Björn Bjarnason, Dóms-og kirkjumálaráðherra, hélt fund á Fjarðahóteli á Reyðarfirði í kvöld, ásamt Arnbjörgu Sveinsdóttur þingmanni kjördæmisins. Fundinn sótti um 30 manns og voru líflegar og gagnrýnar spurningar að loknum framsöguerindum. Bankahrunið var auðvitað fyrirferðarmikið í umræðunni, en einnig Evrópumálin sem var mjög fróðlegt. Það kom m.a. fram í svari Björns þegar hann var inntur eftir einhverju jákvæðu við ESB-aðild, en þá hafði hann talið upp þó nokkra galla, að allt hið jákvæða við Evrópusambandið hefðum við öðlast um leið og við undirrituðum EES samninginn.
Vinstri mynd: Björn flytur framsöguerindi sitt og Arnbjörg situr honum á vinstri hönd. Hægramegin situr fundarstjórinn og Reyðfirðingurinn, Þórður Guðmundsson. Á hægri myndinni er hluti fundargesta og það er Ásmundur Ásmundsson, fyrrv. togaraskipstjóri á Reyðarfirði sem ber fram spurningar sínar.
Á fundinn mætti einn "mótmælandi", en svo titlaði sig Þórunn nokkur Ólafsdóttir. Þórunn kom með tvær spurningar til Björns. Önnur þeirra var hvort Björn væri stoltur af framgöngu lögreglunnar gegn mótmælendum undanfarnar vikur og hin var hvort ekki ætti að leyfa þjóðinni að kjósa til Alþingis. Fljótlega eftir að hún hafði hlítt á svar Björns, þá laumaðist stúlkan út svo lítið bar á. Lýðræðisleg umræða og beint samband við forystumann íslenskra stjórnvalda vakti greinilega ekki áhuga hennar.
Björn þakkaði henni fyrir komuna en sagðist hálfpartinn hissa að sjá hana á fundinum því hann hefði einmitt verið að lesa blogg hennar þar sem hún skrifar:
"Hrokafulli fasistinn, Björn Bjarnason, verður annar framsögumanna á fundi á Fjarðahóteli á Reyðarfirði í kvöld kl 20"
Einnig skrifar hún eftirfarandi á bloggið, sem lesa má HÉR
"Í kvöld gefst þeim sem staddir eru á Austurlandi tækifæri til hlýða á vísdómsorð Bjarnar. Hann sér sennilega fyrir sér sveitarómantíkina í hyllingum og iðar í skinninu að fá að þruma yfir illa upplýstum landsbyggðaralmúganum um eigið ágæti, yfir kósý kaffibolla í boði Alcoa".
Ég vil þakka Þórunni hlý orð til okkar landsbyggðarfólksins, en þess má geta að hún var í 9. sæti á lista VG í landsbyggðarkjördæmi formanns síns, Steingríms J. Sigfússonar, fyrir síðustu Alþingiskosningar. Engar veitingar voru í boði fyrir fundargesti, hvorki í boði Alcoa né annarra. Dómsmálaráðherrann fékk sér tebolla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.1.2009 (breytt kl. 03:21) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stöðnunarland, afturfararland, þróunarland?
- Jafnrétti og fjölbreytni, Silja Bára?
- Það hleypur SNURÐA á þráðinn, Margrét Helga á Stöð 2, ekki SNUÐRA.
- Tryggja stuðning almennings
- Ég á það, ég má það.
- Öfga vinstrið enn sundrað
- Öfund sem þjóðaríþrótt
- Gott að eiga bandamenn sem er annt um frelsið og vera eins og þeir vilja vera.
- Og við gamlingjarnir verðum syngjandi glaðir. Heiður sé Heilsugjæslunni. Það eru fleiri ´líf í líkamanum en líkamsfrumurnar og lífin lifa á líkamanum og þá vítamínunum. Þá getur líkaminn sjálfur liðið skort.
- Er endalaust hægt að nota Rússagrýluna.?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Beyoncé hékk í lausu lofti og stöðvaði tónleikana
- Unga fólksins bíða endalaus verkefni
- Vandræði í paradís hjá Kardashian-fjölskyldunni
- Laufey í fyrsta sinn á Glastonbury
- Lilja Sif krýnd Miss Supranational 2025
- Þau eru ömurleg og við erum svöl
- Uppvakningar á tímum snjallsíma
- Spákvistar Ellýjar og skíðin hans Elvars slá í gegn
- Leyndarmál lúra í þorpinu
- Eigur Davids Lynch seldar á uppboði
Athugasemdir
Þórður heitir hann ;)
Annars er gott að heyra að fundurinn hefur tekist vel
Gunnar R. Jónsson, 14.1.2009 kl. 00:40
Stenst þessi tala fundarmanna, 30 manns? Var lögreglan fengin í talninguna?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.1.2009 kl. 01:27
Auðvitað nafni, hvernig læt ég... leiðrétti það
og bæti smá við færsluna.
Nei, Ásgeir, engin lögregla á svæðinu, enda var mótmælandinn bara einn
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 02:36
Það er ekki að spyrja að reisn þessara vinstrimanna. Yfirvegaðir og dannaðir í tali. Eða þannig....
Það er með ólíkindum að 30% þjóðarinnar geti hugsað sér að kjósa þessi ósköp. Þessu fólki skortir alla fágun og ekki er hugmyndafræði þeirra betri. Ekki er ég hrifinn af BB nema síður sé. Ég finn mig þó ekki knúinn til að uppnefna hann á niðrandi hátt í minni gagnrýni.
Einar (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.