Ég held að það sé alveg ljóst að það verður að gera eitthvað fyrir skuldugan almenning á næstu mánuðum, á meðan við erum að ganga í gegnum versta kúfinn. En ég tek öllum tillögum frá VG, stjórnarandstöðuflokknum sem heimtar kosningar sem fyrst, með miklum fyrirvara. Það er upplagt fyrir þá að slá um sig með óábyrgum tillögum sem hljóma vel í eyrum almennings. Það er auðvitað ávísun á vinsældir.
Frjáshyggjustefnan, sem Steingrímur segir að sé upphaf og endir alls ills, gerði það að verkum að kaupmáttur launa jókst hér meira en annarstaðar á vesturlöndum. Nú er kaupmátturinn svipaður og hann var 2005, svo ástandið að því leitinu er kannski ekki svo slæmt. Vandamálið er hins vegar að fólk skuldsetti sig í samræmi við tiltölulega stöðugt ástand og þær forsendur hafa brugðist. Þess vegna er nauðsynlegt að grípa til róttækra úrræða. En það verður að vera ábyrg úrræði, en ekki í formi yfirboða í vinsældakosningum.
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.12.2008 (breytt kl. 15:35) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Athugasemdir
Líklega eru allar tillögur sem ekki koma frá sjálfstæðisflokknum yfirboð. Og líklega hefur Aliber gamli ekkert vit á fjármálum fyrst honum líka ekki efnahagstök ríkisstjórnarinnar. Það var mikið áfall fyrir mig þegar Greenspan varð kommúnisti. Og ekkert skil ég í Bretum og Bandaríkjamönnum að nota kommúnista eins og Jón Daníelsson og Jón Steinsson til að kenna hagspeki. Ég man ekki eftir jafn trúverðugum vinnubrögðum í stjórnsýslu eins og þeim sem sýna sig í frábæru samstarfi Seðlabankastjórans og forsætis-og viðskiptaráðherra ríkisstjórnar Íslands í erfiðustu efnahagsþrengingum vestræns ríkis á síðustu áratugum.
Aðalatriðið er þó að þjóðin láti ekki glepjast af yfirboðum kommúnistanna. En bíðum við- hvað er verið að yfirbjóða Gunnar minn?
Og aðalatriði nr.2 er að við sjálfstæðismenn stöndum saman við að bera lof á okkar frábæru ráðherra. Svo finnst mér nú kominn tími til að þjóðin færi konunni hans Árna fjármálaráðherra blóm fyrir þá fórnfýsi að lána okkur hann á þessum erfiðu tímum. Hvernig hefðum við farið að hefðum við ekki átt aðgang að hans traustu stjórnarhönd?
Árni Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 18:17
Sæll bróðir.
Það er svo gaman að lesa þetta raus í þér. Að vísu veit ég að þessi skrif þín eru m.a til að stríða fólki.
Það versta er að þú hefur svo lítið vit á því sem þú skrifar, veist t.d. ekki hvað frjálshyggja er en það er annað mál. Ef það er verið að yfirbjóða eitthvað þá er best að þú svarir því hverjar tillögur Flokksins þíns eru til að bjarga heimilunum út úr þessum hremmingum sem Flokkurinn þínn er búinn að koma þeim í. Í næstu skrifum þínum skýrir þú út fyrir mér hvað frjálshyggja er. Kveðja bróðir.
Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:08
Tek undir með Einari, menn eiga ekki að vera með hálfkveðnar vísur og það að auki illa ortar, stundum er þó fróðlegt að lesa skrif hans og veit ég að Gunnar Th er víðlesinn maður en í pólitískum umræðum verður honum oft heitt í hamsi enda allgjör Davíðs grúppía,ekki vil ég þó segja að mikið hland hafi komið með við getnað líkt og hjá framsóknarmönnum
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 00:41
Sæll bróðir.
Ég skil vel að þér finnist pólitískt uppeldi á mér hafi mistekist hjá þér, en þó er ég ekki frá því að eitthvað hafi setið eftir. T.d. tel ég mig vera félagslega sinnaðan frjálshyggjumann, en aðferðafræði vinstrimanna hugnast mér ekki.
Efnalegur jöfnuður er markmið vinstrimanna, en það hefur sýnt sig að pólitískar aðgerðir sem stuðla að því, gera meira ógagn en gagn. Markmiðið á miklu heldur að vera að bæta kjörin heldur en að jafna þau. En svo virðist sem margir vinstrimenn missi svefn og ró, ef einhverjir efnast óhóflega mikið að þeirra mati.
Kapítalisminn og frjálshyggjan byggja á kerfi séreignar og samkeppni, en samkeppni er tiltölulega nýhætt að vera skammaryrði hjá gömlum Alþýðubandalagsmönnum, en þó ekki alveg öllum. Frjáls viðskipti er lykilatriði í frjálshyggjunni.
Frjálshyggja felur í sér tortryggni á óheft ríkisvald og skilning á því, að mannlegt samlíf getur verið skipulegt án þess að vera skipulagt.
Sjálfstæðismenn hafa á sl. 17 árum leitast við að breyta þjóðfélaginu á þann veg að minnka völd pólitíkusa, m.a. með einkvavæðingarstefnu sinni og einkavæðing bankanna er gott dæmi um það.
En frelsið er ekki gallalaust frekar en annað. Mannlegt eðli er samt við sig og græðgin er ein af dauðasyndunum sjö. Frjálshyggjan mærir ekki græðgi eða óheiðarleika frekar en aðrar stjórnmálastefnur og íslensk stjórnvöld og viðskiptalegar eftirlitsstofnanir hennar, virðast hafa sofið á verðinum, líkt og þau hafi haldið að þessir lestir væru ekki lengur til.
Þann kerfisgalla í íslensku banka og viðskiptalífi sem við okkur blasir, er hægt að laga án þess að víkja af vegi frjálshyggjunnar. Það er verkefni stjórnvalda næstu misserin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 02:17
Ertu með óráði Gunni minn??
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 03:36
Félagsleg frjálshyggja... já einmitt. Hún er þekkt, hún felst í því að Nýríki Nonni boðar til blaðamannafundar tilkynnir þar höfðinglega gjöf til einhvers málefnis í auglýsingarskini og til þess að losna við eða minnka skattgreiðslur til samfélagsins, sem eru höfuðsynd allra ríku Nonnana.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.