Já, ég er af Engeyjarætt og bara nokkuð sáttur við það. Mig minnir að amma mín og Bjarni Ben forsætisráðherra hafi verið þremennningar.
Sumir vildu hvetja Bjarna Benediktsson til þess að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir H. Haarde. Sjálfur var ég ekki fráhverfur þeirri hugmynd og það þrátt fyrir að ég telji að Geir sé yfirburðamaður í íslenskri pólitík í dag. En sú staðreynd að ekki var brugðist á nokkurn hátt við í aðdraganda bankahrunsins, er nægjanleg í mínum huga til þess að skipta um mann í brúnni. Ég er samt nokkuð viss um að enginn hefði haft í Geir að gera, hann á gríðarlegu fylgi að fagna meðal flokksmanna.
Foringjahollusta af verstu sort, kunna einhverjir að segja, en virðing og traust segja aðrir. Davíð Oddsson felldi sitjandi formann árið 1991, en það hafði ekki gerst áður í sögu flokksins. Hvernig menn taka ósigri við slíkar aðstæður er sjálfsagt einstaklingsbundið. Átök um formannssætið þurfa ekki að vera slæm fyrir flokka, það sannar formannsslagurinn milli Þorsteins og Davíðs. Davíð vann þann slag með tiltölulega litlum mun, en flokkurinn reis í kjölfarið og samheldnin í flokknum var öðrum til eftirbreytni. Skoðanaskipti héldu áfram í flokknum, gagnstætt því sem andstæðingar hans hafa haldið fram, en flokkurinn talaði einni röddu útávið í veigamiklum málum, í samræmi við stefnuna sem ákveðin var á landsfundi.
Ægivald Davíð, sem sumir hafa kallað svo, var ekki fólgið í skoðanakúgun af hans hálfu, heldur sannfæringarkrafti hans og rökvísi. Hann átti auðvelt með að rökstyðja sitt mál og var fljótur að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Fólk treysti honum. Í blindni? Eflaust einhverjir, einhverntíma.
Davíð var einn sterkasti og merkasti foringi íslenskrar stjórnmálasögu.
Bjarni staðfestir framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.2.2009 (breytt kl. 07:42) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- 3230 - Hættulegt
- Mikil skelfing: Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni
- Leiðrétting: Harris vildi EKKI koma í hlaðvarpið
- Gunnar Smári, fósturvísar & "ógeðslegt Djúpríki"
- nei takk er á bíl
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Mikill tími kennara fer í samskipti við foreldra
- Selja efnivið gróðurhússins
- Fjölnota hús KR loksins í útboð
- Inga Sæland stefnir á titilinn
- Erum að fara vel með hverja krónu
- Seinkun á jólamandarínum í ár
- Græni punkturinn ekki til marks um lágvöruverð
- Fjórir handteknir grunaðir um ólöglega dvöl
- Niðurskurður komi illa niður á þjónustu við börn
- Svo er bara enginn að framkvæma þetta
Athugasemdir
Vona svo sannanlega að hann verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins . því hann er Evrópusinni . Þess vegna vill ég að hann verði næsti formaður . Hann er ekki ákvarðana fælinn , eins og Geir . Áfram Bjarni Ben .
Vigfús Davíðsson, 1.2.2009 kl. 09:18
Hvaða Íslendingar eru ekki Evrópusinnar?
Júlíus Björnsson, 1.2.2009 kl. 11:13
Kristján Þór og Árni Sigfússon, sem leitt hafa vinnu flokksins í Evrópumálm á undanförnum mánuðum, munu leggja til að aðildarviðræður verði skoðaðar. Bjarni Ben hefur einnig sagst vera opin fyrir viðræðum, en það er fulldjúpt í árina tekið að þeir séu þar með Evrópusinnar og þaðan af síður flokkurinn.
Aðildarviðræður og athugunun á því hvað þær bera í skauti sér, þýðir ekki að flokurinn samþykki aðild.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2009 kl. 16:04
Langafi minn og Bjarni Sveinsson frá Vogi voru af 4. og 5. bekkjabræður og samstarfsmenn í baráttu Sjálfstæðismanna þess tíma frá einokunarefnahagsbandalagi Danmörku. Og þeir voru samt sem Danasinnar og Evrópusinnar, Kanadasinnar, Bandaríkjasinnar,.....
Þangað sækir kálfurinn þar sem hann er kvaldastur. Er það sem sumir leggja í merkingu orðsins Evrópusinni?
Júlíus Björnsson, 1.2.2009 kl. 16:25
Ágúst Ólafur Ágústsson, (maðurinn með grátstafina í kverkunum) er holdgerfingur "Evrópusinnans" sem sér ljósið og bjargræðið í ESB-aðild.
Kalt og fordæmalaust mat á hverjir hagsmunir okkar eru í þessu sambandi eiga að vera forsenda ákvörðunar þjóðarinnar. Ekki fyrirfram ákveðnar skoðanir og tilfinningasemi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2009 kl. 17:10
Ég held að það hafi háð Geir mest að taka við af sterkum leiðtoga. Ég efast líka um að sjálfsæðusflokkurinn geti boðið okkur eins öflugan leiðtoga aftur á næstuni. Staðreindin er sú að einmitt þegar leðtogarnir þurftu að vera sterkir brugðust þeir. Veikindi Geirs og Ingibjargar bættu ekki úr skák.
Forsetinn hrundi í áliti hjá mér og ég vona að aldrei aftur verði kosinn pólitískur forseti. Sama má segja um seðlabankastjórann svona umdeildir menn auka bara óróleikann. Hvað næsta formann varðar þá líkar mér betur við Kristján Þór en Bjarna Ben.
Maður veit alla vega meira um Kristján en Bjarna og það held ég að trekki betur að. Ég er ekki hrifinn af ESB eins og staðan er í dag. Ég er miklu hrifnari af Norsku krónuni hans Steingríms og ég vona svo sannarlega að hann noti þetta korter sitt sem fjármálaráðherra til að semja við Norðmenn um að Íslendingar taki upp Norsku krónuna gengn því að sækja EKKI um esb aðild.
Offari, 1.2.2009 kl. 21:29
Ef ég væri öruggur með að meðal ESB tekjur á einstakling innan ESB væru hærri en á Íslandi þá myndi ég leggja það á mig að hugsa um aðild.
Lissabon samkomulagið eða Samningur um Stjórnaskrá fyrir Evrópu sem nú allar innlimaðar þjóða hafa rétt hærri en þeirra eigin. Segir að markmið sé að stutt er í að sama vísitala sem miðar við heildarneyslu vöru og þjónustu[ líka félagslegrar, heilbrigði] allra í einokunarbandalaginu taki völdin. Þá vorkenna nú ekki smámunasamir jafnaðarmenn á meginlandinu okkur Þeir munu aldrei skilja ekki hvað þessir 330.000 eyjarskeggjar þurfa að bruðla að mikið að þeirra mati.
Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.