Ég hef einu sinni lent í bílveltu, fyrir rúmlega 20 árum síðan. Ég var þá farþegi í bíl vinar míns og við vorum á leið niður í miðbæ og keyrðum eftir Skúlagötunni. Við gatnamót Skúlagötu og Vitastígs var komin umferðareyja sem við höfðum ekki séð áður og á henni var akbrautarmerki sem vinur minn sá of seint, þrátt fyrir tiltölulega lítinn hraða, en dimmt var og rigning. Bíllin lenti á skiltinu sem bognaði undan og blakaði svo bílnum á hvolf. Við slösuðumst ekkert fyrir utan smá skeinur vegna glerbrota, en þessi upplifun var mjög sérstök. Ég var á undan að staulast út úr bílnum og það sem vaktu furðu mína var að þegar slysið gerðist, þá var mjög lítil umferð en nú var múgur og margmenni í kringum bílinn og sumir viðstaddra voru mjög taugaveiklaðir, á meðan við vinirnir vorum sallarólegir.
Ég var í staðlotu í ökukennaranáminu í síðustu viku og fyrsti dagurinn fór í að vera viðstaddur umferðarþing sem haldið var á Grand Hotel í Rvk. Mjög margt athyglisvert og fróðlegt kom fram á þinginu en það sem stendur þó upp úr (því miður) var arfaslakur og út úr kú pistill eins frummælandans á þinginu, en það var Ragnheiður Davíðsdóttir , forvarnarfulltrú VÍS. Pistill hennar var öfgáróður frá feministafélagi íslands og átti akkúrat ekkert erindi á þingið. Samnemendur mínir í ökukennaranáminu voru að ég held allir mjög hissa á ræðu Ragnheiðar, en þessi 26 nemenda hópur er af báðum kynjum og skiptist nokkuð jafnt.
Ég kíkti inn á bloggsíðu Ragnheiðar og ef ég hefði verið búinn að kynna mér færslur hennar þar, áður en ég hlustaði á ræðu hennar á umferðarþinginu, þá hefði ég ekkert orðið hissa. Framlag VÍS til þessa þings, er fyrirtækinu til háðungar.
Lögreglubíll valt við Geitháls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 5.12.2008 (breytt kl. 12:31) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Ég skoðaði bloggsíðu Ragnheiðar og sá ekkert sem stingur augað, hvað er það sem þú finnur að hjá henni?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:16
Öfgafullur umhverfisverndarsinni, segir allt sem segja þarf.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.