Pilla við öllu

cindy-mccain-pill-headMargir vilja meina að óeðlileg tengsl séu milli lækna og lyfjafyrirtækja. Að læknarnir hagnist á því persónulega að vísa á tiltekin lyf og fái í staðinn boðsmiða á lyfjaráðstefnur á fjarlægum og spennandi stöðum í veröldinni. Einnig fá læknar á heilsugæslustöðvum borgað fyrir hverja heimsókn  og þess vegna er "bráðnauðsynlegt" að þeir fái að fylgjast með sjúklingnum sem lengst... hvernig pillan virkar o.s.f.v.

ear0308l


mbl.is S-lyfjakostnaður jókst um 39,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo að nýjustu lyfin við alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameinum, liðagigt, MS ofl. alvarlegum og sjúkdómum eru geysilega dýr.  Þetta eru ekki töflulyf heldur flókin lyf sem oftast eru teng við mótefni og þessi lyf eru nánast undantekningarlaust ástungulyf og eru geysilega dýr og mjög erfitt að framleiða eftirhermulyf.
Það er ótrúlegur árangur af mörgum þessara lyfja og sum hafa þvílík áhrif á einkenni sjúklingsins og hvað viðlítur MS og gigtarsjúkdómum er sjúklingurinn vinnufær í stað þess að hrynja niður af sjúkdómnum.  Minni á að áður en nútíma magalyfin komu var fólk upp undir 6 vikur á sjúkrahúsum á sérfæði og frá vinnu í langan tíma.

Kostnaðurinn færist á heilbrigðiskerfið en hagnaðurinn fyrir þjóðfélagið að sjúklingurinn er vinnufær og borgar skatta og ekki minnst er óháður hjálp kemur hjá hinu opinbera meðan lífsgæðin eru augljós fyrir sjúklinginn og aðstandendur þeirra. 

Oftast er auðvelt að alhæfa um þessi mál þegar maður er fullfrískur en hvað myndir þú gera ef barnið þitt fengi barnaliðagigt.  Meðferðin kostar núna 4 miljónir á ári (kostaði í fyrra kanski 1,5 miljón) og barnið kemst að öllum líkindum frá þessu án alvarlegra meina að miklum líkindum meðan við vitum að með gamaldags meðferð verði það kanski 120cm og örkumla allt sitt líf. Þetta mun leiða til þess að þeir sem eigi pening fá meðferð.  Þessi meðferð er komin til í Póllandi og flestum austurevrópulöndum en í minna mæli en í Vestur Evrópu en við stefnum kannski niður fyrir austurevrópustaðalinn með þessu móti.
MS sjúklingarnir sem fá nútíma meðferð fá margir langtíma bata en meðferðin kostar þar einnig dýrt og það skiptir enga aðra máli en þá sem búa á Íslandi hvað íslenska krónan er metin á.  Verðið á lyfjum er í Evrum/dollurum og stærri þjóðir eins og Noregur er með beinhörð útboð til að spara sín útgjöld meðan Landspítalinn getur ekki greitt þetta og kemur eftir dúk og disk að manni er tjáð.
Það er ekki undarlegt að lyfjaverð hækki í krónum þegar flest öll nýjustu lyfin eru keypt erlendis frá.  Hinn möguleikan þori ég ekki einu sinni að hugsa til. 

Gunnr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er að tala um "pilluvæðinguna" og jafnvel "sjúkdómavæðinguna". 

Íslendingar nota allra þjóða mest af pillum. Allskonar pillum, gleðipillum, fúkkalyfjum og hvaðeina. Það má klárlega draga eitthvað úr þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 12:23

3 identicon

Sammála því en mest af þessu kostar lítið fúkkalyf borgar fólk sjálft.  Það er ofnotkun á syklalyfjum og ég geðdeyfðarlyfjum. 

Það er einnig áberandi að enginn einn læknir hefur yfirumsjón með sjúklingnum sjálfur hef ég séð dæmi um að sjúklingur leiti til meltingarlæknis, hjartalæknis, skurðlæknis, lungnalæknis og kvnnsjúkdómalæknis og loks geðlæknis með sama vandamálið og þetta verður eins og blindi maðurinn og fílinn það hefur enginn yfirsyn yfir sjúklinginn.
Það eru stundaðar oflækningar í stórum stíl á Íslandi þegar fólk getur bara farið hvert sem það vill og borgar einungis brot af þeim kostnaði og sent reikninginn á ríkissjóð.

Þessi lyfjakostnaður á Lsp. á náttúrulega að athuga en skýringin er væntanlega að nýjustu lyfin og dýrustu lyfin fara í gegnum apótekið þar þótt sjúklingurinn sé ekkert innlagður það á við mörg stungulyf eins og áður er nefnt.  Í fyrra var "loksins" farið að nota Tysabri við MS þessi meðferð getur haft geysigóð áhrif og kostar 3-4 miljónir árið.  Nú koma bráðum lyf við Altzheimer sem munu verða geysilega dýr en áhrifarík.
Þetta eru dýrir sjúklingar, detta úr vinnu og þurfa ummönnun allan sólarhringin í mörg ár.  Þennan kostnað er þá væntanlega hægt að spara en hann kemur til að koma á fullum þunga á Landspítalann þegar þessi lyf koma á markað. Nýrri krabbameinslyf eru þegar á markaðnum og nýju HIV lyfin einnig.  Kostnaðurinn liggur í þessari meðferð þegar Landspítalatölurnar eru teknar.  Það er náttúrlega hægt að flygja þetta á milli vasa og láta TR borga þetta eins og í öðrum löndum þegar talað er um lyf sem fólk gefur sér sjálft.

Hitt málið er náttúrulega að segja að við Íslendingar höfum ekki efni á þessu og þeir sem geta borgað borgi fyrir sig og sína. Það gera þeir og muni gera ef þessi meðferð er ekki boðin.

Gunnr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 12:59

4 identicon

Til viðbótar er það væntanlega dýrt að vera fátækur og það að geta ekki greitt hlutina kontant en þurfa að draga þetta í vikur og mánuði sem mér skilst að Landspítlinn hafi þurft að gera eykur kostnað.  Veit að í öðrum löndum eru útboð á lyfjum eins og í Noregi þar sem ég þekki vel til og það getur sparð stórar upphæðir.  Þar sparast stórar upphæðir en það þýðir að þetta þarf að greiða í erlendri mynt óháð fjárveitingum í íslenskum krónum.

Það vill enginn hafa vanskilafólk með sér í þessu eins og Íslengingar eru farnir að hafa orð á sér til að vera. 

 

Gunnr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband