Pólitískt sjálfsmorð

Bjarni Harðarson bað um að bréfið yrði sent nafnlaust á fjölmiðla. Ég hef alltaf haft svolítið gaman af Bjarna Harðarsyni og mér hefur fundist gusta skemmtilega í kringum hann, en þessi gjörningur hans sýnir að hann hefur pólitískt hérahjarta og einhver hefði kallað þetta að hafa skítlegt eðli. Það er sorglegt fyrir fjölskyldu hans og vini að hafi orðið vitni að pólitísku sjálfsmorði hans, nánast í beinni útsendingu í sjónvarpinu.


mbl.is Áframsendi gagnrýni á Valgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jamm...

 Það er þetta að hafa "aðstoðamenn"

Greinilega ekki góð hugmynd :p

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ert að tala um "níutíufermetrasumarbústaðaÞingvallamanninn" sem býr á Selfossi.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.11.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Kveldúlfur

Heil og sæl Valgerður,

Þú varst ögn önug út í okkur flokksbræður þína yfir því að við minntum á, í bréfi 9. okt. s.l.að í þinni ráðherratíð sem viðskiptaráðherra voru bankarnir einkavæddir.

Samningur um sölu á tæplega helmingshlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. til Samsonar eignarhaldsfélags ehf. undirritaður á gamlársdag árið 2002. mbl.is/Kristinn
Það verður þó varla fram hjá því litið að á því ferli öllu berð þú mikla ábyrgð ásamt því regluverki sem bönkunum var ætlað að starfa eftir. Og minnast má þess að lengi vel var það stefna Framsóknarflokksins að selja ekki bankana og als ekki Símann og margir framsóknarmenn munu enn vera á þeirri skoðun.
Nú er úti ævintýr og bankarnir komnir aftur í þjóðareign. Nauðsynlegt er að spyrja hvað hefur þjóðin haft upp úr sölu bankanna og hvað mun hún kosta hana? Fyrir einkavæðingu var þjóðin talin með ríkustu þjóðum í heimi. Þjóðartekjur á mann með því besta sem þekktist. Þegnarnir yfirleitt efnahagslega sjálfstæðir og lífskjör hvergi jafnari en hér á landi. Ofurlaun þekktust ekki.
Hvernig er svo ástandið í dag, sem einkavæðingin skilur eftir? Allir bankarnir komnir í þrot. Af eljusemi og dugnaði höfðu þeir safnað erlendum skuldum er nema tólf til þrettán faldri ársframleiðslu þjóðarinnar. Allt sparifé okkar, sem var í vörslu þeirra var í uppnámi. Setja varð neyðarlög að næturlagi til þess að tryggja spariféð og eðlileg bankaviðskipti í landinu.
Mörg hundruð miljarða skuldabaggi er lagður á íslenska þjóð. Okkur finnsta því að þú mættir gjarnan hugleið hvaða áhrif þinn félagslegi og pólitíski framgangur hefur haft fyrir þjóðina og Framsóknarflokkinn. Og hvað um KEA og SÍS? Spyrja má hversu mikið landsbyggðin hefur liðið fyrir hrun Samvinnuhreyfingarinnar.
Síður en svo ætlum við þér alla ábyrgð á einkavæðingunni og afleiðingum hennar þótt þú kæmir þar verulega við sögu og margir bera ábyrgð á þróun samvinnumála hér á landi.
Framsóknarflokkurinn átti sinn góða þátt í uppbyggingu þess samfélags, sem hér náði að þróast á öldinni sem leið. Það samfélag byggði á blönduðu hagkerfi, sem hafnaði öfgum kapitalisma, sem boðaði að markaðurinn ætti að ráða öllu í heimi hér, jafnt og alræðissósíalisma var hafnað.
Með formensku Halldórs Ásgrímssonar hefst raunasaga Flokksins, sem endaði með fylgishruni. Halldór klifaði látlaust á því að breyta þyrfti stefnu Flokksins. Hann skipaði framtíðarnefnd. Jón Sigurðsson var ,, kallaður” til þess að hafa umsjón með þessari stefnumótun, ásamt Sigurði Einarssyni og Bjarna Ármannssyni, sem afþakkaði reyndar þetta boð.

Í þessari nýju stefnu fólst m.a. þetta:

1. Í stað þess að standa vörð um sjálftæði Íslands og fullveldi átti að gangast undir ESB- valdið í Brussel.
2. Í stað hins blandaða hagkerfis skyldi innleiða ,,frjálst” markaðhagkerfi líkt og í Bandaríkjunum og ESB.
3. Ísland átti að verða ,,alþjóðleg” fjármálamiðstöð og skattaparadís.
4. Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum, átti að vera forsend þess að flokkurinn næði fylgi í þéttbýlinu.

Allt var þetta í algjöri andstöðu við þau lífsviðhorf og gildismat þess fólks sem Flokkurinn sótti fylgi sitt til. Enginn studdi Halldór formann og þessa nýju stefnu af meiri alúð en þú, að okkur finnst. Þótt annar hver kjósandi hafi yfirgefið Flokkinn heldur þú áfram á braut, sem leiddi hrun yfir Flokkinn og hörmung yfir þjóðina. Ástandið hefði þó verið sínu verra ef vilji ykkar Halldórs og fyrirmæli um að leggja Íbúðarlánasjóð undir bankanna hefðu ekki verið hundsuð af ágætum flokksbræðrum okkar, Árna Magnússyni, Magnúsi Stefánssyni og Guðmundi Bjarnasyni. Enda nutu þeir, að við höldum, stuðnings annarra þingmanna Flokksins.
Þú innleiddir tilskipun ESB um raforkumál, sem kostar fólkið í landinu hundruð miljóna á ári hverju. Og þú orðaðir það svo fallega að þetta gæti verið fyrsta skrefið í einkavæðingu orkugeirans.
Og nú rekur þú áróður sem mest þú getur fyrir aðild að ESB og reynir að fiska málinu fylgi í guggug vatni svo ekki sé meira sagt. Því til viðbótar hefur þú og sumir af þínum fylgismönnum talað niður gjaldmiðil hagkerfisins, nokkuð sem er mjög alvarlegt mál.
Þá viljum við lýsa undrun og óánægju okkar yfir framgöngu þinni gagnvart sitjandi formanni Framsóknarflokksins. Við munum ekki annað eins.

Með framsóknarkveðju.

Gunnar Oddsson Flatatungu 560 Varmahlíð
Sigtryggur Jón Björnsson Birkimel 11 560 Varmahlíð

Kveldúlfur, 11.11.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hægfara slátrun innanfrá

Einhverju sinni átti Framsókn erindi inní Íslenskt þjóðlíf. Þeir tímar eru löngu liðnir. Sveitafólkið hefur jafn mikla skömm á flokknum og smáborgararnir í 101. Þessi samskipti Bjarna Harðarsonar, um nafnlausan millilið, sýna best kærleikinn í miðjumoðinu. Dauðinn tekur á sig ýmsar birtingarmyndir. Hér hefur Bjarni Harðarson tekið sig af lífi pólitískt innan eigin flokks. Einnig framlengt sláturtíðina á þessu hausti, með hægfara og sársaukafullri slátrun innanfrá á eigin flokki. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast gengins miðjumoðs, er bent á að styrkja íslenska bændur í viðleitni þeirra til að fæða þjóðina.

Björn Birgisson, 11.11.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bréfið er nú frekar hógvært og kurteist og ekkert að því í sjálfu sér. Það lýsir einfaldlega skoðunum hóps innan flokksins, en hvernig Bjarni ætlaði að koma því á framfæri við fjölmiðla er allt annar handleggur. Ef hann hefði borið gæfu til að framvísa því einfaldlega undir nafni, þá væri hann persónulega ekki í þessari skelfilegu Barrabas-stöðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 01:49

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, og nú hefur hann axlað ábyrgð og fær plús fyrir það. Honum hefði aldrei verið stætt hvorki í flokknum né áþingi eftir þessi mistök

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband