Nýsköpun er voðalega falleg hugmynd og hljómar vel í eyrum flestra, en þessi örlánahugmynd mun ekkert virka. 90% þeirra hugmynda sem nýsköpunarmiðstöðvar hafa ýmist styrkt eða lánað til, hafa endað með gjaldþroti. Ekki af því hugmyndirnar hafi verið svo vitlausar, heldur vegna þess að startpeningurinn er ekki nógu mikill. Það er ekkert hægt að gera af viti fyrir eina miljón kr., það er bara svo einfalt. Jafnvel þó þær væru tvær.
Skoða örlán til VR-fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 11.1.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 946213
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
- Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump
- Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga
- Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst
- Efast um SA og samningamarkmið
- Mjakast þótt hægt fari
- Framhald á því sem ekki er?
- Stunguskófluslektið komið á kreik
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Þetta held ég að sé rangt hjá þér og allgjörlega steingeldur afturhalds hugsunarháttur, hvað telur þú þurfa mikið fé??
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:36
Þetta er nú bara það sem blasir við þegar árangurinn er skoðaður af svona hugmyndum. Um upphæðina er erfitt að segja, hún er mismunandi eftir verkefnum. Miljónkall er bara ekki neitt... léleg laun eins starfsmanns í 3 mánuði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 00:10
Mikið er nú gott að það eru ekki allir svona þröngsýnir. Hvernig ætli heimurinn væri í dag ef helstu hugsuðir og uppfinningamenn fyrri tíma hefðu bara gefist upp af því að bara minnihluti hugmynda þeirra gekk upp?
Þó að ein milljón sé kannski ekki ýkja há upphæð, þá getur sparsamur einstaklingur lifað í hálft ár og á meðan áorkað ansi miklu sé hann duglegur.
Hvorki Google né Facebook höfðu margar milljónir í upphafi. Sama gildir um Apple, Microsoft, og fjölda annara fyrirtækja.
Þó að þú sérst svartsýnn og tilbúinn að gefast svona auðveldlega upp, þá er sem betur fer til fólk sem heldur áfram og reynir.
Birgir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 02:04
Sæll Gunnar
Þessi 90% regla er þekkt. Hins vegar er til alls kyns annar stuðningur við nýsköpun sem bæði grisjar óraunhæfar hugmyndir, og gerir góðar hugmyndir heilsteyptari. Hafi einhvern tíma verið þörf á frumkvæði og nýsköpun þá er það nú. Staðreyndin er sú að ný störf kosta, störf í álveri kosta, það gera þau líka í nýsköpun. Þessi hugmynd hjá VR er góð að mínu mati, og enn betur ef hægt væri að þétta dæmið með stuðningi. Faglegri þekkingu.
Sigurður Þorsteinsson, 12.1.2009 kl. 08:40
Atvinnuþróunarsjóðir og nýsköpunarsjóðir krefjast nokkuð glöggrar viðskiptaáætlunar áður en lán er veitt. Ég fékk lán á sínum tíma frá atvinnuþróunarsjóði og það hjálpaði mér því ég þurfti bara að borga vexti fyrsti tvö árin. Eftir þriðja árið hætti ég með fyrirtækið en ég borga enn af láninu. Það var tryggt með veði, bæði hjá sjálfum mér og ættingjum. Stuðningur í formi faglegrar þekkingar er held ég enn meira virði en fólk skyldi ekki ofmeta einhver skiteríis lán, eins og þau bjargi öllu.
Mjög hagstæð lán til loðdýraræktar, en þau lán voru myndarleg, gengu af mörgum bóndanum dauðum á sínum tíma. Það var sorglegt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.