Ekki er um fíkn eða vellíðunaráhrif að ræða af gas-sniffi en þó er ekki ólíklegt að krakkar sem eru í áhættuhópi hvað ávana og fíkniefni varðar, séu ginkeyptari en aðrir að prófa þetta stórhættulega athæfi. Dæmi eru um skelfilegar afleiðingar af sniffi en svo virðist sem krakkarnir hafi litla hugmynd um þær. Það er einföld skýring á því. Það koma nefnilega nýir árgangar fram á hverju ári, ef einhver skyldi ekki átta sig á því. Þess vegna eiga forvarnarverkefni ekki að koma í sérstökum "átökum", heldur á að vera um stöðuga upplýsingagjöf og fræðslu að ræða. Það á við um ALLAR forvarnir, einnig umferðarfræðslu í skólum, fræðslu um hollar matarvenjur og lífsstíl o.s.f.v.
Massífur áróður í stuttan tíma á þessu ári, skilar engu til krakka sem eru of ung til að skilja hann í dag. Þess vegan þurfa forvarnir hverskonar að vera partur af daglegu lífi barna og unglinga í grunnskólum á hverju ári, alla mánuði og þær forvarnir þurfa einnig að skila sér til foreldra, því þau bera fyrst og fremst ábyrgð á börnum sínum. Ég er ekki að tala um að verið sé að fjalla um þessa hluti lon og don, slíkt gæti misst marks, heldur þarf að skipuleggja slíka fræðslu af þar til bæru fólki sem metur hvernig og í hve miklum magni áróður skilar sér best.
Mjög áhættusamt að sniffa gas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | 30.10.2008 (breytt kl. 11:11) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Þú hefur greinilega aldrei af gasi þefað - ekki að ég mæli með því, en maður fer vissulega í vímu því þó ekki sé um eiginlega vöðvaslökuna að ræða heldur kannski meira súrefnisskort upp í heila sem veldur þessu undarlega ástandi.
Ég sótti mikið í þetta á tímabili sem unglingur einfaldlega vegna þess að mér hundleiddist lífið og tilveran og þetta var flótti frá því (Forvitni, fikt, flótti ... effin þrjú ;) þetta er líka svo þægilegt því það finnst lítil sem engin lykt af manni þegar maður kemur heim og víman hverfur á augabragði um leið og maður fer að anda að sér súrefni.
Menn ættu vissulega að passa kútana sína betur og ekki selja einstaklingum undir 18 ára aldri kveikjaragas osfrv.
Marilyn, 30.10.2008 kl. 12:45
Sorrý - sá ekki að þú varst að "qouta" í Þórarinn.
Marilyn, 30.10.2008 kl. 12:49
Ég hef prófað ýmislegt um dagana, en verð að viðurkenna að aldrei hef ég sniffað, þó mér hafi nú alltaf þótt bensínlykt frekar góð reyndar
Já, ég var að vitna í Þórarinn þar sem hann segir að ekki sé um vellíðunartilfinningu né fíkn að ræða í þessum efnum. Hausverkur, svimi, ógleði o.þ.h. víma hefur aldrei verið minn tebolli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 13:41
Það er vissulega ekki hægt að líkja þessu saman við t.d. hassvímu þar sem manni líður vel í líkamanum. En ruglið var það sem ég sóttist eftir í þessu, ég fékk skrítnar hugmyndir í þessari vímu, heyrði skrítin hljóð, skilningur á því sem var í kringum mig breyttist, ég sá myndir út úr hlutum, en ég fékk ekki hausverk, svima eða ógleði, það hefur amk. staðið það stutt yfir að ég man ekki eftir því. Þetta var svo auðvitað enn "skemmtilegra" með öðrum því þá gátum við rætt vímuna og skrítnu hugmyndirnar og hlegið að þessu öllu saman. Mér fannst þetta vera að líða vel en þetta vakti einmitt ekki hjá mér neina fíkn.
Þetta var flótti frá raunveruleika sem í sjálfu sér var ekkert slæmur, hann var bara hversdagslegur og fábreytilegur og mér leiddist. Þetta var í raun bara leið til að drepa tíma. Gæti trúað því að fleiri unglingar leituðu í t.d. verkjalyf og gas til þess eins að drepa tímann.
Og by the way þá er ég alls ekki að mæla með þessu, var sjálf hætt komin eitt sinn í bíl fullum af gasi og ein kveikti sér í sígarettu, þetta er bara mín reynsla af gassniffi.
Marilyn, 30.10.2008 kl. 16:27
Takk fyrir þetta Marilyn, það þarf að uppfræða krakka og unglinga um þetta á hverju ári, en ekki í "átökum", eins og gjarnan er gert. Og það á að segja hlutina eins og þeir eru. Ef verið er að ljúga að krökkunum einhverju, þá eru þau fljót að fatta það. Og ef einu sinni er logið að þeim, t.d. um hvernig áhrifin lýsa sér, þá taka þau ekki mark á neinu sem fullorðna fólkið og "sérfræðingarnir" segja þeim.
Ég man eftir bæklingi sem ég rakst eitt sinn á þegar ég fór á heilsugæslustöð. Í honum var sagt frá áhrifum og afleiðingum kannabisreykinga. Þar var sagt m.a. frá ungri manneskju sem reykti eina pípu og það næsta sem hún vissi var að hún vaknaði í ókunnugu tjaldi upp í Borgarfirði. Þetta er náttúrulega þvílík steypa og svona bull er ekki vænlegt til árangurs í að uppfræða ungt fólk um skaðsemi eiturlyfja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 17:21
já guð passa sig á tjöldunum í borgarfirði! haha meira ruglið.
Þessi umræða þarf alltaf að vera í gangi og er hugsanlega einmitt ástæða þess að ég gekk ekki lengra í að prófa vímuefni en ég gerði. Ég var einhverra hluta vegna móttækileg fyrir forvörnum og hugnaðist ekki líf hins forfallna dópista eins og því var lýst fyrir mér. Það kom reyndar ekki í veg fyrir að ég prófaði einu sinni og sumt oftar en það. Ég er móttækileg fyrir fíkn og þurfti að hætta að drekka með hjálp sporavinnu en ég óttaðist að enda eins og þessir dópistar, á götunni, svo ég varð hrædd við vímuefni, sem allir ættu vissulega að vera. Það mætti því segja að forvarnir hafi virkað í mínu tilfelli. Nema myndbandið um Elías sem sniffaði lím og varð að grænmeti, ég sniffaði gas og þá gat auðvitað það sem kom fyrir Elías ekki komið fyrir mig við vorum ekki að gera það sama.
Marilyn, 31.10.2008 kl. 09:59
Já ætla að bæta því við að ég held að besta forvörnin sé að krakkarnir hafi einfaldlega nóg að gera. Það þarf að vera eitthvað fjölbreyttara en íþróttir og félagsheimili (því þar er alltaf klíkuskapur). Krökkum verður að standa til boða ókeypis námskeið í því sem mótíverar þau og þau hafa gaman að.
Marilyn, 31.10.2008 kl. 10:00
Alveg sammála þér. Tónlist og allskonar menning og listir, ásamt íþróttum er góð forvörn. Aðalatriðið er að krakkarnir séu að gera eitthvað uppbyggilegt og að foreldrarnir séu einnig þáttakendur í því, þ.e. að þau sýni því áhuga sem börn þeirra eru að gera.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.