Ég sé að nokkrir blogga um pælingar forsetafrúarinnar á afar neikvæðum nótum og sumir á svo ömurlegan máta að ég verð eiginlega bálillur. Hvað er eignilega að þessu fólki? Ég hélt að allar hugmyndir væru velkomnar sem miða að því að koma þjóðinni á réttan kjöl, en þær ekki dregnar í dilka eftir því hver kemur með þær.
Mér hefur alltaf þótt Dorrit einlægnin uppmáluð og það er eiginleiki sem er eftirsóknarverður. Hvort hugmyndir hennar eru allar raunhæfar eða ekki, get ég ekki dæmt um, en t.d. þetta með að bjóða upp á listaverkageymslur hljómar ágætlega í mínum eyrum. Nóg er af húsnæðinu hérna, sumt fullklárað en tómt, annað hálfklárað. Og svo hefur lengi verið draumur margra Íslendinga að gera Ísland að heilsubæli, sem gæti orðið að veruleika í höndunum á fólki sem hefur fjármagn og kann að fara með það.
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 2.2.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
Athugasemdir
Þarna er ég sammála þér loksins Gunnar.
Um að gera fyrir flesta að koma með sem fjölbreyttastar hugmyndir og fróðari menn en ég geta dæmt um hvort þær séu lífvænlegar og vonandi framkvæmt eina eða tvær.
Það seinasta sem við þurfum núna er að hugmyndir séu skotnar niður í fæðingu vegna þess að einhverjum hugnast ekki sá sem kom fram með hugmyndirnar.
Karma (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:13
Góður pistill - Gunnar! Hún kemur sennilega e-u af þessu af stað.
Hlédís, 2.2.2009 kl. 16:20
Það er nú bara svoleiðis að sumir virðast nærast á neikvæðni og tortryggni út í náungann. Reyna því að tala niður alla jákvæðni og þá sem virkilega vilja taka nátt í einhverju uppbyggjandi. Svo eins og þú segir, þessar hugmyndir hafa jú sumar komið fram áður eins og að gera Ísland að heilsuparadís, eða að uppfæra ferðamennskuiðnaðinn.
Áfram Dorrit
Anna Guðný , 2.2.2009 kl. 19:56
Sammála þér, Gunnar.
Villi Asgeirsson, 7.2.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.