Það er verið að hvetja fólk til þess að hópast í Bónus-búðir og tefja þar fyrir afgreiðslu (svelta svínið) og eyðileggja viðskiptin og svo er verið að hóta fyrirtækjum sem auglýsa í DV. Fólkið sem vill haga sér svona, hvetur líka almenning til borgaralegrar óhlíðni og skemmdarverka í mótmælum. Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG er einn þeirra sem lítur með velþóknun á svona vinnubrögð.
Hagar voru sektaðir um 315 miljónir fyrir brot á samkeppnislögum og það er vel. Þannig vil ég að réttlætinu sé þjónað. En það er skrílnum ekki nóg því hann vill beita ofbeldi á götum úti.
Auglýsendum DV hótað með válista? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 20.12.2008 (breytt kl. 21:10) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 946217
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
- Vill endurskoða EES
Athugasemdir
Útrásarvíkingarnir, eins mikið og mögulegt er.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 21:39
Eða þetta er brella, gálgahúmor eða blanda af hvoru tveggja. Það leiðinlega við svona djók er að þetta sýnir borgaralega óhlýðni í neikvæðu ljósi.
Mótmælin og umræðan er það áhugaverðasta sem út úr þessu öllu saman hefur komð (og með öllu saman á ég við lækkun á gengi krónunnar með tilheyrandi), kominn tími til og ekki seinna vænna áður en ákveðið verði hvort ganga skuli inn í milliríkjasamband eða ekki.
Tóti (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 21:54
Gunnar fær þennan reikning í hausinn eins og hin fíflin! Skil reyndar ekkert afhverju þú flokkar að sniðganga Bónus sem ofbeldisverk. Svona þankagangur er skrítinn svo ekki sé meira sagt.
Kannski heldur Gunnar að það virki best að gera ekki neitt og halda áfram að versla í Bónus?
Björn Heiðdal, 20.12.2008 kl. 22:53
"Sveltum svínið" aðgerðin flokkast ekki undir að sniðganga fyrirtækið. Það flokkast undir ofbeldi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 23:19
Á borgarafundi síðasta miðvikudagskvöld sagði lögfræðingur (ég man ekki nafnið) að hann sæi enga leið til að koma lögum yfir þá sem hefðu falsað verðgildi fyrirtækja á hlutabréfamarkaði, með því að selja sjálfum sér og vinum sínum verðlaus fyrirtæki á okurprís. Þetta er allt saman löglegt, enda þjóna lögin þröngum hagsmunahópum betur en fjöldanum.
Tilgangur aðgerðarinnar 'sveltum svínið' er sá að draga úr gróða fyrirtækisins einn dag, rétt svona til að láta eigendur vita að til sé fólk sem vill gera þá og þeirra viðskiptahætti brottræka úr íslensku viðskiptalífi, enda þótt þeir hafi lögin sín megin. Hvernig geturðu flokkað það sem ofbeldi að tefja fyrir viðskiptum við þessa skúrka Gunnar?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:34
Það er ólöglegt að stöðva lögleg viðskipti, ekki flóknara en það. Þú ert ekki bara að brjóta á rétti seljanda heldur einnig kaupenda. En ég hef enga samúð með Bónus-feðgum, svo það sé á hreinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 23:53
Gunnar. Þegar fólk er hvatt til þess að taka vörur úr hillunum í Bónus og raða þeim á gólfið og starfsfólk er hvatt til þess að slugsa í vinnunni og jafnvel að stela frá sínum vinnuveitendum þá er þetta farið að líkjast ofbeldi alveg skuggalega mikið.
"-Ef einhverjum finnst vara sem hann vill kaupa vera illa staðsett getur hann tekið að sér að laga uppröðuninai. T.d. að stafla vörum í miðju gangvegarins svo verði þægilegra að komast að þeim."
"Reyndar væri best ef starfsfólkið vildi vera með í þessu. Það gæti t.d. unnið hægar en venulega, gleymt að slá inn nokkur núll..."
Aðalsteinn Baldursson, 20.12.2008 kl. 23:56
Já, svona lagað er alveg út í hött.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 23:59
Svona lagað myndi senda skýr skilaboð til manna sem með óheiðarlegum viðskiptaháttum sölsuðu undir sig svo mikil völd að það er ekki hægt að koma lögum yfir þá.
Þegar lögin heimila feitu svíni að skíta á hausinn á litlum maur, þá hefur litli maurinn um tvo kosti að velja; að kafna undir skíthaugnum eða gefa skít í þau lög sem vernda svínið.
Því lög þjóna ekki alltaf réttlætinu og réttlætið er fegurra en lögin.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:08
En lögin eru einmitt að ná þeim Eva, með stjórnvaldssektinni. 315 millur.
Auk þess að ef fólk er óánægt með lögin, þá á að beita sér fyrir því að þeim verði breytt, en ekki hleypa hlutunum í einhverja vitleysu. Lögreglunni ber skylda til að verja borgarana gegn lögbrotum og til hvers að standa í slagsmálum við hana?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 00:12
Þessi sekt er fyrir brot á samkeppnislögum. Það er út af fyrir sig nógu slæmt en stóri glæpurinn, að falsa verðgildi fyrirtækja og láta almenning borga brúsann, hann er algerlega löglegur.
Við erum ekki í neinu stríði við lögregluna og sjálf hef ég frekar reynt að eiga samstarf við hana. Ég fékk t.d. Geir Jón til að fylgja mér í Seðlabankann og ná tali af Davíð og ég náði samningum við lögregluna við ráðherrabústaðinn síðasta þriðjudag.
Það er hinsvegar staðreynd að megin hlutverk lögreglunnar er ekki að vernda borgarana gegn lögbrotum, eins og okkur er sagt, heldur að vernda vald fámennra hagsmunahópa. Menn sem hafa mikil völd, einkum þegar þau völd byggjast á auði þeirra, eru ekki handteknir þegar þeir brjóta á lítilmagnanum. Lítilmagninn er hinsvegar handtekinn þegar hann reynir að rísa gegn vondum valdhöfum. Lögreglumenn eru heilaþvegnir til að draga aldrei í efa réttmæti þess að hlýða skipunum og í huga margra aðgerðasinna, einkum anarkista er það sjúkt, rangt og auðvirðilegt.
Það er mjög erfitt að taka því ekki persónulega að vera handtekinn og það er ennþá erfiðara að taka því ekki persónulega þegar einu mennirnir í samfélaginu sem hafa leyfi til að beita líkamlegu valdi, misnota það vald. Síðasta þriðjudag reif lögreglukona í hárið á mér. Hún hafði enga ástæðu til þess, en ég hef samt engan rétt til að svara fyrir mig. Ég reiddist ekki í þetta sinn af því að ég veit að hún var bara hrædd og var þessvegna að reyna að brjóta mig niður. Hún var ekki hrædd við mig en hún var hrædd um að valda ekki því skítverki að tryggja ráðherrum næði til að skerða kjör öryrkja.
Ég reiddist ekki en það er skiljanlegt að fólk reiðist þegar einhver meiðir það og þá er hætta á að það svari í sömu mynt. Lögreglan hefur haldið sig frekar til hlés upp á síðkastið og það er faglegt, því þótt við séum ekki í stríð við lögregluna er hún fyrir okkur og eins og ólgan er gætu harkaleg viðbrögð lögreglu auðveldlega leitt til óeirða af frönsku gerðinni.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:43
En er ekki svolítið vafasamt að ráðast á verslun sem heldur lífinu í mörgum þessa daganna með lágu vöruverði? Væri ekki gáfulegra á gera þetta í Hagkaup frekar?
Ómar (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 04:33
Lögreglumenn heilaþvegnir
Og þetta með að falsa verðgildi hlutabréfa, það er í sjálfu sér rétt hjá þér, löglegt en siðlaust. Þó er verið að athuga hvort lög um almenningshlutafélög hafi verið brotin, það er verið að rannsaka þetta allt og þó að þú trúir ekki á hlutleysi lögregluyfirvalda og rannsakenda, þá held ég að meirihluti fólks geri það nú.
Þetta kemur allt í ljós. Það er verið að upplýsa okkur um skuldirnar, en við fáum ennþá lítið að vita um eignirnar á móti. Þær gætu verið umtalsverðar, eða við skulum vona það a.m.k.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 04:55
Anarkistarnir eru ansi góðir í því að segja hvað þeir vilja ekki en ég hef enn ekki séð neitt um það hvað þeir vilja í staðinn. Enda geri ég ráð fyrir því að þeir myndu vera á móti því líka. Það er jú einu sinni eðli anarkista að vera á móti stjórn og stjórnvöldum. En hvað græðum við á stjórnleysi og lögleysu?
Hvað á að koma í staðinn fyrir þá stjórn sem við höfum í landinu í dag?
OG ÞÁ ER ÉG EKKI AÐ MEINA ÞAU STJÓRNVÖLD SEM AÐ SITJA Í DAG HELDUR STJÓRNSKIPULAGIÐ OG LÖGGJAFANN SEM VIÐ HÖFUM.
Aðalsteinn Baldursson, 21.12.2008 kl. 07:54
Ég er afar undrandi á þeim sem standa að þessu "sveltum svínið" aðgerðunum. Ég fæ ekki betur séð en þessi aðför beinist eingöngu að okkur, viðskiptavinum Bónus og starfsfólki verslananna, en ekki að eigendunum.
Það er afar lítil þekking á verslunarrekstri í höfði þirra sem halda að það hafi einhver merkjanleg heildaráhrif á rekstrarafkomu fyrirtækis eins og Bónus, að trufla viðskipti þar í einn dag. Þeir sem taka þátt í slíku gera sjálfa sig fyrst og fremst að fíflum og leggja þungt lóð á vogarskál eyðileggingar jólahátíðar þeirra sem minnst hafa handa á milli til að gera sér dagamun um jólin.
Ég hefði haldið að mikilvægara væri að beina spjótum sínum að stjórnvöldum og lánastofnunum; frekar en að fara með ofbeldi gegn hagsmunum þeirra sem minnst mega sín í samfélagi okkar.
Hjartahlýjuna má sjá af vali þessa hóps á verkefnum; þ. e. að gera sitt til að eyðileggja jólin fyrir þeim sem minnsta aura hafa milli handanna og reyna að drýgja þá með því að versla í ódýrustu matvörubúðinni, sem er Bónus.
Við þökkum ykkur kærlega fyrir þessa yndislegu jólagjöf.
Guðbjörn Jónsson, 21.12.2008 kl. 09:26
Það er útbreiddur misskilningur að anarkistar vilji upplausn og hafi það eitt að markmiði að vera á móti öllu og öllum.
Anarkí merkir stjórnvaldsleysi og gengur ekki upp nema í litlum einingum. Að hafa andúð á valdapoti merkir ekki að það sé engin stjórn á hlutunum.
Reyndar er íslenskt samfélag eitt það anarkískasta í heimi, að undanskildu stjórnkerfinu og embættismannakerfinu. Anarkískt samfélag byggir á almennri þátttöku og tillögurétti, miklu sjálfboðastarfi og því að þeir sem stjórna hafa lítil tækifæri til leynimakks og eiginhagsmunapots. Þessi einkenni koma mjög glögglega fram, t.d. í starfi björgunarsveita, kvenfélaga og slökkviliðs. M.a.s. húsfélög á Íslandi eru almennt mjög anarkísk.
Anarkistar á Íslandi eru ekki stjórnmálaflokkur. Við teljum það ekkert okkar einkamál að móta nýtt samfélag, það á að vera afsprengi almennrar umræðu og skoðanaskipta. Í augnablikinu höfum við ekki annað markmið en það að koma íslensku mafíunni frá völdum en ég er hjartanlega sammála Aðalsteini um að nýtt stjórnkerfi er nauðsynlegt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 09:47
Kæra Erna og félagar
Ein mesta kjarabót sem komið hefur á Austurland, var fólgin í opnun Bónus verslunar á Egilsstöðum.
Ég sé ekki ástæðu til að ráðast gegn þessari verslun sem heldur hér niðri vöruverði, og tryggir fólki sem hefur bara atvinnuleysisbætur á milli handa sér, vörur á viðráðanlegu verði.
Þó fyrirtækið Hagar hafi verið sektað fyrir að gefa fólki mjólk, sé ég ekki ástæðu til að ráðast gegn Bónus, vegna orða hins ábyrgðarlausra götulýðs.
Hvað svo?
Hver segir hinum efnaminni að réttlæti sé náð með lokun lágvöruverslunar, hver hefur tekið að sér refsivaldið og fer um ásakandi einstaklinga um svik og stuldur, hvar eru þessi lög sem brotin voru af þessu fólki?
Persónulegt mat einstaklings á réttu og röngu eða á réttlæti, dugar ekki til sakfellingar og dóms.
Talið við þá sem kosnir voru til að setja lög, ef fólk er ekki sátt um löginn, í stað þess að fara um sem götulýður, leitandi að einhverjum til að hengja.
Svo er ykkur velkomið að fara í framboð, til að setjast á Alþingi og breyta lögunum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.12.2008 kl. 12:14
Gunnar þú býrð í landi þar sem regluverkið gengur ekki upp. Virk mótmæli eru eina ráðið þegar landið ver glæpamenn. Það er t.d búið að sanna það að hér á landi komast menn upp með það sem þeir væru leiddir út í handjárnum fyrir víðast annarstaðar. Þú er semsagt að verja gallað réttar og reglugerðarverk. Meira segja Sjálfstæðismaður veit þetta í dag.
Guðbjörn og Þorsteinn. Bónus býður jú lág verð. En í formi brota á samkeppnislögum. Þeir eru búnir að ryðja öllum úr vegi sem ætluðu að vera lægri en þeir. Það er brot á lögum. Ef það hefði ekki skeð væri mun virkari sammkeppni um að lækka verð á Íslandi. En þið viljið hrósa bleika svíninu en ekki sjá þennann part ?
Bónus hefur gert vel í fortíðinni. En mikil völd eru farinn að spilla stórkostlega.
Fólkið í landinu er það afl sem dæmir slíkt og stoppar. Sérstaklega þegar lagaraminn er svona slakur hér á landi.
Þröstur (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 12:48
Skítt og lagó með allt lágt vöruverð og það kjaftæði. Vér heimtum blóð og aftur blóð.
Félag Anarkista og Stjórnleysingja.
Sigurbjörn Friðriksson, 21.12.2008 kl. 14:39
Eitt annað, þegar baugsmenn eiga mest alla matvöruverslun í landinu og meirihluta heilverslana og ráða verðum á matvörumarkaði, hvernig vitið þið þá hvað er ódýrt og ekki?
Bónus selur á áhveðnu verði, restin látin selja hærra, þá auðvita er Bónus ódýrast. Baugur er í stöðu til að setja viðmið.
Þegar verslun eins og Fjarðarkaup ein og sér er farin að geta boðið sambærileg verð, er þá Bónus nokkuð ódýr verslun? Það er bara séð til þess að hinar verslanirnar séu dýrari.
Brynjar (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:46
Ef það er hægt að sækja eignir "útrásarvíkinganna" upp í skuldir bankakerfisins með löglegum hætti, þá á skilyrðislaust að gera það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 22:49
Það er ekki hægt Gunnar.
Á borgarafundi síðasta miðvikudagskvöld kom fram lögfræðingur sem sagði að enginn gæti farið fram á að eignir yrðu frystar nema vera beinn aðili málsins. Enginn virðist falla undir þá skilgreiningu og það er ekki hægt að gera það sem hópur. Til að eignir séu frystar þarf að liggja fyrir kæra sem þykir líkleg til þess að sakfellt verði í málinu og jafnvel þótt finnist smuga til þess, þá eru mestar líkur á að málinu yrði vísað frá.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:41
Ríkissjóður er beinn aðili málsins, auk þess er hugsanlegt að beita ákvæðum neyðarlaga til þess a.m.k. að frysta eignir auðmannanna, þar til málin skýrast. Tortryggnin í þjóðfélaginu virðist vera komin á það stig að réttlæting neyðarlega fer að verða auðveld.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 00:22
"neyðarlega"
Neyðarlaga
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 02:05
Ég fór í Bónus um helgina, blankur og vitlaus. Þar keypti ég gríðarlega stórt og gott franskbrauð sem kallast "kornbrauð" og kostaði ekki nema 159/stk, mikið stærra og þyngra en önnur brauð. Einig kaypti ég 1,5ltr flösku af "Cola" 1,5 líter á kr.69 og helti yfir á 3 stk af 0,5 lítra tómar flöskur. Innihald hverrar hálfslítersflösku kostaði mig kr. 23,-
Getið þið keypt ágætis gosdrykk fyrir ódýrare en kr. 23,- fyrir hálfan líter eða stórt franskbrauð fyrir 159 kr/stk? Ég var blankur, þyrstur og svangur og keypti Bónus Skinkupakka með niðursneyddum skinkusneyðum á 215/- pakkann. Frá t.d., Kjarnafæði var slíkur pakki helmingi dýrari.
Eigum við að hlusta á Anarkista, Níhilista, Femínista, Forkólfa hommafélaganna, Kommúnista og kaupa dýrara til að hegna Njóni Ásgeiri og pabba hans Jóhannesi?
Svari nú einhver "já" eða "nei". Gunnar Th. G., það væri nú gaman ef þú geriðir eina könnun í þínum ágæta skoðanakönnunardálki "Spurt er" hvort fólk væri tilbúið að leggja slíkt á sig yfir hátíðarnar, þegar innkaupareiningurinn í matarinnkaupum og reikstrarvörum heimilisins er hininhár og það nú í kreppunni.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 22.12.2008 kl. 11:12
Það á að vera Jóni (ekki Njóni).
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 22.12.2008 kl. 11:14
Já, við ættum að kaupa dýrari vörur tímabundið til að losna við þessa menn úr íslensku viðskiptalífi. Það er nenfilega svo skrýtið að þessir velgjörðamenn okkar sem hafa með annarri höndinni rétt okkur ódýrt kók (og má geta þess að sá vondi drykkur er framleiddur af einu ógeðfelldasta glæpafyrirtæki veraldar), var allan tímann með hina höndina ofan í veskinu þínu.
Þú munt sennilega ekki fá skuldir þínar afskrifaðar og ekki þá ég, en Sigurjón fyrrverandi Lansbankastjóri fór strax að vinna fyrir Jón Ásgeir eftir fall Landsbankans og hans fyrsta verk var að semja um að Jón Ásgeir fengi að kaupa 365 og tók við ''hæfilegum skuldum'' sem talið væri að fyrirtækið gæti staðið, hitt var afskrifað og lendir á skattgreiðendum. Það er að segja þér.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:37
Gunnar, ég held að „svínin“ eigi að vera tilvísun í sparigrísinn sem er logo Bónuss - án þess þó að ég viti það fyrir víst
eso (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:45
Að mínu mati eru SVÍNIN svo mörg nú að ég fer ekki að hamast í Bónusi, þar sem ég hef þó fengið skást vöruverð lengi. Viðurkenni að allgóðar heimildir um aðferðir fyrirtækisins til að kaupa ódýrt inn fyrir mig - gera að verkum að ég versla nú aðallega annarstaðar, þó það kosti lengri búðarferð!
Hlédís, 22.12.2008 kl. 20:35
Það verður hver og einn að gera upp við sig hvað hann vill gera, en ekki láta stjórnast af einhverri múgæsingu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.