Ég hef alltaf haft illan bifur á Reyni Traustasyni og hreinlega haft það á tilfinningunni að hann sé rotin manneskja. Þarna opinberaði hann sig loks fyrir alþjóð. Hann hikaði ekki við að reyna að rústa mannorði blaðamannsins unga og það hefði honum tekist auðveldlega, ef drengurinn hefði ekki vitað hvaða mann ritstjórinn hafði að geyma.
Nú er það spurningin: Eru mótmælendur tilbúnir að kasta eggjum í ritstjórnarskrifstofu DV?
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Er'ann að vestan?
Hlédís, 15.12.2008 kl. 21:08
Vá!! hvernig tókst þér að túlka eða misskilja fréttina á þennan hátt??
Á hvern hátt er Reynir að "rústa mannorði" með því að koma í veg fyrir að blaðið verði keyrt niður.
Reynir er nánast eini blaðamaðurinn sem ekki hefur verið í útrásarklappliðinu og eitthvað bit er í.
Golli.
golli (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:10
golli, þú ert greinilega ekkert að fylgjast með. Gerðu það og komdu svo aftur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 21:26
GOLLI! Hafi Reynir þessi reynt að sverta strákinn Jón B. - sjálfum sér og blaðinu til varnar - er hann ekki svona beinlínis það sem okkur vantar!
Hlédís, 15.12.2008 kl. 21:52
Slæmt dæmi um Vestfirðing Hlé-Guðm., því Vestfirðingar eru örugglega yndislegasta fólk Íslands. Segi ég það sem borgarbúi og nú Kaupmannahafnarbúi, en með smáviðkomu á Íbízafirði!
Gunnar: Þessir "mótmælendur" eru of vitlausir til að skilja málið. Líka það, að Sjálfstæðisflokkurinn eða Davíð Oddsson koma ekki við sögu.
Reynir hefur alltaf haldið að hann væri Corleone blaðamennskunnar. Mjög falskur er hann og siðlaus, en ég mun þó sakna hans þegar hann verður kominn í gröf blaðamennskunnar.
Guðmundur Björn, 15.12.2008 kl. 22:12
Sæl verið þið.
Ef þú ert ekki sammála mér Gunnar, þýðir það þá að ég sé ekki að fylgjast með?? Ég hélt að bloggið væri, meðal annars vettvangur fyrir skoðanaskipti.
Það sem ég hefði betur sagt að ofan, þegar ég segi misskilja eða túlka. Þá á ég við, hvernig stendur á því að trekk í trekk þegar dúkka upp mál, tengd bönkunum eða bankahruninu þá taka blaðamenn upp einhvern hliðarvinkil og gera að aðalmáli.
Það eru nokkrir vinklar á þessari frétt. En í mínum huga er vinkill nr.1 Það að Sigurjón Þ. Árnason fann enn eina leiðina til að mjólka útrásina, eða í þessu tilviki fann hann leið til að mjólka hrunið. Það eru til mýmörg dæmi um svona ráðgjafaþjónusturugl, þar sem menn hnoða saman einhverri skýrlsu eða "memo" og rukka svo nokkrar millur fyrir ómakið. Finnst fólki kannski Sigurjón Þ. Árnason hafa vantað aur til að láta enda ná saman?? Er Reynir Traustason orðin merkilegri en maðurinn sem ber ALLSVAKALEGA ábyrgð á fyrirbærinu Icesave??
Frétt nr. 2 er svo um Björgólf Guðmundsson og hvort hann eigi að komast upp með það að geta stýrt fréttum. Ætti Björgólfur Guðmundsson að eiga þessa prentsmiðju. Ef ég, kona mín og dóttir, ásamt ykkur, sitjum uppi með Icesave skuldirnar þá ættum við að eiga þessa prentsmiðju!! Og Þá hefði fréttin birst í DV, leyfi ég mér að halda. Og veð í hlutabréfum á eignarhaldsfélagi DV!!!??? Drottinn minn. Væri ekki nær að við fengjum veð í prentsmiðjunni og skuldir DV afskrifaðar.
Frétt nr. 3 Er Björgólfur Guðmundsson virkilega til í að toga í alla þá spotta, sem hann hefur aðgang að, til að verja Sigurjón Þ Árnason. Segir það ekki eitthvað um að hann, ætlar að vera/er með, lúkurnar í skilanefnd bankans??
Frétt nr. 4 Reynir Traustason. Þá loksins að hann þorði EKKI að taka slaginn!! Það lítur út fyrir að hann þurfi að segja af sér ritstjórn DV. Hvað eru þá margar vígtennur eftir?? Hvítbók??
Þetta gæti orðið jafn gáfulegt og þegar Þórólfur Árnason þurfti að segja af sér.
Golli.
golli (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:43
Hér er nýrri færsla um málið hjá mér. Lestu krækjuna sem ég vísa í, þar má m.a. finna yfirlýsingu Reynis sem hann sendi frá sér áður en hann vissi af upptökunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 01:40
haft illan bifur á, rotin manneskja, er þetta nú ekki fullgróft Gunnar? hvaða orð áttu þá yfir sjálfstæðismenn, Sigurjón Árnason og þess háttar fólk? fróðlegt að þú tjáir þig um þetta atriði fréttarinnar en ekki annað, þú minnist ekki á aðalatriðið og ert svo frakkur að vera með tengil við síðu Björns Bjarnasonar
Ævar oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 03:08
Björn er topp-maður. Hlustaðu á viðtalið við hann á ÍNN, það er krækja í það á síðunni hans
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.