Ekki sterkur foringi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur ræðu á fundi... Ég var lengi vel laumu-hrifinn af Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún stóð sem sterkust sem borgarstjóri, en síðan hefur þetta verið "down hill" hjá henni. Ef Samfylkingin er orðinn stærsti stjórnarmálaflokkur landsins, þá þarf flokkurinn stærri foringja. Þegar fólk hefur ekki fullkomið vald á því sem það er að segja, þá fyllist það óöryggi og það hefur skinið í gegn hjá formanni Samfylkingarinnar. Nokkur atriði í ræðu formannsins finnst mér alveg út úr kú og ég get svo sem farið í gegnum það í athugasemdarkerfinu ef einhver krefur mig um þau atriði.

Ég sé engan í flokknum sem alvöru foringja og því blasir við foringjakreppa hjá Samfylkingunni.... eins og á aðrar kreppur sé við bætandi þessa dagana. Shocking


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Heill og sæll Gunnar,

Það er lítið mál að stjórna þegar vel gengur en það reynir fyrst á þegar á vandamálunum þarf að taka. Ég hef mikið velt fyrir hlutverki leiðtogans og hvernig leiðtogar geta fengið fólk með sér. Það nægir að horfa yfir Alþingi í dag og sjá að þar eru ekki margir leiðtogar eins og þessir sem að við þekktum af gamla skólanum. Forystumenn í þjóðlífi, nátengdir inn í grasrótina þar sem gerjunin var til staðar og beinn aðgangur að því sem við getum kallað fjörefnið sjálft. Kannski að veruleikinn með suma stjórnmálaforingja sé sú staðreynd að þeir eru ekki rétt tengdir.

Leiðtogar eru ekki endilega fæddir leiðtogar, fólk getur þróað með sér forystu- og leiðtogahæfni og glatað þeim hæfileikum líka. Það sama gildir um stjórnmálamennina.

Lifðu heill

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 22.11.2008 kl. 16:52

2 identicon

Foringi er sá sem telur kjark í fólk, kemur með lausnir og umfram allt hefur sýn á samfélagið sem gefur fólki von um framfarir og betri heim.

Ingibjörg Sólrún er ekkert af þessu. Skortur hennar á mannkærleik gefur henni möguleika á því að láta ekki á sig fá erfiðleika annarra og því ruglar fólk saman við innri styrk. Hún þarf ekkert að harka af sér. Henni er bara alveg sama.

 Þetta er manneskjan sem sá ekkert fyrir, sér ekki fyrir og sést ekki fyrir. Með hana við stjórnvölinn munum við örugglega lenda í miklum vandræðum.

Doddi (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:55

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir góð innlegg félagar. Ég held samt Guðmundur, að leiðtogahæfileikar séu meðfæddir þó vissulega sé hægt að þróa þá bæði afturábak og áfram.

Annars er ég sammála ykkur báðum í meginatriðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband