Menningarhátíðin "Dagar myrkurs" var haldin hátíðleg í Fjarðabyggð í vikunni og Kirkjukór Reyðarfjarðar lét sitt ekki eftir liggja í hátíðarhöldunum. Við æfðum sjö laga prógram sem við höfum verið að flytja á Eskifirði og Reyðarfirði, í alls sjö skipti og nú síðast í kvöld í sal eldri borgara á Reyðarfirði. Tónleikastaðirnir hafa verið með óhefðbundnara sniði, t.d. komum við fram í þremur kaffihúsum þar sem stærð og innréttingar staðanna gerðu ekki beint ráð fyrir að 20 mann kór kæmi fram og einnig sungum við í verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði.
Þessi upptaka er úr litlu og ómerkilegu "Imba"-myndavélinni minni. Lagið sem við erum að syngja þarna er afríkanskt og heitir "Aya Ngena" (Zulu traditional), sem er árásarsöngur Zulu-manna þar sem þeir gera lítið úr hugrekki andstæðingsins.
Annars var prógrammið okkar mjög fjölbreytt og skemmtilegt, t.d. franskt ástarljóð sungið á dönsku, lag eftir Carl Orff við ljóð á latínu frá 1. öld eftir Krist, Gospellag og svo lagið "Enginn grætur Íslending", eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, við texta Jónasar Hallgrímssonar. Kórstjórinn okkar hún Dilly, sem er ensk en verið búsett á Reyðarfirði í tæp 20 ár, var hálf feimin við að kynna það lag vegna titilsins
Tinna og Alma eru nýjar og ferskar raddir í kórnum.
Flokkur: Menning og listir | 15.11.2008 (breytt kl. 23:17) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
Athugasemdir
Ljóðið á Latínu frá 1. öld, er ekki eftir Krist... heldur eftir Krist...burð
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 22:55
Flottur söngur, þrátt fyrir frumstæða hljóðupptöku er þetta bara svellandi gott. Hvernig myndi þetta hljóma í góðum tónleikasal?
Jón Svavarsson, 20.11.2008 kl. 21:18
Takk fyrir það Jón. Já, kórinn þykir hljóma glettilega vel og þetta er auðvitað miklu flottara í almennilegum sal
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.