Heilög Jóhanna er vinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni og verandi ráðherra velferðarmála, þá er auðvelt að afla sér vinsælda með óábyrgu tali um reddingar á þessum tímum. Jóhanna verður að gæta orða sinna ekki síður en aðrir valdamenn á þessum viðsjálu tímum.
Hin göfuga hugsjón um jöfnuð hugnast stórum hluta þjóðarinnar, en hún er afar vand meðfarin sú hugsjón. Hugmyndin á bak við jöfnuð á ekki að vera útgjaldaliður í ríkissjóði nema að eins litlu leyti og mögulegt er. Jöfnuður til tækifæra, til menntunnar og heilbrigðis er hæsta stig jöfnunarsælunnar, en ekki að stjórnmálamenn séu með "Hand out" úr opinberum sjóðum.
Ef íbúðalánasjóður á að kaupa hlut í fasteignum hjá almenningi, hvernig eiga þá reglurnar að verða? Sjálfur tók ég húsnæðislán fyrir nokkrum árum og taldi mig í ágætum málum, en höfuðstóllinn hefur hækkað hratt á undanförnum mánuðum og ofan á greiðslur af láninu, bætast fasteignagjöld, hússjóður, hiti og rafmagn (ég bý á hitaveitulausu svæði) samtals um 450 þúsund kr. á ári. Ég væri alveg til í að íbúðalánasjóður keypti eins og helminginn í íbúðinni minni, og leigði mér svo bara þann hluta fyr slikk. En ég geri mér samt grein fyrir því að einhver væri þá að borga fyrir mig mína eigin velferð. Sennilega þýddi þetta skattahækkanir.
Sjálfsagt verður aðstoð af því tagi sem Félagsmálaráðuneytið er að skoða, tekjutengd. En fjárhagsleg vandræði fólks eru oft jafn alvarleg, hvort sem tekjurnar eru 200 þús. á mánuðið eða 400 þúsund hjá einstaklingum. Það má vel vera að einhverjir líti á Jóhönnu sem frelsandi engil, ljós í myrkrinu.... heilög Jóhanna, en ég fæ nú samt létt í magann þegar ég heyri minnst á félagsmálapakka. Ég mæli frekar með að fólki sé gert kleyft að verða bjargálna með vinnuframlagi sínu, heldur en hand-outi. Að renna stoðum undir atvinnulífið er eins og að leggja peninga í banka. Að aðstoða fólk til húsnæðiskaupa úr opinberum sjóðum, er að taka út... á yfirdrætti.
"There is no such thing as a free lunch"
Skoðað hvort leyft verður að selja hluta húsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.11.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Frábær pistill og kemur heim og saman við mínar skoðanir.
Ég held samt sem áður að við stefnum í slíka "katastrófu" að einhverjar félagslegar aðgerðir verði nauðsynlega og það kemur hægri vinstri ekki við.
Vandamálið er hins vegar þegar þjóðfélag kemst ekki út úr þessum hugsunarhætti og hættan er einmitt á að þegar svona "félagsleg hjálp" byrjar að þá finnist stórum hópi fólks þetta þægilegt ástand. Í þessu lentu Norðurlöndin - og eru að vissu leyti ekki búin að bíta úr nálinni með það - en einnig mörg ríki Evrópu, s.s. Þýskaland, Holland, Belgía, Frakklands o.s.frv.
Þegar skattar og önnur opinber gjöld hækka er nefnilega hægara sagt en gert að skera þau niður og koma fólkinu í vinnu aftur!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.11.2008 kl. 10:55
Þetta er svo sem allt gott og blessað, en hvernig ætlið þið félagar að fá Geir til að gera eitthvað annað en að tala þjá tíma á dag um ekki neitt, í stað þess að grípa réttri hendi í rassgat og fara að gera eitthvað.
Það er betra að fólk búi í húsum sínum áfram þrátt fyrir trúarbrögð um ágæti einkavæðingar, en að þau standi auð. Það er sama hvað er gert núna eftir hryðjuverkaár Sjálfstæðisflokksins á lífsgæði landsmanna, allir kostir eru slæmir, en verst eru vinnubrögð Geirs H Haarde núna.
Eins og Intrum á Íslandi orðar það: "Ekki gera ekki neitt!". En eitthvað hefur forsætirráðherra misskilið hlutina, nefnilega það sem Geir er að gera þessa dagana, - hann gerir ekki neitt!!
Benedikt V. Warén, 4.11.2008 kl. 13:38
Ég er alveg sammála því Benedikt, að stundum þarf að grípa til róttækra aðgerða og það getur orðið þjóðfélaginu ennþá dýrara að láta almenningi blæða of mikið. En það þarf samt að taka á málum af festu og ábyrgð en ekki að miða aðgerðir við hversu hátt er skorað á vinsældalistum .
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.