Engin dýraverndunarlög eru í Kína og þ.a.l. engin viðurlög við illri meðferð á dýrum. Sumt fólk virðist enga samúð finna í brjósti sér ef dýr kvelst. Einn þeirra sem bloggar við þessa frétt setur inn myndband frá Kína, sem sýnir þegar verið er að flá hund lifandi. Ég horfði á blábyrjunina og gat svo ekki meir. Þvílíkur viðbjóður!
Sumt fólk vill banna allar tilraunir á dýrum í læknisfræðilegum tilgangi. Ég er ekki sammála því, ef þess er gætt að dýrin kveljist ekki. Eflaust eru einhverjar tilraunir á dýrum þar sem ekki verður hjá því komist að þau kveljist en þá ber að lágmarka það eins og frekast er unnt.
Mannréttindi eru einnig fótum troðin í Kína og það er auðvitað enn óhugnanlegra. Samt grunar mig að ill meðferð á dýrum skori hærra á hneykslunarmælum sumra. Furðulegt.
Með óbragð í munni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
- Starfsmenn neyðarmóttöku og hjúkrunarheimila afþakka mRNA bóluefnið
- Trump mun tapa þó hann sigri
- Helstefna Davíðs Þórs Jónssonar
- Erfiður starfsmaður
- Herratíska : Klæðileg bindi
Athugasemdir
Það er rangt að beita menn ofbeldi alveg eins og það er rangt að beita dýr ofbeldi, öll erum við í hamingjuleit og höfum líka rétt á því.
Í Kína er ekki borin nein virðing fyrir lífi. Það sést til dæmis hvernig þeir fara með Tíbeta. Svo eru ríkisrekin fyrirtæki sem blanda melamíni í mjólkurduftið. Kínversk stjórnvöld stunda hiklaust sögufalsanir og lygar. Mér finnst ekki skrítið að þeir fari svona illa með dýrin, eftir að hafa séð hvernig þeir fara með mannfólkið sem býr í landinu "þeirra".
Matthías (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:06
Sammála. Halldór Blöndal skoraði fast hjá mér þegar hann hliðraði sér hjá því að sitja apakattaveisluna í Perlunni og hlýða á fjöldamorðingjann frá Kína syngja O sola mia í boði íslenskra stjórnvalda.
Árni Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 17:50
Reyndar hefur það færst í vöxt undanfarin ár að fyrirtæki eru einkarekin í Kína, en það gerir ekki ástandið skárra, sennilega verra ef eitthvað er.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.