Inneignarnótur

Konan mín keypti úlpu á son okkar í Samkaup-Úrval á Egilsstöðum um daginn. Þegar heim var komið og strákurinn fór í úlpuna, þá kom í ljós að hún er heldur lítil. Það var því ákveðið að skila úlpunni og fá aðra númeri stærri. En þá ber svo við að ekki er til stærra númer í þessari flík og því hefði mér þótt eðlilegt að verslunin endurgreiddi bara vöruna. En þá neitar verslunin því og gefur út inneignarnótu í staðinn. Eru þetta eðlilegir verslunarhættir? Að neyða viðskiptavininn til þess að kaupa eitthvað allt annað í staðinn fyrir fatnað sem ekki passar?   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar ég held að í tilfelli sem þessu sé þeim Framsóknarmönnum á Héraði ekki stætt á öðru en endurgreiða.

Haraldur Bjarnason, 15.12.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég á eftir að heyra í þeim,... tékka á þessu betur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband