Einhverntíma var talað um "Reyklaust Ísland" og "Fíkniefnalaust Ísland" og nú á að fara að tala um "Banaslysalaust Ísland" .
Er ekki eitthvað kolrangt við þessi slagorð? Slagorð eiga að vera trúverðug, því ef þau eru það ekki þá verður baráttuefnið ótrúverðugt. Ég tel að vissulega megi ná miklum árangri í ofangreindum baráttumálum, en allt tal um að við útrýmum hinu og þessu úr samfélaginu, er í besta falli óraunhæft, en í versta falli skaðlegt hinu mannlega samfélagi. Auk þess hafi markmið af þessu tagi haft tilhneigingu til að fara úr böndunum á ýmsa lund, ekki síst í kostnaðarlegu tilliti.
Bara bílbeltin ein, ef allir notuðu þau, alltaf, gerði það að verkum að banaslysum í umferðinni mynda fækka um 30%. Ef tekist hefði að stöðva drukknu ökumennina áður en þeir hófu sína hinstu för, þá hefði einnig mátt fækka banaslysum umtalsvert. Ef allir myndu virða umferðarlögin, þá yrðu engin banaslys, eða næstum aldrei. Fólk getur jú orðið bráðkvatt undir stýri og drepið aðra í leiðinni. En hversu raunhæft er að allir virði umferðarlögin? Við erum að tala um alla ökumenn á aldrinum 17-100+ ára, auk gangandi og hjólandi vegfarenda, sem geta verið á aldrinum niður í leikskólaaldur. Við erum að tala um að engin geri mistök, aldrei.
Ungir karl-ökumenn á aldrinum 17-19 ára, er mesti áhættuhópurinn hvað banaslys og alvarleg slys í umferðinni varðar. Hjá þeim er hraðakstur ofarlega á blaði ásamt ölvunarakstri. En aldraðir ökumenn eru einnig áhættuhópur. Athygli fólks og viðbragðsflýtir skerðist oft með aldrinum og fólki hættir til að gera mistök. Einnig geta sjúkdómar komið við sögu ökumanna, lyfjaneysla þeirra o.fl.
Það þarf að skerpa á öllum þáttum er varðar umferðaröryggi.
- Vegakerfið
- Umferðaráróður (auglýsingar)
- Umferðarfræðsla, almenn
- Endurmenntun/símenntun
- Fræðsla í grunnskólum
- Fræðsla meðal eldri borgara
- Lögregla
Það er heilmikið sem getur áunnist með markvissum vinnubrögðum, en þá þurfa markmiðin líka að vera skýr.
![]() |
Banaslysum í umferðinni verði útrýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | 20.2.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 947275
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Reginmisskilningur forsætisráðherra
- Alveg rétt.....
- Bóluefnin björguðu engum
- Könnun Útvarps sögu um fylgi flokka
- 4Chan myndi stjórna landinu betur
- Andlit embættismanna
- Í skjóli þagnar og lyga Hvernig ríkisstjórnin svíkur þjóðina
- Feluleikur Þorgerðar
- Snævar Óðinn Pálsson hjá nýstofnuðum samtökunum ERGI vill nauðgara í kvennafangelsi
- Hús dagsins: Leifshús
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Halla heimsækir Nýja Ísland
- Blaut tuska í andlitið á Íslendingum
- Linkind lögreglu rótgróið og landlægt vandamál
- Önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife
- Telur ekki langt í eldgos á Snæfellsnesi
- Gætu beitt ákvæðinu oftar
- Styttist í Þjóðhátíð: Veður er bara hugarástand
- Rannsókn hafin á stórfelldum eldsneytisþjófnaði
Erlent
- Viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef ekkert breytist
- Þetta er Sódóma og Gómorra Bandaríkjanna
- Fólk yfir sextugu má nú ganga í herinn
- Hvetur ríki til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu
- Dæmd fyrir að styðja Navalní og gagnrýna stríðið
- Hafi ætlað að fremja fjöldamorð á skrifstofum NFL
- Þetta var vísvitandi árás
- Gliðnun Skarfjellet á hættustig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.