ekki heilaþveginn og fyrir stuttu þegar ég var einhvað að gagnrýna xD þá kom það frá pabba að ég ætti bara næst að kjósa framsókn því samkvæmt því sem hann hafði heyrt frá yngva hrafni væri sigmundur næsti snillingurinn og við yrðum að kjósa hann næst og svo væri flott að fá BB sem forsetisráðherra.þetta er dæmi um heilaþvott.

En annars ertu að halda því fram að framsókn sé ekki að TEFJA þetta mál?

Hættu þessu helvítis kjaftæði Gunnar!!

Hermann (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 18:39

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Snýst þetta ekki um 2-3 daga eða þar til þessi skýrsla kemur? Himinn og jörð ferst varla á meðan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 00:20

7 Smámynd: Benedikta E

Sæll Gunnar.Annað finnst Jóhönnu - þú sérð og heyrir að hún getur ekkert gert annað en lifa og hrærast í seðlabankanum - og Davíð Oddsyni - þegar hún er búin að koma Davíð út úr seðlabankanum - ÞÁ - getur hún farið að hugsa um loforðin sem hún gaf þjóðinni - ekki fyrr - það er allt á "hóld" hjá Samfylkingunni - nákvæmlega sama og í fyrra stjórnar"samstarfi" með Sjálfstæðisflokknum.

Óstarfhæf ríkisstjórn! - Samfylkingin hefur aldrei verið stjórntæk!

Benedikta E, 24.2.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband