Herra Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, var duglegur að mæra "útrásarvíkingana" þegar allt virtist leika í lyndi. Það væri synd að segja að Hr. Ólafur hafi setið á friðarstóli þau 12 ár sem hann hefur setið í embætti og andstæðingar hans og hatursmenn vil ég segja, hafa í hæðnistón bent á hve Forsetinn virðist hafa verið í miklu vinfengi við auðmenn á umliðnum árum. Þessi gagnrýni er ekki að koma fram fyrst núna, heldur hefur hún heyrst með reglubundnu millibili undanfarin ár. Gamli Allaballinn hafði skipt um ásjónu; úr ábyrgðarfullum hagsmunagæslumanni lítilmagnans, í þotukall með "Nýríkum Nonnum"
Nú virðist vera að koma í ljós að eignir Landsbankans hrökkva engan veginn til upp í skuldirnar vegna Icesave reikninganna og það borgar sig ekki að selja eignirnar fyrr en eftir ca. 4 ár, ef hámarka á verðgildi þeirra. Það er því ljóst að almenningur þarf að taka allan skellinn vegna þessara skulda til að byrja með. En eftir stendur, þrátt fyrir sölu eigna og bara vegna Icesave, um 250 miljarðar sem almenningur þarf að borga, þegar reiknaðir hefur verið inn í dæmið kostnaður erlendra gjaldeyrislána.
Þá blasir við almenningi nöturleg staðreynd. Einkaþoturnar og ferðir Forsetans í þeim, voru borgaðar úr vösum almennings. Ofurveislurnar sem haldnar voru, bæði hérlendis og erlendis, voru borgaðar úr vösum almennings. Sumarbústaðir auðmannanna, sem sumir hverjir kostuðu hundruðir miljóna, voru borgaðir úr vösum almennings. Allt sukkið var borgað úr vösum almennings.
Árni Mathiesen var spurður að því um daginn, hvort frysta ætti eignir auðmannanna strax vegna bankahrunsins. Árni svaraði því á þann veg að það þætti honum afleit hugmynd. "Við viljum ekki haga okkur á sama hátt og Bretar gerðu, þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalögin". Þetta þótti mér ekki gott svar. Ef það er einhver lagaleg smuga, þá auðvitað að frysta eignirnar strax, þó ekki væri nema vegna þess að eignamennirnir sæta mikilli tortryggni almennings vegna ástandsins. Frysting þýðir bara frysting, ekki eignaupptaka og ef einhver vanhöld eru á lögmæti slíkrar frystingar, þá hlýtur að vera hægt að beita fyrir sig rétti stjórnvalda til setningu neyðarlaga.
Mér heyrist á þeim sem mótmælt hafa hvað harðast undanfarnar vikur, séu að hvetja til enn harkalegri mótmæla eftir áramót. Það kæmi mér ekki á óvart þó þeim yrði að ósk sinni og að einhverjir gangi af göflunum með hugsanlega sorglegum afleiðingum fyrir einhverjar einstaklinga, hvort sem þeir verða úr röðum mótmælendanna sjálfra eða lögreglunnar. Stjórnvöldum ber skylda að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist.
Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ekki ólíklegt að þetta endi með því að þeir drepi einhvern, eins og kellingin sagði þegar hún frétti af fyrri heimsstyrjöldinni. Vonandi hjaðna skrílslætin þegar (og ef) boðað verður til kosninga. Þá getur þessi hópur boðið fram lista og kannski komið manni á þing.
Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 00:06
Ég trúi því ekki að við eigum eftir að borga Icesafe. Ég vona að stjórnvöld hafi verið með lygamerki fyrir aftan bak eins og við strákarnir voru með í gamla daga, en stundum vorum við látnir lyfta höndum til guðs....
Ég vona að stjórnin eða næsta stjórn sé með einhver tromp á hendi. Við verðum að "svíkja" Bretana sem lét stjórnina lyfta höndum til Gordons og sverja að borga úr vösum okkar og vösum komandi kynslóðanna.
Til hvers? Til að fá lán til að borga Icesafe sem við þurftum hvort eða er ekki að borga?
Ef Davíð fer aftur í pólitík ætla ég að kjósa hann. Það getur ekkert versnað úr því sem komið er.
Benedikt Halldórsson, 22.12.2008 kl. 00:29
Já, Benedikt, ég hef aldrei verið aðdáandi ÓRG, en ég blés dálítið á þessar gagnrýnisraddir. Ég hafði nefnilega tröllatrú á því að þessi vöxtur og viðgengi bankanna væri að gera samfélagi okkar gott. Sú trú virðist hafa verið byggð á misskilningi.
En það breytir því ekki að ég held áfram að vera íhald og frjálshyggjumaður. "Hún snýst samt".
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 00:32
Benedikt annar, kannski fáum við eitthvað út úr fyrirhugaðri málssókn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 00:33
Forsetinn virðist hafa látið blekkjast af sjónhverfingunum á sama hátt og obbinn af þjóðinni.
Ég sjálfur trúði því, fram á þetta ár, að þessir kláru kallar útrásarinnar hefðu gott vit á því sem þeir væru að gera.
Mér datt hins vegar ekki í hug að Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og ríkisstjórnin væru með bundið fyrir augu og með eyrnatappa á meðan allt var á öruggri leið til helvítis.
Og ekki hafði unga og vel menntaða fólkið, sem ungast hefur út úr viðkiftafræðideildunum í þúsundavís, mikið til málanna að leggja.
Og hvar í ósköpunum voru allir endurskoðendurnir með hausinn á sér.
Að endingu, þeir fáu sem efuðust og komu fram með varnaðarorð voru rakkaðir niður og gerðir tortryggilegir og brigslað um annarlegar hvatir.
magnus (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 00:49
magnus, er það nema von að við sauðsvartur almúginn treystum þessum mönnum sem mærðir voru ákaflega í fjölmiðlum, af sjálfum Ólafi helga á Bessastöðum og fjölmörgum Alþingismönnum. Allt þykjast fjölmiðlarnir vita en vöruðu þeir við þessu? Öðru nær, þeir sneru út úr viðvörunum útelndra sérfræðinga og kölluðu fjandskap við Íslendinga og hreina öfund. Við verðum því miður alltaf gabbaðir og við alltaf látnir borga.
Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 01:06
Magnús og Baldur, eins og talað frá mínu hjarta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 01:13
Sá sem fylgir ekki eigin sannfæringu heldur eltist við það sem hann telur vera sér til framdráttar er dæmdur til að lenda í vandræðum. Það er loddara háttur.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.12.2008 kl. 07:36
Sigurgeir, þetta er karlmannlega mælt en samt held ég að í veruleikanum sé því þveröfugt varið, því miður.
Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 13:05
Það er bundið í stjórnarskrá að ekki megi lækka laun forsetans. Formaður BSRB hefur bent á að ólöglegt sé að lækka laun opinberra starfsmanna eða starfsmanna í fyrirtækjum í eigu ríksins.
Forsetinn og umræddir starfsmenn eru þó ekki eins miklir leiksoppar þessara laga og ætla mætti. Þeim er eftir sem áður heimilt að gefa viðkomandi hluta af launum sínum til góðgerðarmála eða jafnvel ríkisstjóðs ef þeir vilja.
Ómar Ragnarsson, 22.12.2008 kl. 18:17
Já, það ætti að koma á sama stað niður. En ég er ekki að sjá þetta fólk fara með seðlana sína í fjármálaráðuneytið, leggja þá á borðið og biðja um að þeirr renni í ríkissjóð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.