Ekki ætla ég að gagnrýna þennan dóm, en hugsanlega gæti þessi dómur skapað einhverjar ranghugmyndir hjá sumum unglingum og afbrotamönnum. Að nú sé allt í lagi að rífa kjaft við lögregluna því hún megi ekki snerta þá. Ég held að lögreglumaðurinn hafi misst sig aðeins í þessu tilfelli og dómurinn eðlilegur, en ég vona að maðurinn missi ekki djobbið fyrir vikið.
Þetta spjald er spaug, til að fyrirbyggja misskilning
Lögreglumaður sakfelldur fyrir líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
Athugasemdir
Ég held að hann geti ekki talist hæfur í götustarf a.m.k. aftur. Of stuttur þráður. Þegar maður hefur misst sig einu sinni er of auðvelt að gera það aftur. Enda áhugavert að Lögreglan leggur persónuleikapróf fyrir nýliða. Bróðir minn fór í svoleiðis og þeir vildu fá hann enda er hann með alveg fáránlegasta rólyndis eða þolinmæðisskap sem ég kannast við enda búinn að níðast á ræflinum í gegnum árin sem stóri bróðir .
Skaz, 5.12.2008 kl. 16:17
Samkvæmt sem ég las á blogginu á sínum tíma, frá þeim sem þekkja mannin, komu þessi viðbrögð hans mjög á óvart. Allir geta gert mistök og sjálfsagt að gefa manninum sjens.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 16:32
Þykir þér þetta viðeigandi spaug eftir að lögreglumaur gengur í skrokk á barni ??
Fransman (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:45
Maður átti þetta að vera :)
Fransman (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:45
Sástu ekki myndbandið? Ég lít ekki svona alvarlegum augum á þessa yfirsjón lögreglumannsins. "..gengur í skrokk á barni"
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 17:10
Lögreglumaðurinn er sýknaður af því að hafa eigi gætt lögmætrar aðferðar við handtöku og leit, eins og honum er gefið að sök í ákæruskjali.
Þá stendur eftir ágreiningur um úrlausn þess atriðis sem varðar ummæli um að lögreglumaðurinn væri þroskaheftur. Slík ummæli eru niðrandi og órökstudd.
Hér sýnist mér vera galli á öllum málatilbúnaði, hvað varðar þetta atriði. Persónulega hefði mér fundist rétt, að gagnáfrýað hefði verið, hvað varðaði þetta atriðið. Og fá dæmt í því, hvort heimilt sé að kalla lögreglumenn þroskahefta, án undangengins greindarprófs.
Dómurinn tekur ekki afstöðu til þessa atriðis, vegna þess að ekki var gerð krafa um, að dæmt væri í því. Það sjá allir, að kalla lögreglumann við skyldustörf slíkum nafngiftum, eru svigurmæli sem eiga ekki að líðast. Er hugsanlegt að þetta atriði hafi farið framhjá dómaranum að þetta skipti máli um endanlega niðurstöðu málsins og ásýnd þess gagnvart almennri hegðun í samfélaginu.
Ég er sammála bloggskrifara um að þessi dómur sendir röng skilaboð út í samfélagið. Nú halda allir að þeir geti rifið kjaft óáreittir við lögguna.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:46
Lögregluþjónninn missti sig ekkert aðeins í þessu tilviki, hann missti sig algjörlega og á að sjálfsögðu að missa "djobbið" fyrir vikið því hann sýnir sig í því að vera óhæfur til að fást við svona aðstæður. Hvernig hefur hann hagað sér þegar ekki hafa verið teknar myndir af störfum hans? Þessi maður á ekki heima í þessu starfi. Það er í lagi að rífa kjaft við lögregluna þegar ósanngirnin og ósvífnin keyrir um þverbak en það gerist allt of oft að lögreglan vaði yfir fólk með valdníðslu og óþarfa ofbeldi.
corvus corax, 5.12.2008 kl. 17:50
Í ljósi valds sem lögreglumaður hefur þá þarf þessi lögreglumaður að sitja inni. Það má bera þetta saman við þegar faðir nauðgar dóttur sinni. Hún hefur engar varnir eða bakland.
Hefði þessi lögreglumaður níðst á unglingi í frítíma sínum þá hefði hann í besta falli átt að missa vinnuna og borga sekt og bætur. En þegar hann kemur fram sem fulltrúi Alþingis (ath. Alþingi og framkvæmdavald er það sama hér á Íslandi) þá er hér um að ræða MJÖG ALVARLEGAN glæp!
Sumarliði Einar Daðason, 5.12.2008 kl. 21:38
Já, sumir vilja glæpavæða alla skapaða hluti og fylla fangelsin (sem reyndar eru stútfull nú þegar.)
Annars er það rangt hjá þér Sumarliði, að Alþingi og framkvæmdavald sé það sama. Alþingi er löggjafarvald en ríkisstjórn er framkvæmdavald
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 22:54
Gunnar: Eru men ekki að gleyma einum þætti hérna, það er að segja þeim manlega, vissulega missti umræddur lögregluþjónn stjórn á skapi sínu, en hann varð fyrir verulegu áreiti í starfi, og það frá krakka sem betur hefði verið innrætt, þó ekki væri nem lágmarks kurteisi og mannasiðir heima hjá sér, hvað við segjum við annað fólk skiptir máli og hvenær við segjum það, ég er ekki í neinum vafa um að unglingurinn sem var tuktaður til (því það er það sem var gert), á eftir að sjá eftir því sem hann sagði við mann sem var að sinna sínum skyldustörfum, þegar hann öðlast vit og þroska, og á eftir að fagna afskiptum Lögreglu þegar hann sjálfur þarf á þeim að halda.
Corvus corax, Virðist vera einn af þeim sem telja að það sé alveg í lagi að úthúða mönnum sem sinna störfum er lúta að allmanaheill, hann sjálfur er líklegast í óskastarfi og þarf aldrei að eiga við æst, frekt, drukkið, dónalegt, ofbeldissinnað og orðljótt fólk, hann telur að Lögregla vaði með óþörfu ofbeldi og valdníðslu yfir fólk, mér er spurn í hvaða landi býr maðurinn, eitt er víst hann er ekki hérlendis, nema hann sjái ekki útúr eign ímindarheimi.
Magnús Jónsson, 6.12.2008 kl. 00:38
Margt til í þessu hjá þér Magnús. En það verður samt ekki fram hjá því horft að lögreglumaðurinn gekk of langt, enda dæmt samkvæmt því. En löggan á mína samúð, ekki ótuktardrengurinn, sem vissulega á að kunna betri mannasiði. Kannski er þetta bara foreldravandamál
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 00:54
Ég held að viðbrögð lögreglumannsins hafi sýnt að eitthvað hafði drengurinn innsýn í þroskastig þessa lögreglumanns.
Hann er etv ekki "þroskaheftur" í læknisfræðilegum skilningi þess orðs, en það vantar klárlega eittvað upp á tilfinningaþroska til að hann geti gengt þessari vinnu sem honum er treyst fyrir.
Fransman (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:02
Tilkynnt er um þjófnað á vörum í verslun. Þegar lögreglan er að yfirheyra og leiða málið til lykta, óhlýðnast N fyrirmælum lögreglu. N ræðst á æru lögreglumannsins með móðgunum og ærumeiðandi aðdróttununum. Þá er N handtekinn og er aðferðin við handtökuna dæmd lögleg. En lögreglumaðurinn dæmdur fyrir líkamsárás. Það eru mótsagnir og þverbrestir í þessu.
Í bókinni Lögbókin þín, eftir Björn Þ. Guðmundsson, segir að ákæruvaldið eigi stundum sóknaraðild að meiðyrðamálum og þar segir:
„ 1. Ákæruvaldið á skilorðslausa aðild í þessum málum: “
Síðan eru taldir upp nokkrir liðir: „ c. Ef opinber starfsmaður er ærumeiddur, sbr. gr. 108, sem tekur til hvers þess, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttannir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu o.s.frv.“
Ég hef þá skoðun að ákæruvaldið mismuni aðilum í ákæruskjali. Það ákærir lögreglumanninn fyrir líkamsárás, en ákærir ekki N fyrir árás á æru lögreglumannsins, sem er ekki síður alvarlegt mál. Hér er spurningin hverskonar hegðun menn vilja halda uppi í þjóðfélaginu.
Eiga ungmenni að geta vaðið upp í verslunum og almenningum og rifið kjaft við lögreglu og verið með uppsteyt? Allt er þetta hægt samkvæmt þessum dómi og getur hann stuðlað að röskun á almannareglu.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 13:10
Gott innlegg Þorsteinn, takk
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.