Voðalega vinstri eitthvað

Alveg er þetta dæmigerður forsjárhyggjuhugsunarháttur Shocking Skólastjórnendur eiga ekki að vera bundnir af lögum um drykkjueftirlit á kennurum sínum. Þetta á einfaldlega að vera á valdi viðkomandi skólastofnunar að meta það hvort kennararnir hagi sér með sómasamlegum hætti. Ef stjórnendunum er ekki treystandi fyrir því, þá er eitthvað meira að í kerfinu en drykkja kennara.

mbcn191l


mbl.is Kennarar séu fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Það hefur verið voða flott að vera ógeðslega hægri eitthvað og leyfa fólki að gera allan andskotann eins og að koma heilli þjóð á kaldann klaka. Eins og að setja ekki lög hér sem segir að við höfum lært af Enron, öðru vísi en hvað það var flott að geta svikið almenning.

Það er ekkert frelsi falið í að leyfa vitleysingjum að haga sér eins og fífl gagnvart fólki sem vill lifa í friði fyrir ónæði þeirra sem í heimsku sinni vilja vaða yfir saklaust fólk og kalla það einstaklingsfrelsi.

Það er einfaldlega gott að sýna ábyrga hegðun og það var lengi vel ekki talið "voða vinstri eitthvað".

Í Bretlandi er ofsadrykkja alvarlegt vandamál og ein leið til að sporna við henni er að sýna að fyrirmyndir barna og unglinga sýni ábyrga hegðun á almannafæri. Er það eitthvað óeðlileg krafa?

Skúli Guðbjarnarson, 20.12.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, en það á ekki að þurfa að setja einhver lög um þetta. Skólastjórnendur eiga að gera viðeigandi ráðstafanir ef eitthvað er að.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 01:25

3 identicon

Það er nú bara þannig að svo til ómögulegt er að losna við óhæfan kennara, hvort sem það er vegna hegðunnar innan eða utan skólastofu. Því ekki er tekið mark á börnunum því þau eiga það jú til að kalla úlfur, úlfur, og þaðan af síður dettur samstarfsfólki   í hug að láta vita, þó slík vitneskja sé fyrir hendi um vanhæfi kennara.

Hitt er svo annað mál, að meiri þörf er nú kannski á umræðu um að foreldrar séu fyrirmyndir, finnst nú að þar eigi  forgangurinn að vera,  áður en farið er að skipta sér af þvi hvað kennarar gera í sínu einkalífi svo framarlega sem þeir séu ekki að brjóta lög.  Það eru nú takmörk  á því hvað foræðishyggjan á að ná langt innan lagabókstafsins.

Við megum nú ekki þurrka alveg út þá ábyrgð  okkar á eigin lífi,  að haga okkur eins og við séum þokkalega vitiborin, þó misjöfn séum hvað það varðar.  

(IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 01:56

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, Gunnar hinn gáfuríki, það á ekki að þurfa að setja nein lög um þetta frekar en um fjármálastarfsemina, eignarhald og bindiskildu bankanna ábyrgð ríkisins á erlendum innlánum sömu stofnanna og þar fram eftir götunum, yfirstjórnir þessara félaga og fyrirtækja áttu auðvitað að hafa taumhald á sínum stjórnendum ekki satt, samkvæmt þínum "hægri" lífsskoðunum og allir vita nú hvernig það gafs, nema að þú og nokkrir aðrir séu undanskildir!?!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 02:35

5 Smámynd: Sigurjón

Skúli virðist ekki bera meiri virðingu fyrir sínu starfi en svo að hann þurfi að vera undir stöðugu eftirliti utan vinnutíma.

Þarna er verið að tala um að kennarar geti ekki fengið sér í glas UTAN vinnutíma.  Sér virkilega enginn hvurslags djöfulsins afskiptasemi þetta er?!

Fuss!

Sigurjón, 20.12.2008 kl. 02:37

6 Smámynd: Sigurjón

Þú berð saman hluti sem eru allsendis óskyldir Skúli.  Eftirlitshlutverk fjármálastofnanna landsins eru ekki hið sama og siðferðiseftirlit uppeldismanna þjóðfélagsins.  Athugaðu það!

Sigurjón, 20.12.2008 kl. 02:39

7 Smámynd: Sigurjón

Magnús; ekki Skúli...

Sigurjón, 20.12.2008 kl. 02:40

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heh... tek undir með þér Sigurjón, hvað kemur bankastarfsemi þessu máli við? Annars veit ég ekki um neinn hægrimann sem telur að ekki þurfi eftirlitskerfi með bankastarfsemi. Fjármálaeftirlitið hérna brást og einnig var frjálsræðið of mikið ....greinilega. Dýr lexía.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 03:44

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigurlaug, hvaðan hefur þú það að það sé ómögulegt að losna við óhæfa kennara? Ertu kennari?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 05:04

10 identicon

Kennari sem drekkur með nemendum sínum er einfaldlega látinn taka pokann sinn.  Það þarf enga reglugerð úr hægri eða vinstri til. 

Mér sýnist þó á fréttinni að hún sé ekki "vinstri" neitt heldur eigi að innleiða siðferðisviðhorf "biblíubeltisins" i USA.

.og varla er það "vinstri" heldur afskaplega mikið "HÆGRI "

101 (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:44

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

101: það kemur hvergi fram að refsa eigi kennurum fyrir að drekka með nemendum heldur einfaldlega að drekka yfir höfuð. Hvernig getur fólk kallað þetta eitthvað annað en forræðishyggju?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.12.2008 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband