Athugasemdir
Ekki miðað við orðalag dómsins. Vitnisburður stúlknanna var ekki metinn ótrúverðugur, einungis að hann dygði ekki sem sönnun gegn neitun prestsins.
Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 00:51
Þetta sýnir heldur að það er ekki tekið mark á stúlkunum, þær eru tvær en hann er einn, hvað ætli þurfi markar unglingsstúlkur til að orð þeirra jafnist á við orð karlkyns prests, spyr ég.
Sigrún (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:23
Þær voru aldrei vitni að samtali hvorrar annarar við prestinn, svo þetta var bara orð gegn orði. Ef það er saknæmt að faðma fólk og refsingin er mannorðsmorð, þá er eitthvað mikið að réttarríkinu okkar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 01:33
"Það eru mörg dæmi um að "saklausar" stúlkur hafi framið mannorðsmorð á þessum vettvangi."
Ef þú ert að ýja að því að þessar stúlkur séu að ljúga og hafi einhverjar annarlegar hvatir þarna að baki er það bara ógeðfellt. Dómarinn metur stúlkurnar trúanlegar enda eru foreldrar, stjúpforeldrar og jafnvel organistinn sem vitna um stúlkurnar hafi verið í uppnámi.
"Ef það er saknæmt að faðma fólk og refsingin er mannorðsmorð, þá er eitthvað mikið að réttarríkinu okkar. "
Þetta er bara ekki spurning um að faðma fólk eða ekki. Þetta er spurning um þegar maður í trúnaðarstarfi faðmar, strýkur og kyssir einstaklinga í óþökk þeirra. Lykilorðin hérna eru trúnaðarstarf og óþökk. Og málið er mun alvarlegra þegar um er að ræða börn.
Er þá í lagi að handboltaþjálfari unglingsstráka sé að faðma þá og kyssa á æfingum? Eða kennarinn og skólastjórinn að kyssa börn í skólanum?
Karma (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:36
Líka fínt að lesa dóminn áður en þú vilt að fórnarlömbin séu sjálf kærð fyrir að kæra.
Karma (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:44
Séra Gunnar hefur sjálfur séð um að klára sitt mannorð í gegnum tíðna. Presturinn hefur hrökklast úr hverri sókninni eftir aðra. Ástæðan! Hann kann sér ekki mörk hvorki í þessu né öðru.
Rannveig H, 3.12.2008 kl. 09:54
Ja hérna, Rannveig! Hafi presturinn séð svona vel um ".. að klára mannorð sitt.." fram til þessa, hví þarft þú þá að bæta á grýtinguna nú?
Hlédís, 3.12.2008 kl. 10:32
Vel mælt Karma, og akkúrat það sem ég var að meina, ég vona að þú eigir sjálfur ekki unglingsstúlkur Gunnar, en það væri svo sem eftir öllu.
Sigrún (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:40
Sonur minn sem ég á í Reykjavík, fæddur þar og uppalinn og hefur gengið þar í barnaskóla, þurfti á smávægilegri aðstoð barnasálfræðings á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar að halda. Ég var kallaður þangað til að vera viðstaddur stöðufund vegna drengsins (sem þá 8 ára gamall). Á þeim fundi varð eftirfarandi hluti úr samtali milli mín og barnasálfræðingsins að viðstöddum, aðstoðarskólastjóranum, aðalkennaranum, sérkennaranum og móðurinni:
Ég: "En ef barnið (þá 8 ára) verður fyrir einhverju áfalli eða hræðslu, þá hlýtur einhver kennarinn að geta tekið utan um barnið og huggað það eins og við gerum í Skagafirðinum?"
Barnasálfræðingurinn: "Nei, það má ekki. Það flokkast undir kynferðislega áreitni. Hann er kominn yfir dagskólaaldur."
Ég: "Það eru nú heldur betur misvísandi skilaboð sem barnið fær. Þegar drengurinn er hjá mér í heimsókn í Skagafirðinum, þá er hann knúsaður og kysstur eins og Skagfirðingar gera og hafa alltaf gert við hvora aðra frá alda öðli?"
Barnasálfræðingurninn: "Nei. Það má ekki. Barnið þarf þá að fá "professional" áfallahjálp ef það huggast ekki af sjálfu sér."
Ergo: Séra Gunnar verður að flytja til Skagafjarðar til að teljast "normal".
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 3.12.2008 kl. 11:05
Karma, já, það eru mjög mörg dæmi um upplognar ákærur af þessu tagi. Nýleg rannsókn í Danmörku bendir til að um 30-40% slíkra kæra séu upplognar eða ýktar af ýmsum ástæðum. Nýlegt og alvarleg dæmi hér, þegar unglingsstúlka kærði 3 menn fyrir nauðgun. Upptökur á símamyndavél sýndu allt aðra atburðarrás.
En það er rétt hjá þér að ég var ekki búinn að lesa dóminn þegar ég skrifaði færsluna, en ég gerði það strax í kjölfarið. Að kæra stúlkurnar fyrir kæruna, er ekki raunhæft sýnist mér. Dómurinn telur alla framburði trúverðuga, en þetta litla "extra" sem þurfti til sakfellingar, var ekki fyrir hendi. Dómstóll götunnar er á öðru máli.
Sr. Gunnar hefur vissulega verið í andstöðu við marga í gegnum tíðina, en ég man ekki til þess að það hafi verið á þessum nótum fyrr. Presturinn er ekki allra og unglingar eru fljótir að læra það sem fyrir þeim er haft. Ef stúlkunum hefur fundist faðmlög prestsins óþægileg, þá hefði verið hægt að koma þeim skilaboðum áleiðis til prestsins. En andúðin á honum, varð dómgreindinni yfirsterkari.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 11:25
Karma; Hefur þú nokkurntíma fylgst með í sjónvarpinu keppni t.d. í fimleikum á Ólympíuleikunum? Þar eru keppendurnir, hvort sem eru drengir eða stúlkur, föðmuð og kysst af þjálfurum sínum og meðkeppendum og jafnvel starfsfólki, félögum og vinum. Fransmenn, svo og Austur-Evrópsku þjóðirnar, t.d., Rússar, Úkraínumenn, Hvítrússar o.fl., o.fl., kyssast eins og Skagfirðingar gerðu þegar ég var þar fyrst í sveit, beint á munninn, kerling við kerlingu, kerling við karl, karl við karl og það heitir "að mynnast við" (Y) ypsilonið komið af "munnur".
Meira að segja íslenska handboltaliðið, þegar þeir unni til úrslitakeppninnar um silfur/gull, þá föðmuðust þeir og kysstust og sumir grétu af fögnuði, svo ég held að hafi farið um margan Femínistann og siðapostulann sem þolir ekki svona "dónaskap og kynferðislega áreitni" hjá íþróttafólki.
Svo er ekki sama hvernig er faðmað og mynnst við (kysst). Það er meira segja ekki sama hvernig er klappað á bakið eða öxlina. Þar kemur háttvísin inn og misjafnlega auðvelt að vinsa úr dónana.
Björn S. Lárusson (blár); Góð ábending um 3 sjónarmið. Má ég stinga upp á einu sjónarmiði í viðbót, þannig að sjónarmiðin verða 4? Þ.e., sjónarmið þeirra sem fjalla um tilfellið (t.d., bloggarar og fjölmiðlar) sem þeir hafa aldrei séð og þau sjónarmið eru fjölmörg.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 3.12.2008 kl. 11:29
Karma; Rétt, ég meinti sjónarmið nr. 4, er sjónarmið "dómstóls götunnar".
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 3.12.2008 kl. 11:32
Ríkissaksóknari gefur út ákæru í svona málum Gunnar. Væri ekki betra að kynna sér smá í réttarfar áður en "gasprað" er um svona mál hérna eins og þú gerir. Og kannski að fara svolítið betur yfir dóminn og dómsorðið í stað þess að hlusta á einhverja aðila á Selfossi.
alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:17
Ég hef alltaf verið talsmaður þess að kæra upplognar sakir enda er það lögbrot. Aftur á móti er ekki hægt að setja samasem merki á milli sýknu og að kæran sé upplogin og rosaleg einföldun að gera það, sérstaklega þar sem sönnunarbyrðin er mikil í kynferðisafbrotamálum.
Rétt er það Björn að íslensku landsliðsmennirnir kysstust og knúsuðust. Aftur á móti eru þeir fullornir karlmenn og "innilegheitin" voru gagnkvæm. Ekkert að því að tveir jafningjar faðmist.
Ég vil nú ekki byrja á þeirri barnaþrælkun sem afreksþjálfun fimleikafólks er en mæli með því að þú kynnir þér heimildarmynd sem sýnd var á RÚV fyrir nokkru síðan sem sýnir hvernig þeim málum er háttað.
Ég er heldur ekki að halda því fram að faðmlög séu slæm. Þvert á móti eru þau mikil huggun og stoð á RÉTTUM tímum og mega ekki vera í óþökk.
Karma (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:28
Hlédís: Ég tel mig ekki vera grýta manninn en tel enga ástæðu til að verja hann. Ég tek það fram að Gunnar gifti mig og skýrði börnin mín á sínum tíma. Ég tel líka að ég hafi þekkt ágætlega til starfa hans á þeim tíma. Ef að ég væri að grýta þá myndi ég tjá mig skýrar.
Rannveig H, 3.12.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Nú þekki ég ekki þetta mál persónulega, en aðilar sem ég þekki á Selfossi sögðu mér að þetta hafi verið hystería í stúlkunum og að Sr. Gunnar yrði örugglega sýknaður.
Það eru mörg dæmi um að "saklausar" stúlkur hafi framið mannorðsmorð á þessum vettvangi. Og það eru eflaust líka mörg dæmi um það að afbrotamenn eru sýknaðir, en það er þó skárra að sekur maður sleppi en að saklaus sé dæmdur, sérstaklega í svona málum. En maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér.... ef Sr. Gunnar er dæmdur saklaus, á þá ekki sækja stúlkurnar til saka fyrir áburðinn?