Heyrst hafa þau rök Evrópusinna, að bankakreppan hefði ekki orðið svona skelfileg hér ef við hefðum verið í ESB, því þá hefðum við átt svo sterkan bakhjarl. Og Samfylkingin er tilbúin að hleypa öllu hér í enn meira uppnám ef Sjálfstæðisflokkurinn hleypur ekki eftir skipunum þeirra og sæki um aðild strax.
Hvað hefur bakland ESB gert fyrir bankana í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi...? Hvað hafa seðlabankar þessara landa gert til hjálpar? EKKERT! Ríkissjóður þessara landa (skattgreiðendur) dregur bankana að landi, líkt og hér, EKKI seðlabankarnir og EKKI ESB. Hvaða bakhjarl eru þá Evrópusinnarnir að tala um? Sama er upp á teningnum í Bandaríkjunum, þar er það ríkissjóður sem kemur til bjargar, ef einhverju er bjargað á annað borð. Ekki er krafist afsagnar seðlabankastjóranna í þessum löndum. En það kemur sjálfsagt að því fljótlega að últra-vinstrimenn þessara landa þeysi út á stræti og torg með andlitsgrímur og kasti grjóti og eldsprengjum. Hjörtunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.
Ég vil benda á færsluna hér á undan, en einn yfirlýstur "mótmælandi" sótti fund Björns Bjarnasonar og Arnbjargar Sveinsdóttur hér á Reyðarfirði í kvöld (þriðjud.kvöld)
Óeirðir vegna kreppu í Riga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.1.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 946006
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Í þau fáu skipti sem ég fer á bloggið þitt Gunnar þá upplifi ég það sama og þegar ég fór í heimsókn á Grensás um árið, ég segi við sjálfan mig: æ, æ æ greyið drengurinn þetta hlýtur að vera skelfilegt að vera svona í hverju lenti þessi ...
Arnar (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:45
Þetta var málefnalegt...
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 11:16
Skil nú reyndar Arnar nokkuð :) , en sennilega á hann við að sumir elta flokkinn sinn, eða öllu heldur elta ekki hinn flokkinn, ef hann kemur með eitthvað, þá skal vera á móti, ekki að málefnið skipti máli, heldur frekar hvaðan það kemur, oft t.d. einkennt málflutning Hannesar fyrrverandi seðlabankastarfsmanns. ( eða er hann kanksi enn á launum þar ? )
Þú Gunnar talaðir um það fyrir nokkru að fá umræðu og uppl. um hvað ESB gerði fyrir okkur, og taka svo afstöðu, mér sýnist þú nokkuð vera viss þó litil umræða hafi orðið enn.
Birgir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:20
Sá nú ekki ruglið í þér með að ekki væri krafist afsagnar seðlabankastjóra í ESB löndum, málið er að þar er krafist að seðlabankastjórar séu hæfir til verksins, en ekki djobb fyrir póitíska flóttamenn. Annars er ruglið í þér svo mikið Gunnar að ég vitna aftur til hans Arnars hér fyrir ofan, " í hverju lenti þessi ? "
Birgir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:50
Þó umræðan sé ekki enn komin á fjölmiðlastig, þá er engin ástæða til að bíða eftir því, heldur afla sér bara upplýsinga sjálfur. Það hef ég verið að gera smátt og smátt að undanförnu og ég er að sannfærast um leið að ESB er ekki málið fyrir okkur. Auðvitað er ég opin fyrir umræðum, þannig erum við Sjálfstæðismenn, en erum ekki með svona barnalegar athugasemdir eins og þið (skoðana)bræður.
Bendi á þetta myndband: HÉR
Það er t.d. eitt sem ég er nýlega búinn að átta mig á, en það er að við missum samningsvald við þjóðir utan ESB með aðild. Það hafa margir bent á mikla möguleika fyrir okkur í Kína og víðar í Asíu, t.d. í sambandi við orkugeirann og önnur viðskipti. Þeir möguleikar skreppa úr höndum okkar eins og blautt sápustykki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 18:01
Og hæfir eða ekki hæfir seðlabankastjórar.... niðurstaðan er sú sama. Allt í kaldakoli allstaðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 18:02
Ef ástandið í þessum löndum er svipað og hér, þ.e. liggur við þjóðargjaldþroti og ekki enn útséð með það, ja þá erum við ekki að horfa á sömu fréttastöðina !
Og hvað ef nú sjálfstæðismenn samþykkja á landsfundi að ræða um esb aðild, þá verðurðu kallinn einn eftir og í samfloti með vini þínum Steingrími J. , ÚPPS !
Birgir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:28
Ég er í sjálfu sér ekki búinn að gera upp hug minn endanlega og það að landsfundurinn samþykki aðildarviðræður er ekki sama og aðild verði að veruleika.
Ég hef þá tilfinningu að aðild verði hafnað af þjóðinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 13:51
Er ekki nokkuð öruggt að við fengjum aldrei aðild að ESB vegna bágborins fjárhags ríkisins og stefnir þar í gjaldþrot, og höfum við einhvern tíma fullnægt þeim skilyrðum sem þarf til aðildar? hvar hefur þú heyrt þau rök að aðild hefði hjálpað okkur? landmönnum er orðið ljóst að ástandið er mun verra en sagt hefur verið af ráðamönnum og að það muni versna ástandið á komandi mánuðum og tel ég að óvissa um framtíð barna okkar sé flestum ofar í huga frekar en ESB aðild, ertu ekki frekar einmanna með þessi viðhorf Gunnar? ég las pistil þinn um fjöldamorð Ísraela á Gaza og studdir þú það, virðist ekki átta þig á að Palestínumenn elska líka börnin sín
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:39
Hættu nú þessu bulli Æja. Ég hef ekki réttlætt nein fjöldamorð. Og hvaða viðhorf ertu að tala um að ég sé einmanna með?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 15:23
Hef fengið álíka comment frá þér áður og get ekki annað en brosað því megnið af athugasemdum við skrif þín eru skammir og þú kallaður ýmsum nöfnum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér, vegna landtöku gyðinga sagðir þú palestínumenn fólk sem ekki væri hægt að koma vitinu fyrir og er það skoðun sem sárafáir hafa og ótvíræður stuðningur við gjörðir Ísraela, svo er ekki góður þessi háttur þinn að svara aldrei spurningum um skrif þín heldur fara bara undan í flæmingi
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 17:34
Fréttaflutningur af átökunum þarna er mjög einhliða. Ég hef oft bent á það.
Vinstrimenn virðast hafa tilhneigingu til að draga taum Hamas-samtakana, sem er óskiljanlegt.
En níðingsskap á óbreyttum borgurum fordæmi ég, jafnvel þó þessir óbreyttu borgarar hafi kosið viðbjóðsleg hryðjuverkasamtök sem pólitískt afl í baráttu sinni
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 17:48
Þetta átti ég við, þú segir athugasemd mína bull en svarar ekki sem fyrr þeim spurningum sem beint er að þér heldur ferð undan í flæmingi AFTUR
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 02:56
Hver er spurningin Æja minn?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 03:01
Jæja Gunni minn, orðin bara föðurlegur í skrifum?? eru menn að fara í kaupstað?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.