Hverjir tapa leiknum!?

Ögmundur Jónasson telur að fjölga muni á útifundum. Er Ögmundur orðinn svo fastur í því að vera á móti, að hann er hættur að spá í hvað andstæðingar hans í pólitík eru að segja? Hann virðist kreppa hnefann ósjálfrátt og berja honum í borðið og segja "Nei!"

Minnir á djókið þegar einhver forkallari segir "Hverjir eru bestir? Allir svara: "KR"

"Hverjir eru langbestir?"...."KR!"

"Hverjir tapa leiknum?"..... "KR" Devil


mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er byggt á misskilningi í Ögmundi, því bankarnir voru ekki gjaldþrota. Veðið er í bönkunum sem eign og bankarnir eru enn sjálfstæð fyrirtæki þó ríkið hafi yfirtekið þá. Að tala um að hægt sé að svifta sjálfbær fyrirtæki atvinnumöguleikum sínum get ég ekki fallist á. Að svifta útgerðir kvóta sínum, sem þau hafa eignast með góðum og arðsömum rekstri og afskrifa skuldir þeirra í ríkisbönkunum,yrði þjóðarbúinu gífurlega dýrt. Kvótaleiga ríkisins myndi aldrei bæta þann skaða.

Hins vegar var vitlaust gefið í upphafi og það má leiðrétta, en það verður að gerast með langri aðlögun en ekki strax eins og Ögmundur vill.

Ég man vel þá tíð fyrir daga kvótasetningarinnar. Þá fengu allir að fiska sem réru. Var þá einhver gósentíð í sjávarútvegi? Nei, aldeilis ekki. Þá voru allskyns sjóðir sem styrktu útgerðarfélög út um allt land,í formi niðurgreiddra ríkislána og kjördæmapotarar voru í essinu sínu. Gjaldþrot voru þrátt fyrir svoleiðis sjóðasukk algeng á þessum árum. Það voru helst bæjarútgerðir sem lifðu, en ekki af því þau voru svo vel rekin, heldur vegna þess að þeim var ekki leyft að fara á hausinn. Þá kom nefnilega "pennastriksaðferðin" til sögunnar. Það var einfaldlega krossað yfir lánin.

Og þrátt fyrir þetta allt, þá fækkaði í sjávarbyggðum. Fólksfækkun í litlum sjávarplássum var byrjuð löngu fyrir kvótakerfið. Í dag er sjávarútvegurinn að skila mun meiru til þjóðarbúsins, en fyrir daga kvótakerfisins. Að því leiti má segja að fiskurinn í sjónum sé meiri þjóðareign í dag en áður.

Ég vill hins vegar breyta kvótakerfinu og þá sérstaklega m.t.t. smábáta. Kvótaleiga Ríkisins kemur líka alveg til greina, en eins og ég sagði áður, þá þarf það að gerast í mjög hægum skrefum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að flestir séu sammála því, fyrir utan hákarlana í sjávarútveginum, að kvótakerfið er langt frá því að vera gallalaust. Sumir segja meingallað og aðrir minna. VG og Samfó gera mikið út á populisma og það sem Ögmundur segir í greininni, er mjög vel fallið til vinsælda nú um stundir. En auðvitað veit Ögmundur o.fl. að dæmið er ekki svona einfalt. 

Bara það að afskrifa veðsetninguna í kvótanum, burt séð frá lögmæti veðsetningarinnar í upphafi, myndi kalla á hörð viðbrögð úr öðrum atvinnugreinum. Ríkið verður að gæta jafnræðis í aðgerðum sínum. Og hvernig sér ESB það fyrir sér ef útvegsfyrirtæki á Íslandi fái afskrifaðar skuldir til ríkisfyrirtækja (bankanna) ef sjávarútvegsfyrirtækin halda síðan áfram í sama rekstri í samkepnni við aðra sem ekki hafa fengið sömu meðhöndlun?

Það er nákvæmlega sami hugsunarháttur í VG og forvera þeirra, Alþýðubandalaginu. Þeir (Alþ.b.l.) gagnrýndu allt og alla, enda nánast aldrei í stjórn frekar en VG. Svo þegar þeir komust loks í stjórn, þá var sjaldnast staðið við stóru orðin og ef það var gert, þá var það með hörmulegum afleiðingum og stjórnarslitum í kjölfarið.

 Orð Ögmundar í greininni eru stór og til þess fallin að kynda enn meir undir þann óróa sem fyrir er. Ef Ögmundur og hans flokkur kemst í ríkisstjórn, þá get ég lofað þér því að kvótakerfinu verður ekki breytt strax, eins og hann segir í greininni. Það veit Ögmundur sjálfur. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband