Áhrifin neikvæð

Það væri gaman að sjá rökstuðninginn fyrir neikvæðum áhrifum álvers. Þeir sem eru heiftarlega á móti því að við nýtum vatn eða jarðvarma okkur til hagsbóta og til þess að selja orkuna til stórra raforkukaupenda, nota stundum þann hræðsluáróður að virkja eigi allt sem mögulega virkjanlegt sé og að álver eigi að rísa í hverju krummaskuði. Ef það væri raunin, þá væru auðvitað yfirgnævandi meirihluti þjóðarinnar á móti slíkum fyrirætlunum. En það er bara ekki raunveruleikinn. Raunveruleikinn er að nýta þessa orkumöguleika á tveimur til þremur stöðum, til viðbótar þeirra sem fyrir eru, þ.e. orkuöflunar til stórkaupenda.

Það er gott að búa í Fjarðabyggð!


mbl.is Meirihluti telur álver hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar, raunveruleikinn er sá að við vitum ekkert hvað fæst fyrir rafmagnið til álvera, það er líka ískaldur raunveruleiki að álverið og virkjunin þarna fyrir austan var pólitískur gjörningur frá framsóknarmönnum og ekki eru nú fyrri verk  fögur hjá þeim og því ekki skrítið að maður efist um að hagsmunir annarra íslendinga hafi verið í fyrirrúmi

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband