Skuggahverfið er hverfið mitt

Skuggahverfið er hverfið mitt. Frá Arnarhóli í vestri, til Skúlagötuportsins í austri, fyrir austan Hlemm. Hallgrímskirkja var suðurpunkturinn. Ég átti heima á Lindargötu, skammt frá Bjarnaborg og Vitatorgi, á aldrinum 9-12 ára. Á þeim árum var lagður grunnur að ævilöngum vinaböndum nokkurra stráka í hverfinu sem fæddir voru 1958-1960. Þegar ég var 14-15 ára, flutti ég með foreldrum mínum á Klapparstíg, við horn Lindargötu. Í millitíðinni hafði ég átt heima á Seljavegi vestan lækjar og í Stóragerði, austan. En það aftraði mér ekki frá því að rækta vinaböndin við Skuggahverfisstrákana. Til þess voru almenningssamgöngutæki óspart notuð og oft var síðasti vagn að kveldi, heim tekinn.

regnbogahus_800x600

Ég gekk í Austurbæjarskóla í tæpa fjóra vetur. Þá voru að mig minnir hátt í þrjú þúsund nemendur í skólanum, sá lang fjölmennasti á landinu. Margir eftirminnilegir karakterar koma upp í hugann, en það er ekki síður karakter og aldur húsana á þessu svæði, sem gerir minningarnar frá þessum árum, ljúfsárari og angurværari en ella. Það var ekki tóm hamingja í öllum þessum húsum. Sum húsanna voru í alvarlegri niðurníðslu. Á þessum árum höfðu fleiri Reykvíkingar það skítt, heldur en í kreppunni í dag.

Á árunum í kringum 1970, fluttu margir úr hverfinu mínu í nýbyggðar blokkir í Breiðholti. Þeir urðu að "Breiðholtsvillingum".


mbl.is Klapparstígur endurnýjaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband