Kynlífskannanir

Það má segja að tvær síðustu skoðanakannanir hjá mér hafi snúist um kynlíf í aðra röndina. Mér datt í hug að spyrja kynin að því hvað höfðaði mest til þeirra í kynferðislegu tilliti, í sambandi við útlit manneskju. Einn möguleikinn var "persónuleikinn". Það er hægt að færa fyrir því sannfærandi rök að persónuleiki sé ekki partur af útliti fólks.... og þó. Hvernig fólk ber sig, sjálfsöryggi o.þ.h., sést stundum langar leiðir og þess vegna hafði ég þennan möguleika með. Annar möguleiki var "Annað". Þetta "annað" vitum við auðvitað ekkert hvað er. Það er ekki ólíklegt að einhverjir líti á aðra þætti í útliti fólks, en við hin, til kosta eða lasta. Kannanirnar voru eins, nema að í stað brjósta hjá konunum, var brjóskassi hjá körlunum.

Bendi á nýja könnun hér til hægri

1329429655_efec554f52Fyrri könnunin og spurt var:

Hvað höfðar mest til þín kynferðislega í útliti konu?

Augu 13,8%
Munnur 1,8%
Andlit 5,5%
Rass 43,1%
Hendur 3,7%
Fætur 2,8%
Brjóst 12,8%
Persónuleiki 10,1%
Annað 6,4%
109 hafa svarað
Og svo voru konurnar spurðar:
SexySantaHvað höfðar mest til þín kynferðislega í útliti karlmanns?
Augu 15,5%
Munnur 6,4%
Andlit 6,4%
Rass 18,2%
Hendur 6,4%
Fætur 0,9%
Brjóstkassi 6,4%
Persónuleiki 28,2%
Annað 11,8%
110 hafa svarað

Spurnig hvort einhverjir hommar hafi kosið í þessari könnun. Það myndi sjálfsagt skekkja niðurstöðurnar eitthvað, rassinum til tekna.

Það er svolítið gaman að bera þessar kannanir saman. Þegar karlarnir svöruðu, þá voru þeir komnir í rúmlega 100 eftir tvo daga en það hefur tekið konurnar viku að ná sama fjölda. Annað hvort eru þær feimnari en karlar að tjá sig um svona hluti, eða að konur séu í þetta miklum minnihluta á netvafrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband