Áherslubreytingar, ekki bylting

Það vantar ekki tilfiningahitann hjá sumum álitsgjöfum fjölmiðlanna sem halda að nú breytist allt til hins betra í Ameríku. Það var eiginlega hlægilegt að hlusta á Jón Baldvin lýsa dýrðinni í útvarpinu í dag. Ég man þegar vinstri flokkarnir sigruðu í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1978, þá féllst fólk í faðma með gleðitár í augunum.... loksins var íhaldinu hrundið frá völdum og nýjir og betri tímar framundan! En það átti auðvitað eftir að koma á daginn að sú samsteypustjórn sem mynduð var í kjölfarið gerði lítið annað en að skandalisera og fékk að sjálfsögðu ekki endurkosningu.

Morguninn eftir kosningarnar ´78 urðu fyrstu orð Jóns Múla Árnasonar heitins, fleyg þegar hann sagði: "Útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík! Góðan dag á þessum fyrsta degi eftir kosningar og Esjan er ennþá á sínum stað!

Vonandi verða einhverjar góðar áherslubreytingar í stjórnartíð Obama, og þá kannski sérstaklega í utanríkismálum.

080207_obama_shirt_vote


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verður Obama betri forseti en forveri hans, flokksbróðir þinn Gunnar, Björn Bjarnason leitar viða fanga í blekkingarleik sínum, fyrst til Rússlands þar sem jeltsín gerði pútin þá starfandi saksóknari að forseta og komst þannig hjá rannsóknum á spillingu og svo til Suður Afríku þar sem sannleiksnefnd svokölluð var notuð, þar gátu menn viðurkennt voðaverk sín og  voru þá gefnar upp sakir, á ferðinni er orðrómur um 100 manna óeirðalögreglu sem er í burðarliðnum, veit ekkert frekar um það  vont ef satt er

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband