Þeir sem hafa það að aðaláhugamáli að vera á móti stóriðju ættu kannski að hugsa sinn gang þegar þeir sjá þessar tölur. Og þetta er ekki allt, því afleidd störf eru ekki inni í þessum útreikningum.
Fyrirtækin, sem greiða hæstu gjöld í Reykjanesumdæmi eru þessi:
- Alcan á Íslandi 1.456.634.761 króna
- Grindavíkurkaupstaður 406.022.344 krónur
- Reykjanesbær 376.449.843 krónur
- Kópavogsbær 305.029.461 krónur
- Hafnarfjarðarkaupstaður 281.296.533 krónur
- Sandgerðisbær 253.386.207 krónur
- Sveitarfélagið Garður 232.944.548 krónur
- Þorbjörn 228.550.580
- Hitaveita Suðurnesja 226.840.007 krónur
- Íslenskir aðalverktakar 173.083.271 króna
- Nesbyggð 162.325.147 krónur
- Nesfiskur 149.264.892 krónur
- Sveitarfélagið Vogar 146.034.006 krónur
- Norvik 145.443.930 krónur
- N1 144.670.872 krónur
- Byko 139.902.711 krónur
- Flugfélagið Atlanta 135.880.316 krónur
- Marel Food Systems 134.680.322 krónur
- Samkaup 127.667.564 krónur
- Stálskip 108.313.570 krónur
- Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli, 105.593.837 krónur
- Garðabær 101.984.794 krónur.
Alcan greiðir mest fyrirtækja á Reykjanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 31.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 945803
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
Athugasemdir
Ég myndi kalla þetta skárra en ekkert frekar en gullegg. Ég er svo sem ekki með heildarmyndina á 100% tæru en ég bara sé ekki að þessi iðnaður sé að greiða fyrir framkvæmdir í kringum hann á eðliegum hraða og það er kannski ekki markmiðið í sjálfu sér.
Ég hef það ekki að sérstöku áhugamáli að vera á móti stóriðju og sennilega er eðlilegra að líta á þennan iðnað sem kjölfestu atvinnugrein frekar en gróðakistu.
Við værum sjálfsagt verr stödd án þessa en værum við verr stödd með annan iðnað í bland eða í öðrum hlutföllum? Það er bara erfitt að svara því, maður er bara ánægður að hafa eitthvað á milli handann þessa dagana svo ég kýs að lýta þetta jákvæðum augum, í það minnsta það sem komið er.
(afsakið stafsetningu og málfræði flökt, ég er bara nokkkuð blindur á þessháttar)
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 31.10.2008 kl. 11:25
Alveg rétt Sveinn, þetta er kjölfestuatvinnugrein og annar iðnaður hefur tilhneigingu til að blómstra í kjölfestunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 11:29
Takk fyrir að hleypa nafnleysinga inn! Svo Alcan borgaði 1,456 milljarð ísl. króna, um 12 milljónir Bandaríkjadala, í opinber gjöld ! - Í annarri frétt Mbl. í morgun kemur fram að Reykjavíkur-borg hafi á sama tíma greitt 4,5 (eða voru það 5,4?) milljarða ísl króna í opinber gjöld - sem er 3 (eða 4)x meira. Hvað sanna þessar fréttir?
Ég er ekki, né hef verið, á móti álbræðslu í Straumsvík. Bið aðeins um að lát verði á áliðju-maníunni. það er kannski til of mikils mælst, því Íslendingar þurfa yfirleitt að gera allt svo hressilega, m. a. fara hressilegar á hausinn en flestallir aðrir
H G, 31.10.2008 kl. 14:39
Ég banna engum að gera athugasemdir hér ef þeir eru kurteisir.
Þjóðin skiptist í fylkingar, með og á móti stóriðju og virkjunum. "Virkjanasinnar" nota efnahags og atvinnuleg sjónarmið, auk byggðasjónarmiða í röksemdum sínum fyir stóriðjunni. Umhverfissinnar nota eðli sínu samkvæmt, umhverfissjónarmið í rökstuðningi sínum. En svo þegar það dugar ekki til að fá nógu marga í lið með sér, þá fara þeir að beita efnahags og atvinnusjónarmiðum líka, þ.e. að ávinningurinn af svona starfsemi sé lítill sem enginn. En þá förlast þeim flugið, því þessir aðilar hafa ítrekað verið staðnir að því að ljúga að almenningi í þeim efnum og reyndar í náttúrufræðilegum efnum líka, eins og bullið í sambandi við Kárahnjúka sannar og vitna í sérvalda sérfræðinga: Dýrastofnar áttu að vera í hættu... Hreindýrin, gæsirnar, lóurnar og spóarnir, selirnir og fiskistofnarnir. Auk þess hafa þessir aðilar með hjálp "sérfræðinga" fullyrt að ferðamannaiðnaðurinn beri stórskaða af framkvæmdunum eystra, s.b. skýrslu Landverndar frá árinu 2002, þar sem segir að ferðamönnum muni fækka um 50% á Austurlandi með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og 30% á landinu öllu.
Þegar komið er með svona fullyrðingar og vitnað í "sérfræðinga", þá er ekki skrítið að almenningur staldri við og verði ráðviltur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.