Lögleiðing fíkniefna kæmi í veg fyrir svona glæpi. Væri ekki þeim peningum sem fara í lögreglu, her og tollaeftirlit, betur varið í forvarnar og meðferðarstarf? Lögleiðing efnanna þarf ekki að þýða að samfélagið samþykki notkun þeirra. Í dag er hægt að kanna hvort um fíkniefnaneyslu sé að ræða, með ódýrum og skjótvirkum hætti og vinnuveitendur gætu gert það að brottrekstrarsök ef efni eru í starfsmönnum. Og ef efni finnst í fólki oftar en í einhver tiltekin skipti, þá mætti skylda eða beita viðkomandi félagslegum þrýstingi til að fara í meðferð.
Baráttan við fíkniefnadjöfulinn er vonlaus með þeim ráðum sem beitt hefur verið sl. áratugi. Árangurinn er enginn.... núll. Við mælum ekki árangurinn í fjölda manna á bak við lás og slá, við mælum hann í fjölda neytenda.
Hér eru nokkur góð áróðursspjöld gegn fíkniefnanotkun og myndin hér að neðan er eitt þeirra. Okkur var einhverntíma lofað fíkniefnalausu Íslandi árið 2000 og til þess að það mætti verða að veruleika, þá veittu stjórnvöld 2 miljörðum króna í átaksverkefni lögreglu og tollvarða. Hver er staðan í dag? Jú, slatti í fangelsi, en það skapar bara rými fyrir nýjan "díler". Neyslan hefur ekkert minnkað.
Áróður, forvarnarstarf og öflugt meðferðarstarf, það er málið
13 unglingar myrtir í Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Skrifaði færzlu í sama anda um það bil fyrir rúmári síðan.
Hef verðið undirokaður af werri winzdri grænum femínyzdabeljum síðan.
Er enda ekkert að hvarta, "What, me worrý"?
Stefnan er klárt bull.
Steingrímur Helgason, 6.12.2008 kl. 01:07
Ég hef líka skrifað svipaðar færslur áður. Sumir nota það sem mótrök gegn lögleiðingunni, að Hollendingar hafi ekki góða reynslu af henni, en þeir hafa heldur ekkert gert neitt á móti með forvörn og meðferð, þannig að í sjálfu sér hefur þetta aldrei verið reynt í raun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 01:26
Aukið aðgengi eykur neysluna er sannað mál og dugar mér til að vera á móti lögleiðingu fíkniefna, örugglega ekkert verið að aflífa hóp fólks vegna kannabisefna þarna í Mexico, dóplaust land árið 2000 og milljarð í forvarnir var svikið kosningaloforð frá framsókn enda sami höfundur og síðast, það að ætla að neyða eða skylda fólk í meðferð er aldrei vænlegt til árangurs það vita nú flestir, ekkert gert í forvörnum í Hollandi er bull í þér, undarlegir fírar þið öfgamenn
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 04:08
Ég man ekki til þess að miljarðarnir hafi átt að fara í forvarnir, þeir áttu að fara í lögregluna og tollinn og það var ekkert svikið.
Stór hluti fólks sem fer í meðferð, er á vissan hátt neitt til þess, eða réttara sagt fer vegna þrýstings frá fjölskyldu eða vinnuveitanda. Fólkinu er stillt upp við vegg, annað hvort, eða.
Hefurðu heimildir fyrir því Æja, að meiru fé sé varið í forvarnir og meðferðir í Hollandi en í öðrum löndum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 04:20
En á meðan fíkniefnaeftirlit var eflt, þá voru fjárveitingar til almennrar löggæslu of litlar.
Það er ekkert ólíklegt að neysla aukist til að byrja með, en þá kemur til kasta forvarna og meðferða. En svo lagast þetta trúi ég og ástandið verður a.m.k. skárra en það er í dag.
Þetta er ekki fullyrðing hjá mér, heldur skoðun og ég hygg að það sé þó nokkur fjöldi fólks á sömu skoðun. Fræðimenn hafa einnig lýst sömu skoðun á þessu en vissulega eru margir, og sennileg fleiri (ennþá) á öndverðu meiði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 04:30
Sem starfsmaður á meðferðadeild áfengis- og fíkniefnadeild LSH, þá er ég gríðarlega á móti lögleiðingu fíkniefna. Það er ekkert sem heitir skaðlaus fíkniefni. Það er ekki munur á kannabisefnum og amfetamíni, það skemmir jafnmikið andlegu hlið viðkomandi. Svo koma bara nýir dópsalar sem kaupa efnið löglega og selja svo þeim sem ekki hafa aldur, eins og landasalarnir gera því áfengi er löglegt. Forvörnum á að breyta og laga, efla samvinnu Lögreglu, Tollgæslu og Ríkisskattstjóra til að hindra innflutning og berjast gegn þeim sem selja. Minna framboð, færri notendur. Áfengi er löglegt en samt er mjög stór hluti landsmanna búinn að fara í meðferð. Hvað gerist með lögleiðingu fíkniefna, hver borgar meðferðina?
Árni (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 09:21
Lögleiðing hefur einmitt reynst vel í Hollandi, þar eru færri notendur kannabisefna en í Bretlandi skv. BBC og færri deyja af of stórum skammti sterkari lyfja skv. WHO, það þrátt fyrir hið augljósa aðdráttarafl sem Holland hefur fyrir notendur fíkniefna í allri evrópu ef ekki heiminum.
Tóti (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:30
Eigum við ekki að lögleiða þjófnað, nauðganir og morð? Þá væri hægt að hafa stjórn á þessu og úr þessum "glæpum" dragi og öll dýrin í skóginum yrðu vinir!
Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur, hafið þið Gunnar og Zzzzorglúbb að þroskast þegar þið komuð úr móðurkviði?
Fenrisúlfur, 6.12.2008 kl. 12:01
hættuð þið Gunnar... átti þetta að vera
Fenrisúlfur, 6.12.2008 kl. 12:02
Þjófnuðum og morðum myndi einmitt fækka með lögleiðingunni, að því gefnu að forvarnar og meðferðarstarf virki, auk þess sem hagsmunir glæpasamtaka hyrfu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 12:53
Ég dreg þá ályktun Gunnar af skoðun þinni og Zteingrímz á þessu máli að þið hafið ekki, sem betur fer, misst barn í víti eiturlyfjanna.
Engum vil ég það illt að upplifa það.
Ekki nefna lögleiðingu þessara efna í mín eyru.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2008 kl. 12:54
Axel, skilurðu ekki pointið? Við trúum því að slíkum sorgaratburðum sem þú nefnir, myndi fækka með lögleiðingunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 13:25
Við erum ekki að mæla eiturlyfjum bót, heldur að benda á leið til þess að fást við vandan. Núverandi aðferðir eru greinilega ekki að virka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 13:26
Eru Hollendingar að bakka út úr þessu "draumafyrirkomulagi" af því að árangurinn hafi verið of góður?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2008 kl. 14:00
Þeir hafa áhyggjur af ferðamönnum í sambandi við sveppina og þeir hafa áhyggjur af því að kannabisefnin eru orðin mun sterkari í dag en áður vegna kynbóta plöntunnar.
En enn og aftur, dílum við vandamálið með forvörnum og meðferðarstarfi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 14:03
Gunnar þú segir "Baráttan við fíkniefnadjöfulinn er vonlaus með þeim ráðum sem beitt hefur verið sl. áratugi. Árangurinn er enginn.... núll". Ég spyr hvað hefur þú fyrir þér í þessari fullyrðingu þinni ? Árangurinn hefur verið mjög góður hvað varðar ungt fólk, og tug prósenta minnkun á neyslu s.l. 10 ár bæði hvað varðar áfengi og vímuefni sem sjá má m.a á tölum frá Rannsóknir og greiningu. Lögleiðing þýðir aukið aðgengi og aukið aðgengi þýðir meiri neysla, svo einfalt er það og er verið að kasta fé að ætla lögleiða og borga meira í forvarnir og meðferðir. Þetta er líkt og slökkviliðsstjóri sem myndi gefa öllum óvitum eldspýtur en ætla redda því með að kaupa bara fleiri slökkviliðsbíla, það er heimskuleg aðferðafræði.
Arnar (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 18:55
Afhverju vísar þú ekki betur í þessar heimildir Arnar? Þú segir: "tug prósenta minnkun á neyslu s.l. 10 ár"
Ef borin eru saman árin 2000 og 2004 á vímuefnaneyslu framhaldsskólanema,(samkv. tölum frá Rannsóknir og greiningu) þá er þetta hreint bull í þér. Fyrri talan frá árinu 2000 og seinni frá 2004:
Ertu að meina þessar tölur Arnar? Er þetta tugprósenta minnkun?
Hjá mér heitir þetta aukning og sannar mitt mál að árangurinn sé enginn... núll.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 22:33
Málið er bara meðan fólk getur ekki einusinni lagt tvo og tvo saman mun þetta "stríð" halda áfram eins lengi og vímuefni verða til, því við erum ekkert að fara að losna við vímuefni í bráð, face it. Bannið virkar ekki og hefur aldrei virkað. Það verður eithvað að gerast í þessum málum bráðlega því núverandi kerif er því miður ekki að standa sig, við gætum eitt tífallt meiri fjármunum í þetta "stríð" en samt sem áður verið langt frá því að "vinna" það einhverntímann.
Áfegnis bannið / Bjór bannið
Vímuefna bannið.
Same problem, same solution...
Jón (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 08:23
Ég vil samt geta þess, að þó ég hafi gælt við þessa lögleiðingarhugmynd í nokkur ár, sem vel að merkja er einnig skoðun sumra "sérfræðinga", þá hef ég oft sveiflast til í þessari skoðun minni. Og ég er alls ekki 100% sannfærður um að þetta myndi virka. Í lögleiðingarleiðinni hlýtur að felast einhver áhætta.
En þegar dugleysi núverandi stefnu blasir við, þá hlýtur að mega prófa annað. En enn og aftur, efla forvarnir og meðferðarstarf.
Eins og bent var á hér að ofan, þá er hassneysla í Bretlandi meiri þar en í Hollandi. Gæti það verið vegna þess að með því að lögleiða efnið, þá hverfi spennan hjá unglingum við að afla sér efnisins? Að "töffararnir", þeir sem hafa samböndin, missi spón úr aski sínum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 15:08
Mæli með þáttaröð BBC þar sem fréttakonan Nicky Taylor athugar málið með kannabis á eigin skrokki og ræðir við fræðinga:
http://www.youtube.com/watch?v=b49WoKd5uss
Niðurstaðan virðist vera sú að kannabis sé vissulega skaðlegt heilsu en með því að hafa það ólöglegt er það enn skaðlegra en annars þyrfti að vera.
Tóti (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.