Hvalveiðar laða að ferðamenn

Getur verið að ferðamaður sé ekki sama og ferðamaður? Að vinstrimenn dragi ferðamenn í dilka og meti t.d. hvalaskoðunar og umhverfisverndarfólk meira en ríka Japana eða Ameríkana sem kæmu hingað til að skoða næturlífið í Reykjavík og Hvalstöðina í Hvalfirði, fremur en náttúruna?

Ef ég væri öfgafullur náttúruverndarsinni og hefði áhuga á að auka ferðamannastraum til Íslands, þá vildi ég frekar fá hingað þéttbýlis og næturlífsferðamenn, heldur en ferðamenn sem færu í jeppabílalestum á hálendið. Ég þarf varla að útskýra hvers vegna.

f_touristattrm_78ff706

Hvað vekur mesta athygli ferðamanna? Hvalaskoðun, eða "eittvað annað"?


mbl.is Hvalveiðar í sátt við ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn

Ég er svona tiltölulega hlutlaus þrátt fyrir það að starfa í ferðaþjónustu - það er ekki hægt að hvalveiðar "laði" að ferðamenn í dag því máttur vanans (sbr. John Stuart Mills í Frelsinu) er öllu yfirsterkari. Vesturlandabúar hafa nú haft þann vana að halda dýraverndarsinnum í umræðunni og hefur það neikvæð áhrif á "þjóðarvitund" þeirra þegar það er sett í samhengi við ákvörðunarstað ferðalags. Það að fleiri neiti að fara er algerlega ógerlegt að mæla því þrátt fyrir að ég hafi svarað ófáum yfirlýsingum um "hatur" í okkar garð, ferðaþjónustuaðila sjáðu til, þá er ekki hægt að ganga úr skugga um það að þau hefðu komið án hvalveiðanna.

 <br>

Einnig má benda á aukningu ferðaþjónustu síðustu ára - um 150% aukning í Janúar miðað við síðasta ár - og finnst mér mjög illa gert af svo mörgum blámönnum sem vilja tengja það á nokkurn hátt við að hvalveiðar "dragi" til sín túrista.  Það er móðgun við ferðaiðnaðinn því við vinnum ötult í landskynningu og ráðstefnum um allan heim, allt árið, og get ég sagt að forsenda samningaviðræðna við erlendra ferðaþjónustuaðila hefur hvalveiði aldrei borið til góma á jákvæðan hátt, þvert á móti.

<br>

Þannig að gerðu það, ekki láta eins og hvalveiðar bjargi öllu eða eyðileggi allt - þetta hefur þó áhrif en þau eru svo óræð að ekki er hægt að mæla það með nútímaaðferðum. Til að geta komið með fullyrðingu um hvoru tveggja yrðum við að hafa samanburð á síðustu árum án hvalveiða - sem er náttúrulega ómögulegt. Þess vegna sé ég ekki tilganginn í því að nálgast þetta málefni á einhvern annan hátt en málefnalegann, þó ég sé ekki vinstri maður tek ég þó að ofan fyrir SJS fyrir ætlun sína að draga fram tölurnar en ekki sína persónulega skoðun. Við vitum hana allir.

Óðinn, 6.2.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég átti eiginlega við að hvalveiðar geta LÍKA laðað að ferðamenn, bara aðra tegund ferðamanna. Sama má segja um virkjanir, bæði vatnsafls og jarðvarmavirkjanir. Þær laða að ferðamenn, en kannski ekki sömu tegund og vill sjá algjörlega ósnortna náttúru. Þess vegna er ómögulegt að halda því fram, eins og t.d. andstæðingar Bitruvirkjunar gera, að virkjunin dragi úr ferðaiðnaðinum á svæðið. Enda var það niðurstaðan úr umhverfismati virkjunarinnar.

-

Hvalveiðar löðuðu til sín töluverðan fjölda ferðamanna á sínum tíma, bæði erlendra og innlendra. Heilu rútufarmarnir komu í hvalstöðina í Hvalfirði. Það var hins vegar ekkert sérstakt átak í gangi með það og hvorki aðstaða né þjónusta fyrir ferðamenn á svæðinu var sérstaklega skipulögð. Í þeim efnum eru heilmikil tækifæri í dag. Hægt væri að hafa þarna sérstaka sýningu um sögu hvalveiða, veitingastaði með hvala og sjávarfang o.fl.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jafnvel hægt að selja aðgang að veiðitúrum hvalskipanna. Ríkir Japanir væru örugglega tilbúnir að borga vel fyrir slíkan túr.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Óðinn

Það sem ég á við er að það er ómögulegt að bera saman tímabil mínus einhverja forsendu án reynslu beggja og það á sama tímabili, einfaldlega ekki hægt að áætla 100% samsvörunnar á ástæðu túristaflæðis.

-

Þeir túristar sem koma til landsins - hvað er það sem dregur þá í hvalskurð / hvalaskoðun í stað snjósleðaferðar á Langjökli eða heimsókn í bláa lónið? Eru þetta túristar sem hefðu komið hvort svo sem við veiddum hvali eða ekki, eða komu þau vegna þessa? Spurningin er hvaða úrval á ferðakostum túristinn hefur á meðan dvöl hans stendur yfir - en að líta svo á að koma þeirra hingað sé vegna eins ákveðins kosts sem er í boði er fjarstæða og hef ég hitt einn mann sem hefur gert það (torfærubílar) - og hef séð þá marga renna í gegnum skrifstofu okkar á degi hverjum.

-

Eins og ég segi, er ekki á móti hvalveiðunum en er margt sem er mér til spurnar varðandi virkjanagleði og hvað það allt er - ekki halda að það sé að horfa út frá náttúruverndunarsjónarmiði. Þessar framkvæmdir ættu alfarið að liggja uppá borði í gagnsæi, að minnsta kosti virkjanirnar, ef ekki álverin líka - verð orkunnar sem fer úr virkjun og hvert, hvert er eignarhald og hvert fer "gróðinn" sem á að koma úr þessu.

-

Ef ég á að vera "sáttur" og þegja yfir þessu vinnuferli, sem ég hef vart nefnt, þá vil ég að minnsta kosti fá að heyra verðið sem ríkið er tilbúið í að selja útlendum eignarhaldsfélögum "Íslenska orku" og bera það svo saman við það sem við pungum út fyrir, einhver er ástæðan fyrir leyndinni?

Óðinn, 6.2.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband