Svo virðist sem töluvert stór hluti almennings styðji Baugsveldið, sama hvað tautar og raular. Hvað ætla stuðningsmennirnir segi, ef dæmd verður sök í þessum ákæruliðum? Yppta öxlum og segja að dómararnir hafi verið keyptir af Davíð Oddssyni? Það er verið að eltast við fólk sem er grunað um skattalagabrot, grunað um að stela peningum almennings. Getur það verið að sama fólkið kvarti yfir niðurskurði ríkisins til velferðarmála og yfir því að lögreglan reyni að koma höndum yfir peninga sem eiga heima í ríkissjóði?
Maður spyr sig.
Ákært á ný í Baugsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Hvor gerði hvað?
Maður spyr sig.... aftur
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 00:47
Samt er það nú þannig að baugsveldið færði vinnandi fólki langbestu kjarabótina í formi lágs vöruverðs, betri kjarabót en fengist höfðu með launahækkunum í langan tíma, líttu til flokksbræðra þinna og stjórnarhafa sl 17 ár og hvað sérðu?? ég held að þú sjáir bara það sem þig langar að sjá, ertu lika orðin músikgagnrínir þarna?? og er það sjálfskipað starf? svo lika lítið fortune vinkill sem segir til um framtíðarmöguleika manna í pólitík Gunni elsku kallin minn ertu nú ekki full mikið á flugi í rangala?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:48
Já, ég er alveg sammála því Bónus hefur staðið sig með ágætum í að bjóða viðskiptavinum sínum lágt vöruverð, en gæti verið að þeim sé það hægt um vik af því þeir stela undan skatti?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 00:54
Gunnar, svona hefur það alltaf verið og við því er nákvæmlega ekkert að gera. Þegar Stalín lét myrða sakleysingjana þá hrópuðuðu þeir "Lifi Stalín" meðan byssukúlurnar þutu inn í hausinn á þeim.
Æja Honkanen, það er engin raunveruleg lágvöruverðs-verslun til á Íslandi. Þegar þú verslar við Bónus ertu í leiðinni að greiða af lánum sem runnu beint inn í sukk sonarins. En fyrst þú ert ánægð með það þá verði þér að góðu.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 00:56
Já Baldur, svo er það náttúrulega annar vinkill. Samanborið við hvað, er Bónus lágvöruverslun?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:01
Auðvitað á að krozzfezta þá sem að brutu á bak aftur heildsalaveldi Sjálfstæðisflokksins & byrjuðu að selja fólki ódýrari matvöru en það hafði áður séð, meira að segja frá 'kufélaginu sínu'.
Slíkt fólk, er samfélaginu hættulegt, í hvaða myndum sem að það birtizt.
Þetta sér nú hver heiðhiminnblár sjálfstæðizmaður.
Steingrímur Helgason, 19.12.2008 kl. 01:01
Gunnar, verðlagið í Bónus væri mun lægra ef viðskiptavinirnir væru ekki neyddir til þess að borga af sukklánum sonarins þegar það greiðir fyrir vöruna. Mér er kunnugt um að margir fjármálamenn hafa leitt hugann að því hvort nú væri ekki rétti tíminn fyrir raunverulega lágvöruverðs-verslun á Íslandi. Sullenberger segir upphátt það sem margir eru að hugsa.
Steingrímur, Pálmi í Hagkaupum ruddi brautina - og hann var Sjálfstæðismaður. Reyndar var Jói í Bónus líka Sjálfstæðismaður og er það kannski enn þá.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 01:08
Ég hef heyrt þessi kenningu í gegnum árin, að Sjálfstæðismenn vilji hefna sín á Bónusfeðgum fyrir að brjóta á bak aftur heildsalaveldið.
En er það ekki frekar langsótt... ég meina, heldurðu að gamla systemið komi aftur með því að gera útaf við Bónus feðgana? Að Sjálfstæðismenn græði eitthvað á því?
Heildsalaveldið er "Veröld sem var", við lifum á öðruvísi tímum en áður. Sama system og var hér, var líka allstaðar annarsstaðar. Breytingarnar í átt að stórum vöruhúsum komu fyrst fram í Bandaríkjunum, í höfuðvígi kapitalismans.
Margt gott sem þaðan hefur komið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:20
Borga af sukklánum sonarins ef ég versla í bónus,, undarlegt hvernig þeir geta samt alltaf verið með lægsta vöruverðið?? hvernig útskírir þú það?? ég minni á því ekki veitir ykkur af áminningu um það að menn hér eru saklausir þar til sekt sannast en orðalagið ykkar virðist vera að með böli skal böl bæta og líta til alcoa með kiknaða hnjáliði
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:21
Já, það er rétt Æja, lægsta vöruverðið, í landi sem hefur eitt hæsta vöruverð í heimi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:33
Við hjónin kaupum mest í Krónunni því þar er ódýrast - en stundum förum við í Bónus því sumar vörur eru ódýrari þar. Bónus byrjaði sem alvöru lágvöruverðs-verslun með fáar eða jafnvel bara eina tegund af hverri vöru og íburður í uppsetningu var enginn. Þetta hefur auðvitað gjörbreyst. Góðærið gerði það að verkum að fólk vildi heldur hafa flottari búð, meira úrval og greiða hærra verð. Nú er aftur kominn rétti tíminn fyrir alvöru lágvöruverðs-verslun því nú þurfa allir að spara.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 01:34
Þetta er rétt hjá þér Baldur. Bónus hefur breyst úr vöruhúsi með nánast engri þjónustu í matvöruverslun sem sker sig í litlu frá kaupmanninum á horninu.
Það vantar vöruhús sem selur hveiti og sykur í 25 kg. strigapokum
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:43
.... beint af brettinu
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:45
Er ekki búið að sýkna hann þrisvar af skattsvikum? Enn á ný er sama dæmið uppi. Væri ekki nær að snúa sér að nýjum málum, jafnvel gegn Jóni Ásgeiri, Björgólfunum, Kauþingsliðinu, Finni Ingólfs, Valgerði, Halldóri Ásrtíms með Gift og fleirum. Nær væri að beina kröftunum í þetta núna en endalausa þráhyggju Davíðs í þessu Baugsmáli.
Haraldur Bjarnason, 19.12.2008 kl. 07:57
Haraldur, mér finnst líka stórundarlegt - ef rétt er - að saksóknari sé að lögsækja mennina þrisvar fyrir sömu glæpina. Bendir til þess að einhvers staðar sé pottur brotinn: í löggjöf eða dómskerfi. En hvers vegna ertu að blanda Davíð inn í þessa umræðu? Fáðu þér hressandi morgunkaffi og reyndu að hugsa skýrt, Haraldur.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 08:15
Baldur. Búinn að fá mér morgunkaffið og það skýrir enn frekar út hvers vegna þessi mál komu öll til. Jóhannes, faðir Jóns Ásgeir, kom heildsalaveldi fjölskyldnanna fjórtán niður með stofnun Bónussverslananna. Davíð var verndari þeirra og kom þessu öllu af stað á sínum tíma og þrátt fyrir að hann hafi skipað vildarvini í hæstarétt hafa dómar Hæstaréttar verið á einn veg. Þetta er rugl að byrja á þessu einu sinni enn þegar stærri mál bíða. Gæti skilið að höfðað yrði mál gegn Jóni Ásgeiri út af Glitni eða útrásarmálum en að eyða orku í löngu búið mál er fáránlegt.
Haraldur Bjarnason, 19.12.2008 kl. 08:53
Æjá, ætli það sé ekki rétt hjá þér. Fyrst þeir gátu ekki klárað málið almennilega er líklega best að láta staðar numið og snúa sér að brýnni verkefnum. En þú verður að venja þig af þessu heimskulega Davíðs-hatri, Haraldur Bjarnason. Davíð var aldrei verndari einhverra 14 heildsalafjölskyldna. Hvaða óheillakráka blæs þér í brjóst svona firrum? Þegar Davíð lét reisa Kringluna og allt það glæsilega hverfi voru kaupmenn með stæla og hótuðu að láta gremju sína bitna á Sjálfstæðisflokknum. En kappinn Davíð lét ekki gróðapunga taka af sér ráðin. Hann byggði sína Kringlu og ekkert múður. Mig grunar að þú drekkir ekki nógu sterkt og gott kaffi - hefurðu prófað Merrild?
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 09:10
Augnablik. Var það ekki Perlan? Byggði ekki Pálmi í Hagkaup Kringluna? Drekk kaffi sem brennt er á Akureyri.
Haraldur Bjarnason, 19.12.2008 kl. 09:32
Haraldur, Davíð byggði Perluna og hann lét reisa Kringluhverfið - þrátt fyrir andróður hagsmunaaðila. Þá var reisn yfir Borg Davíðs, drengur minn. Nú er Snorrabúð stekkur eins og allir vita, niðurnídd miðborg, fjárhirslan galtóm, dópistar og ofbeldisseggir misþyrma vegfarendum - haltu þig bara við Akureyri.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 09:44
Ertu að halda því fram Haraldur, að ef menn hafi einu sinni verið sýknaður fyrir skattalagabrot, þá meigi ekki rannsaka menn aftur? Einhverjum málum var vísað frá á sínum tíma og svo eru þarna mál sem ekki hefur verið ákært fyrir áður. Auk þess hefur þetta mál verið í vinnslu frá því löngu fyrir bankahrunið. Á að kasta öllu svona frá sér í dag vegna nýrri mála?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 10:37
Æja talar fyrir mig í þessu máli.
Fáranlegt hvað einn ,,glæpamaðurinn" er hundeltur en ekki allir hinir. Hvað veldur? er bara svona auðvelt að muna nafnið hans af öllum fjöldanum? Ok ég treysti kannski ekki alveg dómstólunum en vil frekar hann heldur en dómstól götunnar.
Það þarf að laga lög og reglurgerðir hér á landi. Þar liggur hundurinn grafinn finnst mér.Sammála því sem mótmælendur voru látnir segja ,,eftirlitsaðilar eru svefnenglar"sofa í vinnunni á ofurlaunum.
Kv
Bára
Ps fyndið hvað margir hneykslast á skattsvikunum sem eru landlæg á Íslandi. Þetta er oft sama fólkið og lætur vinna fyrir sig svart ef það mögulega getur og stelur undan skatti við fyrsta tækifæri.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.12.2008 kl. 11:01
Svoldið sammála þessu þórdís. afhverju bara að hengja einn, þegar tugir eru sekir? sé ekki að hann geti tekið einn á sig allar sakir, ekki frekar en davíð oddsson.
En, lesið endilega þessa grein hér.
Diesel, 19.12.2008 kl. 11:21
Diesel, í þessum pistli er ég bara að tala um meint skattalagabrot þeirra sem um er fjallað í fréttinni, ekkert annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 15:32
Hver hefur ekki fengið greitt svart eða látið vinna svart fyrir sig? nú eða aka örlítið mjúkur? vöruhús og afgreiða af brettum,, come on gunni,, hvað mörg störf tapast við það? verslanir bónus og kaupmaðurinn á horninu eiga ekkert sameiginlegt nema versla með matvörur, kaupmaðurinn á horninu verslar sitt mikið í bónus og leggur svo á, er einhver kaupmaður á horninu hjá þér gunnar?? mér þykir þú oft verða kveðin í kútinn hér og menn furða sig á sumum pistlum þínum og það skil ég vel, mér finnst að þú verðir að vanda þig betur, hætta bullinu blogga vitrænt en ekki af einhverri ónáttúru sem fiskar bara eftir leiðindum, eftir þessa athugasemd hjá mér gef ég þér frí í mánuð og skoða þig svo
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:17
Hvort á ég að Einbeita mér að því að taka flís úr tá minni
eða Bjarga þjóðinni frá Skrímslunum í Alþingishúsinu
eeeee
kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.