Skemmtileg jólagjöf

omar_hausmynd Ómar Ragnarsson tileinkar mér sérstaklega, texta sem hann samdi þegar hann var staddur á Eskifirði um svipað leyti og ég flutti austur á Reyðarfjörð úr höfuðborginni fyrir tæpum 20 árum síðan. Textan birtir Ómar á bloggsíðu sinni í dag. Við Ómar höfum oft tekist á á blogginu um stóriðju og virkjanamál og þær umræður sem skapast hafa við það, hafa oft verið fjörlegar og skemmtilegar.

Ég hef stundum hugsað út í það að miðpunktur alheimsins, Reyðarfjörður, á sér ekkert almennilegt lag, og nú er lag! "Við fjörðinn" heitir það og var flutt með tilheyrandi myndum í einum af spurningaþáttunum í keppni kaupstaðanna á Stöð tvö 1989-90.  Helga Möller söng lagið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband