Ögmundlegur

u_gunni_icerusland V-grænir munu kynda undir áframhaldandi óeirðir á götum Reykjavíkur, það er alveg ljóst. Þeir vilja hamra járnið meðan það er heitt. Skoðanakannanir sýna þá stærsta flokkinn og því er lag fyrir þá að kjósa strax. Staðan gæti breyst hvað það varðar, nú þegar búið er að gefa út 9. maí sem kosningadag. Það er alltof langur tími að mati Ögmundar, fólk gæti nefnilega áttað sig á fyrir hvað flokkur hans raunverulega stendur.

Málefnaleg og eðlileg kosningabarátta hentar ekki VG í dag.


mbl.is Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Magnússon

Mikið er ég sammála þér, ef eðlileg kosningabarátta fer fram þá verða VG afhjúpaðir enn og aftur sem flokkur sem virkilega kann að vera á móti öllu sem gert er en er engu að síður ekki með neinar aðrar lausnir heldur en að vera á móti.

Grétar Magnússon, 23.1.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Gunnar mér finnst það smekkleysa að setja merki mestu fjöldamorðingja sögunar á Íslenskafánan.

Rauða Ljónið, 23.1.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Íslenskafánann.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 23.1.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er einmitt málið Grétar.

Svona verður þetta Sigurjón, ef VG kemst til valda

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 14:03

5 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það er akkurat það sem VG óttast að fylgið hrynji af þeim þess lengra sem er í kostningar.  Þegra fólk áttar sig á því hvað það táknar að fá þé til valda

Haukur Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Hvaða afleioðingar hafði stefna Sjálfstæðisflokksins? Væri ekki ráð að fara að hlusta á Vg? Ég meina HLUSTA, ekki snúa út úr öllu sem þeir segja - ja, og hlusta bara ekki. Kynna sér heimasíðu VG, það er byrjunin. Við þurfum miklar breytingar núna og þær eru ekki á valdi annarra en VG, nú þegar Samfylkingin er í algjöru rusli eftir að hafa hangið allt of lengi í þessari stjórn.

Þorgrímur Gestsson, 23.1.2009 kl. 14:10

7 identicon

Rétt hjá ykkur - VG sem ekkert hefur lagt af mörkum allt frá stofnun - (Steingrímur beit af sér stjórnarþátttöku eftir síðustu 2 kosningar ) hefur enn ekkert fram að færa annað en galtómt þurrkloftið á Steingrími - en þaðan kemur ekkert annað en lyktin af stöðnuðum hugmyndum sem ekkert gagn er að. VG minnir helst á nýju fötin keisarans - bara tal ekkert efni.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:13

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Þorgrímur við skulum skoða það tjón á Íslenskusamfélagi sem VG hefur beitt sér fyrir þeir hafa ítrekað reynt að koma í vega fyrir framkvæmdir í Helguvík uppá 360 milljarðakróna og koma í veg fyrir að 2500 störf skapist við þær framkvæmdir. Þeir komu í veg fyrir stækkun Ísals upp á svipaða upphæð hér er því um að ræða um 5000 störf bein þá eru ekki talin með óbein.

Gjaldeyrir væri að streyma inn í landið að upphæð 690 700 milljarðar.

Þetta kalla ég glæp við Íslenskuþjóðfélag verkafólk og alla Íslenskuþjóðina.

VG kallar á meira atvinnuleysi en nokkur annar flokkur hefur gert í Íslandssögunni.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 23.1.2009 kl. 14:52

9 identicon

Rauða ljónið: Hamar og Sygð er það fjöldamorðingi? Ertu þá að tala um Stalín eða Mao? Það hafa nú fleiri verið undir þessu merki. Þetta merki táknar góða hluti þó svo að maðurinn sé í sínu eðli slæmur og það hafi leitt til slæmra hluta.  Hafðu þetta á hreinu.

 Hvar ætlaru svo að fá peninginn fyrir Helguvík? Hvar færðu svo allar þessar tölur? Engar heimildir sé ég.

 Ég er ekki viss um að það verði eitthvað byggt hérna upp meðan samstarf við IMF er í gangi. Það veit enginn hverjir skilmálar sjóðsins eru.

 Það er makalaust hvað þið hafið mikla trú á öðrum flokkum en VG. Hvað í andskotanum hafa þeir leitt annað en hrun íslands? Þar má nefna fyrst og hvað helst Sjálfstæðisflokkinn og svo Framsókn. En svo um hvernig unnið er úr þessum ósköpum má beina spjótum aftur að Sjálfstæðisflokknum og svo að Samfylkingunni. Ætliði þá allir að kjósa Frjálslyndaflokkinn?

 Vinstri Grænir hafa komið með margar lausnir. Sprotafyrirtæki er frábær lausn. Þannig komust Finnar uppúr sinni efnahagskrísu. Þá yrði þetta allt öðruvísi farið að en hefur verið gert gagnvart sprotafyrirtækjum. Til að mynda myndi Ríkið borga upp ákveðinn part af laununum til að koma upp við móts á þessum litlu fyrirtækjum.

Þetta hvetur einnig önnur fyrirtæki að hefja nýja starfsemi. Ef mig skjátlast ekki þá er stærsta símafyrirtæki heims stofnað svoleiðis, Nokia.

 x-V 

Heiðar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:01

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heiðar, alveg er þetta "dæmigerð lausn" hjá VG að ríkið borgar .

Ég er hræddur um að þau verði ansi mörg smáfyrirtækin sem munu heimta að ríkið borgi fyrir sig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:25

11 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Framleiðir Nokia síma í Finnlandi ? Sprotafyrirtæki hafa verið að skjóta upp kollinum á Íslandi á síðustu árum, því nefnuri ekki öll þau sprota fyrirtæki sem hafa skapast með til komu ÍSALs. Hugmyndir um stækkun Íslas er að 5% af fjármagni verði lagður í velferðasjóð sem þeir sem eru með góðar hugmyndir geta sótt þar á meðal sprotafyrirtæki til að byggja upp öfluga starfsemi á Íslandi hér er um  upphæð á milli 25 til 40 milljarðar. samt eru VG á móti, annað Heiðar þú skalt ekki gera mér upp með stjórnmálaskoðanir ég vill aðeins landi mínu fyrir bestu burt séð frá flokkdrætti. VG er óvinir verkamannsins.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 23.1.2009 kl. 15:26

12 identicon

Með hækkandi sköttum og meiri persónuafslætti sem VG hefur margoft lagt til er lítið mál að láta ríkið borga. Þannig gerast þeir líka bestu vinir verkamannsins.

 Sprotafyrirtæki hafa verið að spretta upp með engri hjálp ólíkt sem gerðist í Finnlandi. Við getum líka talað um innflutning á súráli inn í landið sem virðist alltaf verið að gleyma.

 Ég held líka að það fari ekki framhjá neinum hverjar skoðanir þínar eru Rauða ljónið. Það hefur ekki verið hugsað hvað landinu er best því þá værum við ekki í þessari stöðu.

Heiðar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:33

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stór og smá fyrirtæki hafa líka styrkst á Mið-Austurlandi með tilkomu álversins þar

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:34

14 identicon

Já en smá fyrirtæki á vestfjörðum og vesturlandi hafa farið á hausinn..

Heiðar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:38

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vestfirðingum vantar eitthvað, það er ljóst. En aðstæður eru afar erfiðar í dag, jafnvel þó menn komi upp með góðar hugmyndir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:54

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hærri skattar geta verið réttlætanlegir sem neyðarúrræði um skamma hríð, en til langframa þá heftir það peningaaflið. Þetta snýst jú allt um peninga, ekki satt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:57

17 identicon

Já núna eigum við bara setja álver í hvern einasta krummaskurð? Suðurlandið mun krefjast eitthvað þegar bæði austurland og vestfirðir eru komnir með álver.. Hvað svo um vesturland og norðausturland?

 Álver er engin lausn. Hærri skattar eru mjög nauðsynlegir að mínu mati. Ég veit ekki alveg hvort VG sé sammála. Ég tel einnig gríðarlega mikilvægt að persónuafslátturinn verði hækkaður. Þannig mun verkamenn Íslands lifa sem best.

Heiðar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:00

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það tala eingir um álver í öll krummaskuð nema VG. Þeir nota það sem hræðsluáróður, mjög ómálefnalegt hjá þeim.

Hækkun persónuafsláttar þýðir skattalækkun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 16:30

19 identicon

Það er enginn með hræðsluáróður nema hægrimenn og talandi um stjórnarkreppu og að VG sé á móti öllu. Þetta er bara ekki rétt.

Hækkun persónuafsláttar er ekki alltaf það sama og skattalækkun. Það er lækkun fyrir þá sem eiga minnst en ef að skattar eru hækkaðir þá mun þetta koma meira niður á þeim sem eiga meira.

Heiðar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:37

20 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Vá! Hér er fjör..

Hamarinn og sigðin eru tákn fjöldamorðingja. Stalín sá til þess. Táknið var göfuðgt og gott þegar það táknaði vald bænda og verkalýðs (sem var aldrei í reynd, því kommúnismi gekk út á að útvalin Elíta á að hafa vit fyrir þeim sem ekkert vita).

Munum það að hakakrossinn, sem er þekktasta tákn illmennsku og fjöldamorða, er í grunninn tákn sólarinnar, góðmennsku og gæfu.

Svona er hægt að skrumskæla allt.

að öðru;

"Sprotafyrirtækið" Nokia er stofnað 1865, þannið að það er ekki nema 144 ára gamalt. Það hóf að framleiða farsíma um 100 árum eftir stofnun þess.

Álverin hérna á Íslandi eru til fyrirmyndar. Í kringum þau hafa myndast fjölmörg "Sprotafyrirtæki", til að mynda í skautsmíði og þróun í mengunarvörnum. Það á að markaðsfæra Ál framleitt á Íslandi sem umhverfisvæna vöru, því hún er það í samanburði við sambærilega framleiðslu erlendis. Hafnarfjörður væri steindauður útgerðarbær (eins og Keflavík er í dag) ef Álverið hefði ekki komið til sögunar.

Auðvitað á ekki að setja öll eggin í sömu körfuna, það á að styðja við bakið á nýsköpun, en sú nýsköpun verður að eiga sér raunhæfann möguleika á því að lifa af startið og geta orðið að einhverju en andvana fæddu afkvæmi frjórra einstaklinga.

Einu sinni var ég rosalega hlynntur stórsókn í ferðamennsku hér á landi, en eftir að hafa séð hvernig umgengni erlendra ferðamanna er við ýmsar perlur okkar lands, þá er ég ekki jafn spenntur fyrir því að flytja heilu skips- og flugvélafarmana af skítblönkum bakpokatúristum til lansins. Gallinn við ferðaþjónustuna þekkum við sem ferðumst innanlands, að þegar maður vill kaupa sér eitthvað að borða á matsölustöðum um landið, þá er tvennt í boði; Pylsa með öllu og Hamborgari með Frökskum og kók. Bjakk!

Styðjum við bakið á því sem mun gefa okkur eitthvað í aðra hönd, án þess að fórnarkostnaðurinn verði of mikill.

...og Gunnar........ afsakaðu málæðið í mér.

Magnús Þór Friðriksson, 24.1.2009 kl. 01:09

21 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

æ... staðreyndavilla:

"Sprotafyrirtækið" Nokia er stofnað 1865, þannið að það er ekki nema 144 ára gamalt. Það hóf að framleiða farsíma um 100 árum eftir stofnun þess.

Þetta átti að vera:

"Sprotafyrirtækið" Nokia er stofnað 1865, þannið að það er ekki nema 144 ára gamalt. Það hóf að framleiða símbúnað um 100 árum eftir stofnun þess.

Magnús Þór Friðriksson, 24.1.2009 kl. 01:10

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alcoa er líka "sprotafyrirtæki", um 100 ára gamalt

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband