Ég hef sagt það lengi að Davíð og Seðlabankastjórnin öll átti að stíga til hliðar sjálfviljugur í október sl., þó ekki nema til þess að skapa vinnufrið í þjóðfélaginu. Ég hef líka verið þeirrar skoðunar að umdeildur stjórnmálamenn eru ekki heppilegir í áberandi embætti á vegum ríkisins. Gott dæmi um það er Forseti Íslands og Davíð.
Álitsgjafar Helgu Kristinar Einarsdottur , fréttaritara Bloomberg, virðast sérvaldir. Ekki virðist gerð tilraun til þess að fá álit annara en þeirra sem finnst viðbrögð Davíðs "neyðarleg".
Það sem er hins vegar miklu neyðarlegra í þessu máli, er bréf Jóhönnu til Davíðs og seðlabanastjórnarinnar. Það er einnig neyðarlegt að Forsætisráðherran skuli grípa til ósannsögli í fjölmiðlum varðand drátt Davíðs á að svara bréfinu, sem vel að merkja var sent heim til hans, en ekki á starfsstöðina, Seðlabankann. Jóhanna hvaðst undrandi á drætti svarsins á föstudaginn, vitandi að svars var ekki að vænta fyrr en eftir helgi. Það er skítalykt af þessu máli frá hendi Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ætti að skipta um nafn og kalla sig "Populistaflokkinn"
Ps. Eða bara "Popul-listinn"
Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.2.2009 (breytt kl. 13:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNNI"...
- Eldsvoðinn á Sævarhöfða: Brýnt að bæta aðstæður hjólhýsabúa
- Hálf saga um andóf gegn her
- Af hverju eiga Danir að ráða yfir Grænlandi??
- Jólatré í Belgíu
- Fleiri með eða á móti?
- Ef enginn vinnur neina heimavinnu ...
- Dugmikill þingmaður - ef "danglað" er í þá
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
Athugasemdir
Það eru allir á þeirri skoðun að Davíð eigi að víkja, nema fáeinir stjórnleysingjar, sem er skítsama um hag þjóðarinnar.
hilmar jónsson, 9.2.2009 kl. 12:46
Allir? Minnir mig á rök eins kunningja míns sem sagði alltaf við mig þegar við vorum ósammála. "Það er ekki bara ég sem segi það, það segja það allir", og þar með fannst honum hann hafa unnið rökræðuna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 12:58
flestir þá..
hilmar jónsson, 9.2.2009 kl. 13:01
Tja ekki ég, og reyndar fæstir sem ég þekki. En skv. málflutningi "flestra" Davíðshatara þá er ég og mitt fólk væntanlega vitleysingar að hafa ekki sömu skoðun...
Magga (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:32
Ég held reyndar að meirhluti sé fylgjandi því að Davíð fari. En ég stórefast um að meirihluti þjóðarinar kenni honum um að bankarnir nauðguðu kerfinu. Þáð má vel vera að kallinn hafi gert mistök en ég tel Davíð hafi alltaf haft hag þjóðarinar sem forgang í sinni stjórnartíð.
Offari, 9.2.2009 kl. 13:32
Sammála ykkur, Magga og Offari. Það gerðu örugglega margir mistök. Hver þau voru nákvæmlega og hverjir gerðu þau kemur væntanlega í ljós í nóvember þegar "Rannsóknarrétturinn" skilar niðurstöðum sínum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 13:37
Ég er nú sammála þessu með að Jóhnna hafi verið að flíta sér um of. Auðvita á seðlabankastjórnin að víkja en það þarf að fara rétt að hlutunum, og þar er hálgert fum og fát á þessu hjá Jóhönnu.
Bragi Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 13:40
Sá misskilningur virðist ríkjandi að bréf Jóhönnu hafi verið eitthvað annað en boð til Seðlabankastjóra um að þeir segi sjálfir af sér og taki þann þátt í að endurheimta traust á íslenskt fjármálakerfi. Væntanlega skipulagsbreyting á stjórn Seðlabankans nær því fyrirkomulagi sem tíðkast í flestum grannlöndum þjónar sama hlutverk.
Verri er þó sá misskilningur að afsögn jafngildi játningu á vanhæfi eða mistökum. Traust er mikilvægasta eignin í viðskiptum og þegar það er farið, verðskuldað eða óverðskuldað, þarf að endurvinna það. Hvorki Jónas Fr. Jónsson né Jón Sigurðsson hjá FME hafa játað á sig einhverjar stórkostlegar sakir en viku í þágu þjóðarhags. Þær þúsundir launafólks sem nú taka á sig launaskerðingu, skert starfshlutfall eða jafnvel atvinnumissi eru ekki sekar um að bera persónulega ábyrgð á vanda fyrirtækja sinna. En bera fórnirnar í þeirri von að atvinnulífið rétti af.
Í því samhengi verður það bæði fullkomlega ábyrgðarlaust og aumkunarvert af tveimur af þremur bankastjórum Seðlabankans að stefna hér leyfunum af trausti á efnahagsáætluninni í stórhættu að því er virðist eingöngu út frá eigin persónulegu hagsmunum. Það getur reynst venjulegu launafólki dýrt. Stundum verða menn að sjá út fyrir pólitísku gleraugun sín og ef ekki við núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum, hvenær þá?
Arnar (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:40
AGS treysti Seðlbankastjórninni og einnig þau lönd sem hafa gefið vilyrði fyrir lánum til okkar. Þessir aðilar hafa ekki lýst vantrausti á Davíð og co.
-
Björgvin G. rak stjórn FME, hún vék ekki í þágu þjóðarhags.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 16:03
Seðlabankalögin voru gerð með það að markmiði að auka sjálfstæði bankans, þess vegna eru ráðningar bankastjóranna tímasettar ,til þess að ( Jóhönnur landsins ) geti ekki rekið bankastjórana að geðþótta í einhverju illskukasti, svipuð starfsvernd gildir um nokkur önnur embætti til að auka sjálfstæði þeirra, ákvörðun Björgvins var með FME var nánast fáránleg þó ekki sé tekið annað fyrir en tímasetningin.
Magnús Jónsson, 9.2.2009 kl. 20:41
Sammála Magnús. Ef Björgvin hefði gert þetta, þó ekki hefði verið nema viku fyrr, þá hefði dæmið litið öðruvísi út, a.m.k. hvað hann sjálfan varðaði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.