SAMAUST

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi, SAMAUST, verður haldin á Egilsstöðum á morgun og fara tveir hópar úr Zveskjunni, félagsmiðstöðinni á Reyðarfirði til keppni.  Í dag var "generalprufa" í hinum nýja og glæsilega samkomusal grunnskólans. 8. og 10. bekkur héðan tekur þátt.

grunnrey

10. bekkur er með lagið "Líf", eftir Stefán Hilmarsson og söngkonurnar eru Alma og Alla og Þorvaldur spilar undir á gítar.

grunnrey2

8. bekkur er með lagið "Lífið er yndislegt", þjóðhátíðarlagið í Vestmannaeyjum eftir Hreim Örn Heimisson og söngvararnir eru Eva, Ólöf, Daníel, Hekla og Andrea. Gítarleikarinn er sonur minn, Jökull Geir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband