Indriði H. Þorláksson hefur farið mikinn í fjölmiðlum á undanförnum misserum, einnig hér á Moggablogginu. Ég hef ekki dregið hann í pólitískann dilk hingað til, heldur reynt að skoða hlutlægt það sem hann hefur haft að segja. En auðvitað fellur hugmyndafræði Indriða eins og flís við rass, við hugmyndafræði VG. Má þar nefna bæði skattamál og virkjana og stóriðjumál.
Indriði er kominn heim.
Indriði verður ráðuneytisstjóri tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.2.2009 (breytt kl. 17:44) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
Athugasemdir
Indriði Haukur er glöggur maður, hvaða stjórnmálaskoðun sem hann hefur. Annars þarf nú ekki neina snillinga, hvað þá fyrrverandi skattstjóra til að sjá ósómann í skattastefnu sjálfstæðisflokksins undanfarin ár.
Þórir Kjartansson, 5.2.2009 kl. 17:51
Mér þykir hann ekkert glöggur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 18:03
.
Hvaða steypa er þetta að Indrið hafi verið málpípa VG.
Hann hefur einungis lýst því m.a. hverning skattbyrði hefur verið flutt af hátekjumönnum yfir á meðal- og lágtekjufólk síðust 18 árin.
Þetta hafa allri séð nema hinir blindu.
.
101 (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 18:03
"Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn" - Albert Einstein (1879-1955)
Þetta ertu með ritað í lýsingu höfundar á síðunni. Segðu mér, byggir þú þína stjórnmálaskoðun á ímyndunaraflinu? Hvað með þekkingu?
Vona að þú svarir spurningum mínum hérna af hreinskilni og einlægni án yfirgangs.
Af hverju er þín ímynd stjórnmálastefnu Sannleikurinn og Dyggðin? Hvernig er hún það óskeikul að hún, ein og blá, muni bjarga okkur og leiða til dýrða? Getur þú líst hvernig þessi blámettaða (svona eins og heimasíðan) Útópía virkar og hvað ég þarf að gera (annað en að kjósa xD) til að komast þangað? Eða - er þessi Útópía þín sú sem var að líða og ósættið vegna þessa? Var þitt blárík ekki meiri ímyndun en það að hún var í raun bara raunveruleikinn án andmælenda gegn þér og þínum hóp? Vilji þinn er jafn og / eða meiri en minn. Þarna kom það.
Svona er hægt að lesa úr skrifum þínum - svona talar þú til þeirra sem gæta þess ekki að vera þínum flokki hliðhollir, án alls gríns - myndir þú kjósa mann sem kæmi svona fram við aðra? Hugsaðu þér í hvernig ljósi ég sem manneskja sé þig í, og allir gera sem kveikja. Þetta ímyndunardæmi bý ég til út frá þínum skrifum og hegðun á netinu - veit ekkert hvernig þú ert hérna úti í raunveruleikanum. Þetta dæmi á sameigilegan endapunkt og upphaf Oceanica Stóra Bróðurs í bókinni 1984 eftir George Orwell. Ef þú hefur ekki gluggað í henni þá skaltu gera það sem fyrst, svona áður en hún verður "bönnuð til verndar almúganum".
Vona að þú hafir ekki lifað það lengi einblínandi á takmark þíns ímyndaða heims án þess að hafa öðlast þá þekkingu að sjá vankannta þinna eigin skoðanna, þú ert mennskur eins og ég - ekkert er fullkomið, fullkomnun er jafnvel ófullkomin í meðferð manns.
Óðinn, 5.2.2009 kl. 21:04
Æi - þetta bloggkerfi skilur ekki greinaskil! Svolítið leiðinlegt að sjá svona bunka af texta.
Óðinn, 5.2.2009 kl. 21:06
Ég skrifa nú um meira en pólitík hér og tilvitnunin í Eistein finnst mér skemmtileg og langaði bara að deila henni með lesendum síðunnar.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að skrif mín um pólitík, benda til þess að ég sé einstrengingslegur í skoðunum. Líti jafnvel út fyrir að vera "hel-blár".
Það er ég samt í rauninni ekki, þó vissulega kjósi ég og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðastliðinn rúman áratug. Ég tel mig frjálshyggjumann með áhuga á að viðhalda því félagslega öryggisneti sem hér er. Reyndar þekki ég engan sjálfstæðismann sem vill fórna því. Hins vegar greinir okkur á við vinstrimenn um hvernig beri að ná því markmiði að hér sé áfram öflugt velferðarkerfi.
Það er mjög margt sem fer í taugarnar á mér í sambandi við vinstri hugsunarháttinn. Fyrst skal nefna atvinnumál, skattamál og umhverfismál. Ég þekki vinstrimenn og veit hvernig þeir hugsa.
Já, það er leiðinlegt að þetta bloggkerfi skuli ekki skilja greinaskil.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.