Fáránleg beiðni

"Upplýsingar sem fyrirtækið vill afla er m.a. um kröfur á hendur einstaklingum, um gjalddaga, eindaga og greiðsludag. Unnið sé með þær til að reikna út meðalgreiðslutíma hjá hverjum einstaklingi, og selja aðgang að niðurstöðunum".

Þarna er alltof langt gengið í persónu-njósnum . Þeir sem eru með allt niðrum sig í fjármálum, fara á einhvern lista... vanskilalista eða eitthvað þ.u.l. og það er kannski réttlætanlegt til að gæta hagsmuna meirihluta almennings. Hins vegar verður að gæta þess þá líka að einstaklingar séu teknir af slíkum lista, þegar hlutirnir lagast hjá viðkomandi.

Lánstraust er að snuðra eftir upplýsingum til að selja. Snuðra um meðalgreiðslutíma! Bölvaður dónaskapur og ekkert annað.

Kristinn Pétursson skrifar ljómandi góðan blogg-pistil fyrir akkúrat ári síðan um Lánstraust, sjá HÉR


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég held meira að segja að þetta fyrirtæki sé í eigu bankanna. Nú eru bankarnir komnir í eigu ríkisins og spurning hvort ríkið ætlar áfram að halda úti svona persónunjósnum. Lendi fólk inn á listum Lánstrausts þarf það sjálft að sjá um að losna þaðan út með því að sanna að allt sé uppgert. Þessi ítrekaða beiðni um frekari persónunjósnir tekur út yfir allan þjófabálk. Ársgamall pistill Kristins, sem þú linkar á Gunnar, segir allt sem segja þarf.

Haraldur Bjarnason, 26.12.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband