Það er gaman að lesa góðan og innihaldsríkan texta. Ég tók þessa tilvitnun hér að neðan úr bókinni á náttborði mínu. Nú langar mig að spyrja ykkur lesendur góðir: Vitið þið hver höfundurinn er? Hvað heitir bókin? Til þess að skemma ekki getraunina fyrir öðrum þá megið þið svara með því að segja hver fimmti bókstafurinn er, í nafni þess staðar sem höfundurinn bjó lengstum á og hve mörg orð eru í bókartitlinum.
"Hve auðtaldir þeir sem hafa vin átt svo að þeir hafi eigi villt honum sýn með lygum sínum! Mér hafa reynst allir vinir brigðulir, sem vissu hið sanna um auvirðuleik minn, og hverju hef ég ekki leynt þá! Þeir hafa jafnvel ekki grun um það sem jafnan á leikinn að baki starfshvata minna, hið glæpsamlega í vilja mínum! Ég stend fyrir sjónum allra þeirra hreinn og flekklaus, já og hlæ að því milli tannanna hve mér hefur tekist að blekkja þá! Vér eigum aldrei svo vingott við neinn að lygin skipi þar ekki öndvegi, að öðrum kosti eignuðumst vér aldrei vin. Já vér ljúgum jafnvel að Guði fram á banadægur vort!
Vinátta er ríkust af síngirni, sí-krefjandi, sí-heimtandi, reikningsglögg og kvikinsk. Menn gera gott vinum sínum til að hljóta gleði þeirra og þökk, og krefjast af þeim að fá að sitja í fyrirrúmi, en gleymi vinurinn að votta þér aðdáun sína, snýr þú við honum baki og kippir að þér hendinni. Ef orði hallar ertu engum jafnfljótur að reiðast sem vini þínum og við engan jafnseinn að sættast. Vinátta er verslun með kærleika".
Flokkur: Menning og listir | 19.12.2008 (breytt kl. 17:30) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 947184
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Netöryggisógnir og njósnir Kínverja
- Bæn dagsins...
- Að spyrja, efast, lifa Hugrekki í skugga boða og blekkinga
- Er bygging vindmylluorkuvers minniháttar umhverfisáhrif
- Vill þjóðin fara í ESB og er Samfylkingin þessvegna stór?
- Spennandi breytingatímar
- "Góðir liðsmenn" hlaupa fram af bjargbrún fremur en að skera sig úr hópnum
- Reykjavík breytt í gjallarhorn fyrir hryðjuverkasamtök Hamas
- Tjáning, hinsegin og skoðanafrelsi
- Trans Samtökin 78 töpuðu málinu- og kennarar styðja þau
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Sjö frumvörp urðu að lögum
- Lögregla segir hegðun gesta til fyrirmyndar
- Missti stjórn og hafnaði utan vegar
- Sportbíll sagður hafa flogið út af
- Heldur til Hollywood
- Banaslysin ekki vegna áhættuhegðunar
- Allir útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir bílslysið
- Ferðamaðurinn er fundinn
- Vilja reisa 167,5 m háar vindmyllur
- Sex fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri
Athugasemdir
Fimmti stafurinn er e og það eru þrjú orð í titlinum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:54
Hárrétt hjá þér Eva. Asskoti varstu glögg
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.