Ég sé að fréttir hafa ekki borist frá lögreglunni á Eskifirði af skemmtanalífi Reyðfirðinga, en óhætt er að segja að höfnin hafi komið mikið við sögu sl. nótt. Um kl. 02.50 þegar ég kom akandi að krá bæjarins þá var múgur og margmenni við smábátahöfnina sem er rétt fyrir neðan kránna. Einnig voru á staðnum lögregla, sjúkrabifreið, björgunarsveitarbíll og slökkviliðsbíll. Ung stúlka hafði ekið beint í höfnina og er hún grunuð um ölvunarakstur. Bíllinn sem er nýlegur smábíll er töluvert skemmtur en stúlkan bjargaðist ómeidd úr bílnum.
Rétt fyrir kl. 6 í morgunn var ég pantaður að togara sem lá við bryggju og þegar ég kom á staðinn sé ég 3 menn bogra við bryggjukantinn. Í jökulköldum sjónum milli skips og bryggju svamlaði maður. Hann var að ná í tæplega hálfa vodkaflösku sem hann hafði misst í sjóinn. Mennirnir á bryggjukantinum höfðu fyrir mikla mildi fundið strax kaðalspotta sem þeir fleygðu til mannsins en fljótlega fór að draga af honum vegna kuldans. Þegar hann ætlaði að fara að krafla sig upp dekkin á kantinum, þá var hann orðinn mjög máttfarinn og virtist ekki ætla að hafa það af að koma sér upp þó við toguðum í spottann af öllu afli en maðurinn er vel í þyngri kantinum.
Ég var orðinn verulega áhyggjufullur um líf mannsins og hringdi í lögregluna og bað hana að senda sjúkrabíl og björgunarsveitina á staðinn í einum hvelli. Um tveimur mínútum seinna náðum við taki á manninum og með miklum erfiðismunum náðum við að draga hann upp. Við drifum hann strax um borð í togarann en hann var orðinn töluvert þrekaður. Sjúkrabíllinn kom nokkrum mínútum síðar og var hann þá aðeins farinn að hressast en skalf þó eins og hrísla undir teppi í hlýjum matsalnum.
Maðurinn hafði verið í sjónum í 7-8 mínútur og tæpara mátti það ekki standa að harmleikur hefði átt sér stað, og það fyrir smá leka í vodkaflösku.
Rólegt hjá lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946011
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
Athugasemdir
Andskotans leben er þetta á sveitavarginum.
Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 16:17
Dýrimæti dáindizwodkinn Reyðferzgi ...
Steingrímur Helgason, 4.1.2009 kl. 18:26
Enn eitt dæmið um óvandaðan fréttaflutning af landsbyggðinni!
Bjargaðist flaskan áður en sjór komst í innihaldið??
Árni Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 22:13
Ég held reyndar að lögreglan sjái um að koma svona fréttum á framfæri, ef hún hefur áhuga og nennu á því.
...já, flaskan bjargaðist
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 22:26
....nú er þetta þá nokkur frétt??????
Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 22:56
Jú, ...
"Frækilegt björgunarafrek á Reyðarfirði", hefði fyrirsögnin getað verið.
og millifyrirsögnin; "Tæplega hálfri vodkaflösku bjargað úr höfninni",
og önnur millifyrirsögn; "Björgunarmaðurinn stofnaði lífi sínu í hættu!"
Og þriðja; "Ráðgert er að heiðra hetjuna á Sjómannadaginn".
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.