Jón fengi lága ritgerðareinkunn

Það er hægt að taka undir margt sem vinstrisinninn Jón Daníelsson segir í þessari grein, en þó eru atriði í henni sem draga hana verulega niður og í raun furðulegt að hámenntaður maðurinn í hagfræði skuli flaska svona á þeim. Einnig má gagnrýna Jón fyrir að nefna ekki krosseignatengslin og hlutabréfabraskið sem eigendurnir bankanna stunduðu í allskonar leppfyrirtækjum til að vega upp virði fyrirtækjanna á markaði, á fölskum forsendum.

Jón segir í greininni: "The banks started to get into trouble borrowing from other banks, and decided that opening up high interest savings accounts in the UK and elsewhere in Europe was a good idea"

Þarna hefðu Jón átt að segja frá því að bankarnir voru hvattir til þess að gera þetta af alþjóðlegum ráðgjafa og matsfyrirtækjum. Þeim var beinlínis bent á að þessi leið væri bráðnauðsynleg fyrir bankana til þess að efla lausafé sitt.

Einnig segir Jón í greininni að skoðanakannanir hafi sýnt eftir bankahrunið að ríkisstjórnin hafi aðeins notið rétt rúmlega 20% fylgis þjóðarinnar. Ég minnist ekki að stuðningur við ríkisstjórnina hafi farið undir 30%.

 


mbl.is Gæti birt til á næsta ári eða 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fór þessi könnun framhjá þér, kæri Gunnar?

http://visir.is/article/20090124/FRETTIR01/62919008/0

Hrafnkell (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, greinilega

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En þessi könnun er auðvitað gerð rétt fyrir fall stjórnarinnar. Það fjaraði hratt undan ríkisstjórninni eftir uppreisn Reykjavíkurarms Samfylkingarinnar. Þá sáu flestir í hvað stefndi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband