Atvinnuleysisbætur

Nú veit ég ekki hversu háar upphæðirnar eru sem þessir listamenn fá á mánuði, en einhvernveginn finnst mér að þarna sé lag að spara í ríkisútgjöldum. List er lúxus á erfiðum tímum. Það mætti kannski borga einhverju af þessu liði sem nemur atvinnuleysisbótum. Ekki meira.

hallgrimur-helgasonHallgrímur Helgason er þarna á jötunni sé ég. Það var óhugnanlegt að sjá á honum geðveikis og heiftarsvipinn þegar hann barði bíl Forsætisráðherra að utan.


mbl.is Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já ritöfundar sem eru á móti sjálfstæðisflokknum eiga ekki skilið annað en atvinnuleysisbætur, og varla það..

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Vísa í kynningu þína á sjálfum þér, þar sem þú gerir orð Alberts Einstein að þínum.

Pistill þinn virðist í hróplegu ósamræmi við þann inngang!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 6.2.2009 kl. 18:00

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru langt í frá allir rithöfundar á móti Sjálfstæðisflokknum. Hvaðan hefurðu þetta Hilmar?

-

Alma. ég er ekki að gera orð Einsteins að mínum og þau eru ekki kynning á mér. Mér finnst þetta bara athyglisverð orð og vildi deila þeim með lesendum. Þú færð kynningu á mér með því að smella á myndina af mér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Rithöfundar SEM. Gunnar

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 18:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ráða Sjálfstæðismenn því hverjir fá listamannalaun og hversu mikið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 18:19

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Var ekki að tala um að sjállar réðu einu eða neinu.

Dæmigerður orðhengilsháttur í anda heimdallar er þetta hjá þér.

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 19:06

7 Smámynd: Rauða Ljónið

  . Listamannalaun eru rúmlega 267 þúsund krónur á mánuði.                             

Úr Launasjóði rithöfunda: Hallgrímur Helgason fær 3 ár eða 9,612,000 kr

Níu milljónir sexhundruð og tólfþúsund kr.


                                         


Rauða Ljónið, 6.2.2009 kl. 20:19

8 Smámynd: Jóhann Ágúst Hansen

Það hefur verið marg rannsakað og sýnt fram á að stuðningur við skapandi atvinnugreinar skilar meiru til samfélagsins en sem nemur þeim styrkjum eða ívilnunum sem veittar eru. Bendi í því sambandi t.d. á endurgreiðslu á vsk til kvikmyndaframleiðenda og styrk Reykjavíkurborgar og fleiri aðila til niðurgreiðslu vaxta á lánum til listaverkakaupa.

Upphrópanir eins og "Hallgrímur fær 9 milljónir" er smáborgaralegar og legg ég til að fólk kynni sér frekar hvort hlutirnir séu til gagns fyrir land og þjóð.

Jóhann Ágúst Hansen, 6.2.2009 kl. 21:03

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skapandi atvinnugreinar segirðu. Listamenn eru sannarlega skapandi, en eitthvað minnkar nú framlegðin þegar atvinnan er ríkisstyrkt. Múrari er líka skapandi og múrverk er atvinnugrein, .... hmmm.

-

Þegar ástandið er eins og það er, þá er nauðsynlegt að spara á ýmsum sviðum. Ég hefði haldið að sparnaður á listasviðinu væri sársaukaminni fyrir þjóðfélagið heldur en t.d. í heilbrigðiskerfinu. Samt virðast flestir átta sig á því að við verðum að spara þar einnig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 21:17

10 Smámynd: halkatla

ég held að ég sé loksins sammála þér um eitthvað Gunnar

halkatla, 6.2.2009 kl. 23:29

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hlaut að koma að því

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 23:51

12 Smámynd: Óðinn

Hey, er ekki afleidd störf af atvinnuleysi? Um að gera að henda sér í atvinnuleysið, á endanum mun Vinnumálastofnun einfaldlega ráða mannsafla úr þeim atvinnulausu! Búinn að redda þessu.

Óðinn, 7.2.2009 kl. 01:03

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar ástandið er eins og það er, þá er nauðsynlegt að spara á ýmsum sviðum. Ég hefði haldið að sparnaður á listasviðinu væri sársaukaminni fyrir þjóðfélagið heldur en t.d. í heilbrigðiskerfinu. Samt virðast flestir átta sig á því að við verðum að spara þar einnig.

Í upphafi skyldi endinn skoða. Forréttindi eru ólíðandi. Aldrei á setja lög sem gera ekki ráð fyrir kreppu.

Ríkissjóður á að fara í sameiginlegar framkvæmda þarfir þjóðarinnar allar.

 265 manna félagskapur getur borgað 1000 kr. á mánuði í sín áhugamál.

Ef ekki þá getur ríkissjóður það alls ekki?

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband